Einstök aðgerð bjargaði lífi 9. júní 2012 14:00 Andemariam starfar nú fyrir ÍSOR eftir að hafa numið jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Áður hafði hann stundað nám við jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Fréttablaðið/Vilhelm Andemariam Teklesenbet Beyene er 36 ára Erítreubúi sem hefur síðustu ár stundað nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Fyrir tveimur og hálfu ári greindist Andemariam með krabbamein í barka og virtist um tíma sem veikindin gætu dregið til hann dauða. Komst hann þá í kynni við Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands og yfirlækni á Landspítalanum, sem tók síðar þátt í skurðaðgerð sem bjargaði lífi Andemariam. Í aðgerðinni var græddur í hann plastbarki sem þakinn var stofnfrumum en slík aðgerð hafði aldrei áður verið framkvæmd. Um þessar mundir er ár liðið frá aðgerðinni og er heilsa Andemariams sífellt að batna. „Mér líður miklu betur en áður. Ég get núna unnið af fullum krafti og varið tíma með fjölskyldu minni eins og venjulegur maður. Ég þarf þó enn að fara reglulega á spítala vegna lítilla sýkinga eða annarra vandamála en þau er hægt að leysa með speglun og án þess að ég þurfi að fara í skurðaðgerð,“ segir Andemariam og bætir við að hann sé bjartsýnn á framtíðina. „Andemariam fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum 2009 en það uppgötvaðist ekki strax að hann væri með æxli og hvað þá að æxlið væri krabbamein. Þegar það kom í ljós þurfti að framkvæma neyðarskurðaðgerð á honum og í kjölfarið fór hann í geislameðferð. Þetta virtist vera að bera árangur en svo fór æxlið að stækka aftur,“ segir Tómas og heldur áfram: „Ég ráðfærði mig í kjölfarið við erlenda sérfræðinga í æxlum sem þessum og fékk víðast hvar þau svör að fátt væri hægt að geri fyrir Andemariam annað en að veita honum líknarmeðferð.“ Tómas segist ekki hafa verið fyllilega sáttur við þau svör enda hefði komið í ljós að Andemariam væri mjög harður af sér. „Þá mundi ég eftir fyrirlestri sem ég hafði séð Dr. Paolo Macchiarini, á Karolínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð, flytja um barkaígræðslu sem hann hafði framkvæmt þar sem notast hafði verið við barka úr látnum einstaklingi sem hann hafði þakið stofnfrumum úr líffæraþeganum,“ segir Tómas og bætir við: „Slík aðgerð kom ekki til greina í þessu tilfelli vegna langrar biðar eftir líffæri en Macchiarini hafði einnig gert tilraunir með gervilíffæri þakin stofnfrumum sem hann hafði grætt í dýr. Slík aðgerð hafði hins vegar ekki verið framkvæmd á manni. En við létum sem sagt að lokum slag standa og aðgerðin heppnaðist.“ Aðgerðin var gríðarlega flókin og tók um 20 klukkustundir. Þá tók hún mjög á Andemariam sem þurfti í kjölfarið að dvelja á gjörgæslu í tvær vikur. Hefur hann hins vegar sýnt mikinn bata síðan. Þá hefur aðgerðin vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi enda hin fyrsta þar sem gervilíffæri þakið stofnfrumum hefur verið grætt í mann. Tómas segir að aðgerðin hafi orðið aflvaki mikilla rannsókna á þessum möguleika víða um heim og segir marga binda vonir við að aðgerðir sem þessar geti orðið algengar í framtíðinni. Gæti það haft mikil áhrif á læknavísindin þar sem skortur á tiltækum líffærum kostar ótal mannslíf á hverju ári. Aðgerðin á Andemariam og þeir möguleikar sem felast í notkun stofnfruma í skurðaðgerðum verður meðal þess sem fjallað verður um á málþingi í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Hefst málþingið klukkan 10 og stendur til 12.30 en Tómas og Guðmundur Þorgeirsson, prófessor, verða fundarstjórar.magnusl@frettabladid.is Plastbarkamálið Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira
Andemariam Teklesenbet Beyene er 36 ára Erítreubúi sem hefur síðustu ár stundað nám í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Fyrir tveimur og hálfu ári greindist Andemariam með krabbamein í barka og virtist um tíma sem veikindin gætu dregið til hann dauða. Komst hann þá í kynni við Tómas Guðbjartsson, prófessor í skurðlækningum við Háskóla Íslands og yfirlækni á Landspítalanum, sem tók síðar þátt í skurðaðgerð sem bjargaði lífi Andemariam. Í aðgerðinni var græddur í hann plastbarki sem þakinn var stofnfrumum en slík aðgerð hafði aldrei áður verið framkvæmd. Um þessar mundir er ár liðið frá aðgerðinni og er heilsa Andemariams sífellt að batna. „Mér líður miklu betur en áður. Ég get núna unnið af fullum krafti og varið tíma með fjölskyldu minni eins og venjulegur maður. Ég þarf þó enn að fara reglulega á spítala vegna lítilla sýkinga eða annarra vandamála en þau er hægt að leysa með speglun og án þess að ég þurfi að fara í skurðaðgerð,“ segir Andemariam og bætir við að hann sé bjartsýnn á framtíðina. „Andemariam fór að finna fyrir öndunarerfiðleikum 2009 en það uppgötvaðist ekki strax að hann væri með æxli og hvað þá að æxlið væri krabbamein. Þegar það kom í ljós þurfti að framkvæma neyðarskurðaðgerð á honum og í kjölfarið fór hann í geislameðferð. Þetta virtist vera að bera árangur en svo fór æxlið að stækka aftur,“ segir Tómas og heldur áfram: „Ég ráðfærði mig í kjölfarið við erlenda sérfræðinga í æxlum sem þessum og fékk víðast hvar þau svör að fátt væri hægt að geri fyrir Andemariam annað en að veita honum líknarmeðferð.“ Tómas segist ekki hafa verið fyllilega sáttur við þau svör enda hefði komið í ljós að Andemariam væri mjög harður af sér. „Þá mundi ég eftir fyrirlestri sem ég hafði séð Dr. Paolo Macchiarini, á Karolínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð, flytja um barkaígræðslu sem hann hafði framkvæmt þar sem notast hafði verið við barka úr látnum einstaklingi sem hann hafði þakið stofnfrumum úr líffæraþeganum,“ segir Tómas og bætir við: „Slík aðgerð kom ekki til greina í þessu tilfelli vegna langrar biðar eftir líffæri en Macchiarini hafði einnig gert tilraunir með gervilíffæri þakin stofnfrumum sem hann hafði grætt í dýr. Slík aðgerð hafði hins vegar ekki verið framkvæmd á manni. En við létum sem sagt að lokum slag standa og aðgerðin heppnaðist.“ Aðgerðin var gríðarlega flókin og tók um 20 klukkustundir. Þá tók hún mjög á Andemariam sem þurfti í kjölfarið að dvelja á gjörgæslu í tvær vikur. Hefur hann hins vegar sýnt mikinn bata síðan. Þá hefur aðgerðin vakið mikla athygli á alþjóðavettvangi enda hin fyrsta þar sem gervilíffæri þakið stofnfrumum hefur verið grætt í mann. Tómas segir að aðgerðin hafi orðið aflvaki mikilla rannsókna á þessum möguleika víða um heim og segir marga binda vonir við að aðgerðir sem þessar geti orðið algengar í framtíðinni. Gæti það haft mikil áhrif á læknavísindin þar sem skortur á tiltækum líffærum kostar ótal mannslíf á hverju ári. Aðgerðin á Andemariam og þeir möguleikar sem felast í notkun stofnfruma í skurðaðgerðum verður meðal þess sem fjallað verður um á málþingi í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag. Hefst málþingið klukkan 10 og stendur til 12.30 en Tómas og Guðmundur Þorgeirsson, prófessor, verða fundarstjórar.magnusl@frettabladid.is
Plastbarkamálið Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Sjá meira