Þörf á skýrari stefnu – fyrsti þáttur – leiða þjóðina saman! Hannes Bjarnason skrifar 14. júní 2012 06:00 Eftir viðtal við mig í morgunútvarpi á Rás2 fyrir nokkru, voru fræðingar fengnir til að rýna í viðtalið. Fram komu nokkrar athugasemdir við framsögu mína og önnur góð gagnrýni. Gagnrýni tel ég af hinu góða því gagnrýni gefur okkur færi á því að sjá og skilja eigin orð og gjörðir í nýju ljósi og þannig öðlast ríkari skilning á eigin hegðun, málflutningi og framkomu. Þakka ég fyrir þau orð sem féllu í minn garð og geri ég nú tilraun til þess að skýra stefnu mína – því nefnt var að ég gæti verið mun skýrari. Fyrst vil ég ræða það hvernig forseti getur og á að stuðla að sátt í samfélaginu. Sem forseti mun ég leitast við að skapa sátt þar sem skálmöld ríkir, svo framarlega að það sé möguleiki á sáttum. Áfram myndi ég leitast við að byggja upp skilning á mismunandi sjónarmiðum hópa og einstaklinga þannig að af hlytist gagnkvæm virðing milli misleitra hópa í samfélaginu. Þó svo við séum ósammála um bæði menn og málefni þá eru andmælendur okkar ekki bjánar bara af því að þeir hafa aðrar skoðanir. Því miður virðist andinn í þjóðfélaginu vera svolítið þannig að ef þú ert ekki sammála mér þá ert þú bara bjáni. Það vantar rökræðuna. Þessa þróun í samfélaginu verðum við stöðva og snúa við. Þar er ekki nóg að forseti komi þar einn að verki – öll verðum við að leggja hönd á plóg og snúa þessari þróun hægt og rólega. Við þurfum svo sannarlega að fá fram mismunandi sjónarmið inn í samfélagsumræðuna svo við getum séð mál frá sem flestum hliðum og tekið upplýstar ákvarðanir. Þess vegna vil ég sem forseti taka mér það hlutverk að vinna að sátt hjá þjóðinni, virðingu og umburðarlyndi fyrir sjónarmiðum hvert annars. Það gerist oft eitthvað á milli fólks þegar það hittist, stendur augliti til auglitis og verður að standa við það sem það segir. Þess vegna vil ég byggja upp og skapa skilning milli hópa gegnum fundi. Fundi þar sem fólk getur rætt saman, látið í ljós skoðanir sínar og ekki minnst hlustað hvert á annað. Misleitir hópar verða að tala saman í umgjörð sem leyfir hispurslausa og opinskáa umræðu, í umhverfi þar sem fólk getur látið gamminn geysa og talað út um hlutina. Það er lykilatriði að þeim aðila, sem fer með fundarstjórnun sé treystandi og hann njóti virðingar. Ekki bara virðingar vegna þess að viðkomandi er forseti heldur vegna þess að hann hefur persónuleika þar sem siðferði, réttsýni, heiðarleiki og einlægni eru ríkjandi. Í slíku starfi skipta hæfileikar viðkomandi til að hlusta á fólk miklu máli. Í framhaldi af ofangreindu tel ég mikilvægt að undirstrika grundvallarmun á nokkrum af okkur forsetaframbjóðendunum. Mörg okkar vilja nálgast starf sáttasemjara út frá eins konar skilgreiningu á hlutleysi sem byggist á því að sáttasemjari eigi ekki að hafa skoðanir á hlutum. Þannig persóna eigi helst ekki að segja hvað henni finnst og alls ekki um pólitísk ágreiningsmál. Bara á þann hátt geti persóna tekið að sér hlutverk sáttasemjara. Þessu er ég algjörlega mótfallinn. Sáttasemjari á að segja hug sinn í öllum þeim málefnum sem hann er spurður um. Sáttasemjari á að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Þetta er grundvallaratriði þegar kemur að því að leiða fólk saman, því allir verða að vita hvað þeir sem sitja við borðið hafa með sér í farteskinu. Það er reynsla af mörgum verkefnum sem ég hef stjórnað að þegar fólk gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum þá er ómögulegt að komast upp á hjalla þar sem traust ríkir. Og ef það tekst ekki að skapa traust við sáttaborðið þá er illfært að ná fram sáttum. Forseti getur haft skoðanir á pólitískum málum og á að greina frá skoðunum sínum. Bara þannig getur hann komið hreint og beint fram. Að því sögðu þá verður forseti, sem tekur að sér hlutverk sáttasemjara, að hafa það sterka siðferðiskennd og vera svo staðfastur að hann falli ekki í þá gryfju að fara að vinna á bak við tjöldin til að hafa áhrif á pólitísk deilumál. Sem forseti íslensku þjóðarinnar mun ég með öðrum orðum vinna að sátt, samlyndi og umburðarlyndi fólks og hópa á milli með beinum afskiptum gegnum fundarhöld og viðtöl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðanir Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir viðtal við mig í morgunútvarpi á Rás2 fyrir nokkru, voru fræðingar fengnir til að rýna í viðtalið. Fram komu nokkrar athugasemdir við framsögu mína og önnur góð gagnrýni. Gagnrýni tel ég af hinu góða því gagnrýni gefur okkur færi á því að sjá og skilja eigin orð og gjörðir í nýju ljósi og þannig öðlast ríkari skilning á eigin hegðun, málflutningi og framkomu. Þakka ég fyrir þau orð sem féllu í minn garð og geri ég nú tilraun til þess að skýra stefnu mína – því nefnt var að ég gæti verið mun skýrari. Fyrst vil ég ræða það hvernig forseti getur og á að stuðla að sátt í samfélaginu. Sem forseti mun ég leitast við að skapa sátt þar sem skálmöld ríkir, svo framarlega að það sé möguleiki á sáttum. Áfram myndi ég leitast við að byggja upp skilning á mismunandi sjónarmiðum hópa og einstaklinga þannig að af hlytist gagnkvæm virðing milli misleitra hópa í samfélaginu. Þó svo við séum ósammála um bæði menn og málefni þá eru andmælendur okkar ekki bjánar bara af því að þeir hafa aðrar skoðanir. Því miður virðist andinn í þjóðfélaginu vera svolítið þannig að ef þú ert ekki sammála mér þá ert þú bara bjáni. Það vantar rökræðuna. Þessa þróun í samfélaginu verðum við stöðva og snúa við. Þar er ekki nóg að forseti komi þar einn að verki – öll verðum við að leggja hönd á plóg og snúa þessari þróun hægt og rólega. Við þurfum svo sannarlega að fá fram mismunandi sjónarmið inn í samfélagsumræðuna svo við getum séð mál frá sem flestum hliðum og tekið upplýstar ákvarðanir. Þess vegna vil ég sem forseti taka mér það hlutverk að vinna að sátt hjá þjóðinni, virðingu og umburðarlyndi fyrir sjónarmiðum hvert annars. Það gerist oft eitthvað á milli fólks þegar það hittist, stendur augliti til auglitis og verður að standa við það sem það segir. Þess vegna vil ég byggja upp og skapa skilning milli hópa gegnum fundi. Fundi þar sem fólk getur rætt saman, látið í ljós skoðanir sínar og ekki minnst hlustað hvert á annað. Misleitir hópar verða að tala saman í umgjörð sem leyfir hispurslausa og opinskáa umræðu, í umhverfi þar sem fólk getur látið gamminn geysa og talað út um hlutina. Það er lykilatriði að þeim aðila, sem fer með fundarstjórnun sé treystandi og hann njóti virðingar. Ekki bara virðingar vegna þess að viðkomandi er forseti heldur vegna þess að hann hefur persónuleika þar sem siðferði, réttsýni, heiðarleiki og einlægni eru ríkjandi. Í slíku starfi skipta hæfileikar viðkomandi til að hlusta á fólk miklu máli. Í framhaldi af ofangreindu tel ég mikilvægt að undirstrika grundvallarmun á nokkrum af okkur forsetaframbjóðendunum. Mörg okkar vilja nálgast starf sáttasemjara út frá eins konar skilgreiningu á hlutleysi sem byggist á því að sáttasemjari eigi ekki að hafa skoðanir á hlutum. Þannig persóna eigi helst ekki að segja hvað henni finnst og alls ekki um pólitísk ágreiningsmál. Bara á þann hátt geti persóna tekið að sér hlutverk sáttasemjara. Þessu er ég algjörlega mótfallinn. Sáttasemjari á að segja hug sinn í öllum þeim málefnum sem hann er spurður um. Sáttasemjari á að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Þetta er grundvallaratriði þegar kemur að því að leiða fólk saman, því allir verða að vita hvað þeir sem sitja við borðið hafa með sér í farteskinu. Það er reynsla af mörgum verkefnum sem ég hef stjórnað að þegar fólk gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum þá er ómögulegt að komast upp á hjalla þar sem traust ríkir. Og ef það tekst ekki að skapa traust við sáttaborðið þá er illfært að ná fram sáttum. Forseti getur haft skoðanir á pólitískum málum og á að greina frá skoðunum sínum. Bara þannig getur hann komið hreint og beint fram. Að því sögðu þá verður forseti, sem tekur að sér hlutverk sáttasemjara, að hafa það sterka siðferðiskennd og vera svo staðfastur að hann falli ekki í þá gryfju að fara að vinna á bak við tjöldin til að hafa áhrif á pólitísk deilumál. Sem forseti íslensku þjóðarinnar mun ég með öðrum orðum vinna að sátt, samlyndi og umburðarlyndi fólks og hópa á milli með beinum afskiptum gegnum fundarhöld og viðtöl.
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun