Sátt eða sundrung Reynir Erlingsson skrifar 14. júní 2012 06:00 Ég horfi á sundraða þjóð, meira sundraða en nokkurn tíma fyrr. Nánast hvar og hvert sem litið er eru erjur. Það er þyngra en tárum taki að örþjóð sem ekki telur nema rétt rúmlega 300 þúsund manns skuli ekki geta gert betur en raun ber vitni: Fjármálaöfl eru í átökum við skuldara, lífeyrisþegar við lífeyrissjóði, stjórnarliðar við stjórnarandstöðu, flokksbræður berjast, allir kæra alla ýmist fyrir meiðyrði eða annað og margs konar skaðabótamál eru viðhöfð. Ungt fólk flýr land og hafa fólksflutningar ekki mælst jafnmiklir í langan tíma, ef nokkurn tíma áður. Skattar hækka á meðan skattgreiðendum fækkar. Lífeyrissjóðir eiga ekki fyrir skuldbindingum á meðan lífeyrisþegum fjölgar. Heibrigðisþjónusta er skorin niður á meðan kröfur aukast um hið gagnstæða og læknum og sérfræðingum í heilbrigðikerfinu fækkar. Samhliða þessu fjölgar glæpum og ofbeldi. Hér er aðeins tæpt á örfáum augljósum atriðum sem hrjá okkur Íslendinga þessa stundina og blasa við daglega allt um kring. Undantekning er ef boðið er upp á jákvæðar fréttir í fjölmiðlum sem staðfestir andrúmsloftið í þjóðfélaginu. Ísland er stórkostlegt og fallegt land hvert sem litið er með miklar auðlindir, bæði til sjós og lands auk mannauðs. Er þjóðin að missa sjónar á þessu? Íslendingar hafa í gegnum tíðina haft þrek og þor til að takast á við hindranir og mótlæti og sigrast á ágjöfum. Það eru ekki mörg ár síðan við vorum í stríði við stórveldi og lögðum Breta að velli með því að verja auðlindir okkar úti fyrir ströndum landsins. Þá stóð öll þjóðin saman. Nú er því öðruvísi farið. Við erum í stríði innbyrðis, við okkur sjálf. Út af hverju? Einhverju sem við sjálf höfum kallað yfir okkur! Hvar stöndum við um þessar mundir?Sundruð þjóð! Þeir sem hér stjórna njóta ekki trausts. Hvort sem um er að ræða ríkisstjórn, löggjafann, eftirlitsstofnanir, embættismannakerfið eða fjármálastofnanir. Þetta vantraust breiðist út og smitar allt samfélagið sem aftur leiðir til óöryggis, vansældar og vanlíðan manna. Fólk er orðið örvæntingarfullt. Fleiri og fleiri gefast upp og missa trúna. Hér heyrast raddir um alþingiskosningar. Nýtt fólk og ný stjórnmálaöfl verða að komast að og leysa málin segja margir. Verður það til bóta? Ég held ekki og hef enga trú á því. Það er skammgóður vermir og breytir engu að efna til kosninga og e.t.v. hnika þannig til hlutföllum stjórnmálaafla á Alþingi Íslendinga. Hvað er til ráða?Við höfum möguleika á þjóðstjórn eða utanþingsstjórn sem hugsanlegu úrræði. Þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á Alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Utanþingsstjórn er ríkisstjórn skipuð mönnum sem sitja ekki á Alþingi. Þannig stjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á landi. Það var þegar Sveinn Björnsson var ríkisstjóri og leysti stjórnarkreppu í landinu árið 1942 með því að skipa utanþingsstjórn. Hún sat frá desember 1942 fram í október 1944. Nú ríkir víða kreppa á Íslandi, ekki bara stjórnarkreppa. Fyrsta og mikilvægasta verkefnið er að ná sátt um stjórn landsins. Stjórnmálaflokkar þurfa svo að ná vopnum sínum og endurvinna traust og virðingu kjósenda sinna. Það gerist ekki með kosningum, nýjum stjórnmálaöflum eða nýjum loforðum. Við höfum reynslu af slíku. Það sem vantar er vilji og þor. Ráðamenn þurfa að þora að horfast í augu við þá staðreynd að þeir ráða ekki við verkefnið, ráða ekki við stöðuna sem komin er upp í þjóðfélaginu. Ósættið er allsráðandi. Krafturinn og orkan sem býr í þjóðarsálinni mun losna úr læðingi og nýtast til athafna og sátta, þegar hún fær stjórn sem landinn treystir. Sátt við þjóðinaÞjóðstjórn eða utanþingsstjórn er eina raunhæfa leiðin eins og málið blasir við mér. Það þarf að ná þjóðarsátt. Það er forgangsmál og lykilatriði til að Ísland nái vopnum sínum. Allir bera einhverja ábyrgð á því sem orðið er og þarf hver og einn að horfa í eigin barm og spyrja hvað við getum lagt á vogarskálarnar til úrbóta. Það blasir við að allir þurfa að leggja sitt af mörkum svo hér náist sátt og þjóðin geti sameinast aftur. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér! Að sigra heiminn er eins og að spila á spil, Með spekinglegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði). Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, Því það er nefnilega vitlaust gefið." Steinn Steinarr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Ég horfi á sundraða þjóð, meira sundraða en nokkurn tíma fyrr. Nánast hvar og hvert sem litið er eru erjur. Það er þyngra en tárum taki að örþjóð sem ekki telur nema rétt rúmlega 300 þúsund manns skuli ekki geta gert betur en raun ber vitni: Fjármálaöfl eru í átökum við skuldara, lífeyrisþegar við lífeyrissjóði, stjórnarliðar við stjórnarandstöðu, flokksbræður berjast, allir kæra alla ýmist fyrir meiðyrði eða annað og margs konar skaðabótamál eru viðhöfð. Ungt fólk flýr land og hafa fólksflutningar ekki mælst jafnmiklir í langan tíma, ef nokkurn tíma áður. Skattar hækka á meðan skattgreiðendum fækkar. Lífeyrissjóðir eiga ekki fyrir skuldbindingum á meðan lífeyrisþegum fjölgar. Heibrigðisþjónusta er skorin niður á meðan kröfur aukast um hið gagnstæða og læknum og sérfræðingum í heilbrigðikerfinu fækkar. Samhliða þessu fjölgar glæpum og ofbeldi. Hér er aðeins tæpt á örfáum augljósum atriðum sem hrjá okkur Íslendinga þessa stundina og blasa við daglega allt um kring. Undantekning er ef boðið er upp á jákvæðar fréttir í fjölmiðlum sem staðfestir andrúmsloftið í þjóðfélaginu. Ísland er stórkostlegt og fallegt land hvert sem litið er með miklar auðlindir, bæði til sjós og lands auk mannauðs. Er þjóðin að missa sjónar á þessu? Íslendingar hafa í gegnum tíðina haft þrek og þor til að takast á við hindranir og mótlæti og sigrast á ágjöfum. Það eru ekki mörg ár síðan við vorum í stríði við stórveldi og lögðum Breta að velli með því að verja auðlindir okkar úti fyrir ströndum landsins. Þá stóð öll þjóðin saman. Nú er því öðruvísi farið. Við erum í stríði innbyrðis, við okkur sjálf. Út af hverju? Einhverju sem við sjálf höfum kallað yfir okkur! Hvar stöndum við um þessar mundir?Sundruð þjóð! Þeir sem hér stjórna njóta ekki trausts. Hvort sem um er að ræða ríkisstjórn, löggjafann, eftirlitsstofnanir, embættismannakerfið eða fjármálastofnanir. Þetta vantraust breiðist út og smitar allt samfélagið sem aftur leiðir til óöryggis, vansældar og vanlíðan manna. Fólk er orðið örvæntingarfullt. Fleiri og fleiri gefast upp og missa trúna. Hér heyrast raddir um alþingiskosningar. Nýtt fólk og ný stjórnmálaöfl verða að komast að og leysa málin segja margir. Verður það til bóta? Ég held ekki og hef enga trú á því. Það er skammgóður vermir og breytir engu að efna til kosninga og e.t.v. hnika þannig til hlutföllum stjórnmálaafla á Alþingi Íslendinga. Hvað er til ráða?Við höfum möguleika á þjóðstjórn eða utanþingsstjórn sem hugsanlegu úrræði. Þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á Alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Utanþingsstjórn er ríkisstjórn skipuð mönnum sem sitja ekki á Alþingi. Þannig stjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á landi. Það var þegar Sveinn Björnsson var ríkisstjóri og leysti stjórnarkreppu í landinu árið 1942 með því að skipa utanþingsstjórn. Hún sat frá desember 1942 fram í október 1944. Nú ríkir víða kreppa á Íslandi, ekki bara stjórnarkreppa. Fyrsta og mikilvægasta verkefnið er að ná sátt um stjórn landsins. Stjórnmálaflokkar þurfa svo að ná vopnum sínum og endurvinna traust og virðingu kjósenda sinna. Það gerist ekki með kosningum, nýjum stjórnmálaöflum eða nýjum loforðum. Við höfum reynslu af slíku. Það sem vantar er vilji og þor. Ráðamenn þurfa að þora að horfast í augu við þá staðreynd að þeir ráða ekki við verkefnið, ráða ekki við stöðuna sem komin er upp í þjóðfélaginu. Ósættið er allsráðandi. Krafturinn og orkan sem býr í þjóðarsálinni mun losna úr læðingi og nýtast til athafna og sátta, þegar hún fær stjórn sem landinn treystir. Sátt við þjóðinaÞjóðstjórn eða utanþingsstjórn er eina raunhæfa leiðin eins og málið blasir við mér. Það þarf að ná þjóðarsátt. Það er forgangsmál og lykilatriði til að Ísland nái vopnum sínum. Allir bera einhverja ábyrgð á því sem orðið er og þarf hver og einn að horfa í eigin barm og spyrja hvað við getum lagt á vogarskálarnar til úrbóta. Það blasir við að allir þurfa að leggja sitt af mörkum svo hér náist sátt og þjóðin geti sameinast aftur. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér! Að sigra heiminn er eins og að spila á spil, Með spekinglegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði). Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, Því það er nefnilega vitlaust gefið." Steinn Steinarr.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun