Nýtt húsnæðisbótakerfi fyrir meðlagsgreiðendur Gunnar Kristinn Þórðarson skrifar 14. júní 2012 06:00 Nýlega kynnti samráðshópur um húsnæðisstefnu stjórnvalda tillögur að nýju húnsnæðisbótakerfi, í skýrslu sem var kynnt nú á dögunum. Þær leggja áherslu á aðstoð hins opinbera óháð búsetu og taka aukið tillit til ólíkra þjóðfélagshópa. Margt í tillögunum er gott og eru þær vísbending um aukið jafnræði í aðstoð hins opinbera til handa heimilunum í landinu. Þótt frumvarpið hafi ekki enn litið dagsins ljós, þegar þetta er skrifað, má reikna með því að umræddar breytingar verði til að jafna lífskjör í landinu; einkum hjá þeim sem leigja og hafa ekki notið aðstoðar í bótakerfinu. Þrátt fyrir öll hin góðu teikn er einnig ástæða til að hafa áhyggjur af stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum þegar kemur að meðlagsgreiðendum; einkum þeim sem einstæðir eru. Samtök meðlagsgreiðenda hnjóta um ýmsa þætti tillagnanna. Þær byggjast að hluta til á svokölluðum vegvísi Evrópuráðsins um húsnæðisöryggi, en í honum segir m.a. að húsnæðisstefnu stjórnvalda beri að tryggja félagslega samheldni og að markmið slíkrar húsnæðisstefnu séu „fjárhagslegt stýritæki fyrir viðkvæma hópa vegna öflunar eigin húsnæðis". Í skýrslu samráðshópsins kemur auk þess fram sú áhersla OECD að húsnæðisstefna aðildarríkja skuli vera skilvirk og sanngjörn. Samráðshópurinn tekur undir með Evrópuráðinu og OECD og telur það hlutverk hins opinbera að hlaupa undir bagga með þjóðfélagshópum sem sárt eiga um að binda þar sem: „Fjölskyldur og einstaklingar sem eiga rétt á opinberri aðstoð, til dæmis, lágtekjufólk, fjölskyldur með þunga framfærslubyrði, fólk í erfiðum félagslegum aðstæðum, fatlaðir og aldraðir, eiga að vera á sama húsnæðismarkaði og aðrir." Þá segir samráðshópurinn að, „greinargóðar upplýsingar um húsnæðismarkað séu nauðsynlegar forsendur stefnumótunar og þurfi að vera aðgengilegar öllum á húsnæðismarkaði". Áhyggjuefni Samtaka meðlagsgreiðenda lýtur að því, að engar ásættanlegar upplýsingar eða rannsóknir eru til um fjárhagslega stöðu eða félagslega hagi meðlagsgreiðenda. Sú úttekt sem kemst næst því að vera viðunandi er skýrsla nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum, sem var gerð fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið árið 2009. Þótt þar komi berlega í ljós að meðlagsgreiðendur búi við lægstu framfærsluna, verður hún óviðunandi við það eitt, að forsenda útreikninga í skýrslunni miða við að meðlagsgreiðendur borgi aðeins eitt meðlag, á meðan reyndin er að helmingur þeirra borgar fleiri en eitt meðlag. Þá eru ótaldir þeir sem borga aukið meðlag. Í ofanálag má nefna að skýrslan tekur ekki tillit til skulda meðlagsgreiðenda við lánastofnanir, jafnvel þótt gögn sem Samtök meðlagsgreiðenda hafa undir höndum bendi til þess að 75% einstæðra meðlagsgreiðenda séu á vanskilaskrá. Upplýsingar um hagi meðlagsgreiðenda eru því vart til staðar, og kemur það því ekki á óvart að samráðshópurinn skuli nefna sérstaklega flesta þjóðfélagshópa í úttekt sinni, en láta það vera að nefna meðlagsgreiðendur á nafn jafnvel þótt meðlagsgreiðendur séu allt að fjórtán þúsund talsins. Það er þó ekki öruggt þar sem hið opinbera veit ekki nákvæmlega hvað þeir eru margir. Þar sem tölfræðina vantar er ekki hægt að fullyrða fullum fetum að einstæðir meðlagsgreiðendur búi við verstu kjörin á Íslandi, jafnvel þótt heilbrigð skynsemi og einfaldir útreikningar bendi svo sannarlega til þess. Þótt opinberar stofnanir haldi öðru fram þá er það samt þannig í raun að einstæðir meðlagsgreiðendur búa við lang verstu kjörin í samfélaginu. Staða þeirra er óhugnanleg og er það því verulegt áhyggjuefni að ekki skuli vera getið um þann hóp í skýrslu samráðshópsins. Ef til verða „sérstakar húsnæðisbætur" til handa einstæðum foreldrum með nýju húsnæðisbótakerfi, er það mikið jafnræðis- og réttlætismál að einstæðir meðlagsgreiðendur fái aðgang að þeim sem foreldrar en ekki sem barnlausir einstæðingar eins og staðan er nú. Þó er ástæða til að þakka stjórnvöldum sérstaklega fyrir jákvætt og uppbyggilegt viðmót gagnvart Samtökum meðlagsgreiðenda og framlagi samtakanna til umræðunnar. Samtökin bíða átekta eftir frumvarpi til laga um nýjar húsnæðisbætur og hlakka til að eiga jákvætt og uppbyggilegt samstarf við stjórnvöld þegar umsagnaferli frumvarpsins hefst á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti samráðshópur um húsnæðisstefnu stjórnvalda tillögur að nýju húnsnæðisbótakerfi, í skýrslu sem var kynnt nú á dögunum. Þær leggja áherslu á aðstoð hins opinbera óháð búsetu og taka aukið tillit til ólíkra þjóðfélagshópa. Margt í tillögunum er gott og eru þær vísbending um aukið jafnræði í aðstoð hins opinbera til handa heimilunum í landinu. Þótt frumvarpið hafi ekki enn litið dagsins ljós, þegar þetta er skrifað, má reikna með því að umræddar breytingar verði til að jafna lífskjör í landinu; einkum hjá þeim sem leigja og hafa ekki notið aðstoðar í bótakerfinu. Þrátt fyrir öll hin góðu teikn er einnig ástæða til að hafa áhyggjur af stefnu stjórnvalda í húsnæðismálum þegar kemur að meðlagsgreiðendum; einkum þeim sem einstæðir eru. Samtök meðlagsgreiðenda hnjóta um ýmsa þætti tillagnanna. Þær byggjast að hluta til á svokölluðum vegvísi Evrópuráðsins um húsnæðisöryggi, en í honum segir m.a. að húsnæðisstefnu stjórnvalda beri að tryggja félagslega samheldni og að markmið slíkrar húsnæðisstefnu séu „fjárhagslegt stýritæki fyrir viðkvæma hópa vegna öflunar eigin húsnæðis". Í skýrslu samráðshópsins kemur auk þess fram sú áhersla OECD að húsnæðisstefna aðildarríkja skuli vera skilvirk og sanngjörn. Samráðshópurinn tekur undir með Evrópuráðinu og OECD og telur það hlutverk hins opinbera að hlaupa undir bagga með þjóðfélagshópum sem sárt eiga um að binda þar sem: „Fjölskyldur og einstaklingar sem eiga rétt á opinberri aðstoð, til dæmis, lágtekjufólk, fjölskyldur með þunga framfærslubyrði, fólk í erfiðum félagslegum aðstæðum, fatlaðir og aldraðir, eiga að vera á sama húsnæðismarkaði og aðrir." Þá segir samráðshópurinn að, „greinargóðar upplýsingar um húsnæðismarkað séu nauðsynlegar forsendur stefnumótunar og þurfi að vera aðgengilegar öllum á húsnæðismarkaði". Áhyggjuefni Samtaka meðlagsgreiðenda lýtur að því, að engar ásættanlegar upplýsingar eða rannsóknir eru til um fjárhagslega stöðu eða félagslega hagi meðlagsgreiðenda. Sú úttekt sem kemst næst því að vera viðunandi er skýrsla nefndar um stöðu barna í mismunandi fjölskyldugerðum, sem var gerð fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið árið 2009. Þótt þar komi berlega í ljós að meðlagsgreiðendur búi við lægstu framfærsluna, verður hún óviðunandi við það eitt, að forsenda útreikninga í skýrslunni miða við að meðlagsgreiðendur borgi aðeins eitt meðlag, á meðan reyndin er að helmingur þeirra borgar fleiri en eitt meðlag. Þá eru ótaldir þeir sem borga aukið meðlag. Í ofanálag má nefna að skýrslan tekur ekki tillit til skulda meðlagsgreiðenda við lánastofnanir, jafnvel þótt gögn sem Samtök meðlagsgreiðenda hafa undir höndum bendi til þess að 75% einstæðra meðlagsgreiðenda séu á vanskilaskrá. Upplýsingar um hagi meðlagsgreiðenda eru því vart til staðar, og kemur það því ekki á óvart að samráðshópurinn skuli nefna sérstaklega flesta þjóðfélagshópa í úttekt sinni, en láta það vera að nefna meðlagsgreiðendur á nafn jafnvel þótt meðlagsgreiðendur séu allt að fjórtán þúsund talsins. Það er þó ekki öruggt þar sem hið opinbera veit ekki nákvæmlega hvað þeir eru margir. Þar sem tölfræðina vantar er ekki hægt að fullyrða fullum fetum að einstæðir meðlagsgreiðendur búi við verstu kjörin á Íslandi, jafnvel þótt heilbrigð skynsemi og einfaldir útreikningar bendi svo sannarlega til þess. Þótt opinberar stofnanir haldi öðru fram þá er það samt þannig í raun að einstæðir meðlagsgreiðendur búa við lang verstu kjörin í samfélaginu. Staða þeirra er óhugnanleg og er það því verulegt áhyggjuefni að ekki skuli vera getið um þann hóp í skýrslu samráðshópsins. Ef til verða „sérstakar húsnæðisbætur" til handa einstæðum foreldrum með nýju húsnæðisbótakerfi, er það mikið jafnræðis- og réttlætismál að einstæðir meðlagsgreiðendur fái aðgang að þeim sem foreldrar en ekki sem barnlausir einstæðingar eins og staðan er nú. Þó er ástæða til að þakka stjórnvöldum sérstaklega fyrir jákvætt og uppbyggilegt viðmót gagnvart Samtökum meðlagsgreiðenda og framlagi samtakanna til umræðunnar. Samtökin bíða átekta eftir frumvarpi til laga um nýjar húsnæðisbætur og hlakka til að eiga jákvætt og uppbyggilegt samstarf við stjórnvöld þegar umsagnaferli frumvarpsins hefst á Alþingi.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar