Bláu augun þín Jóhannes Kári Kristinsson skrifar 15. júní 2012 06:00 Augu margra Íslendinga þola illa sólarljós. Geislar sólarinnar eru oft sterkir hér á landi og sólin liggur oft lágt á lofti, sem þýðir að geislarnir fara beint í augu. Sjómenn verða einnig fyrir miklu endurkasti sólarinnar af haffletinum og útivistarfólk af snjó. Vegna mikillar umræðu um áhrif sólarljóss á húð er fólk almennt farið að nota sólarvörn á sólríkum stöðum. Minna hefur verið rætt um mikilvægi þess að nota sólgleraugu til að hlífa augunum. Staðreyndin er þó sú, að ef það er einhver sem þarf á sólarvörn fyrir augun að halda, þá er það hinn dæmigerði ljóseygi Íslendingur. Íslendingar eru oft með gráblá augu, sem þýðir einfaldlega að lítið er af litarefni í lithimnu augans. Svertingjar eru með margfalt meira litarefni í lithimnunni, sem gerir augu þeirra dökkbrún. Slík augu hlífa augasteininum og sjónhimnunni fyrir stórum hluta geislunarinnar. Bláu augun gera það miklu síður. Litarefni í augnbotnum (sjónhimnu) tekur til sín sólarljós. Á sama hátt er miklu minna af litarefni í augum ljóshærðra eða skolhærðra heldur en í augum þeirra sem eru með dökkt hár og sérstaklega þeirra sem eru þeldökkir. Hinir ósýnilegu útfjólubláu (UV) geislar sólarinnar eru helstu skaðvaldarnir. Þeir geta valdið bruna á yfirborði augans, ekkert ósvipað sólarbruna. Þeir sem hafa fengið svokallaða snjóblindu eða rafsuðublindu þekkja þetta og gleyma því aldrei, þar sem sársaukinn er gríðarlegur til viðbótar tímabundinni sjónskerðingu sem af því hlýst. Þetta gerist t.d. hjá þeim sem nota ekki geislavörn á meðan þeir eru að rafsjóða eða uppi á jökli. Allir þekkja það að það má ekki horfa beint í sól, þar sem það getur skaðað sjónhimnu og valdið blindu. Langvarandi útfjólublá geislun er líka varasöm. Augnlok geta orðið fyrir skaða eins og húð annars staðar á líkamanum. Hrukkur myndast auðveldlega í þunnri, viðkvæmri húðinni í kringum augun og hefur það aukist mjög að augnlæknar og lýtalæknar sprauti botox í svæðin til að minnka hrukkur og skera burt húðfellingar. Í sumum tilvikum getur krabbamein myndast á augnlokum, oftast á hvarmi. Stundum er hægt að nema það brott án þess að valda meiru en minniháttar óreglu í augnlokinu, en fyrir kemur að stærri útlitsgalli verður eftir. Þá getur verið erfitt að loka auganu, sem leiðir til þess augað verður þurrt og jafnvel borið skaða af. Langvarandi geislun frá sólinni getur líka valdið því að óeðlilegur vöxtur verði frá slímhimnu yfir á hornhimnuna. Þá myndast gráhvítur þríhyrningur inn á hornhimnu sem kallað er „pterygium", eða hornhimnuvængur á íslensku. Þessi vefur verður oft rauður og talsvert útlitslýti á auganu. Þetta er ekki algengt hér á landi en sést oftar í sólríkum löndum nær miðbaug. Augasteinninn er viðkvæmur fyrir sólarljósi. Ský á augasteini myndast oftar og fyrr hjá þeim sem eru í mikilli sól. Nýleg íslensk augnrannsókn leiddi þetta m.a. í ljós. Sjónhimnan er einnig viðkvæm fyrir sól, og er aldursbundin augnbotnahrörnun (macular degeneration) mun algengari hjá þeim sem hafa fengið mikla geislun í auga. Ský á augasteini og aldursbundin augnbotnahrörnun valda sjónskerðingu og jafnvel blindu. Hægt er að nema brott ský á augasteini, en aldursbundin augnbotnahrörnun er erfiðari viðfangs, þótt ýmis meðferðarúrræði hafi komið fram á undanförnum árum. Best er þó að fyrirbyggja skaða á augum, ekki síst þar sem margar skemmdir eru óafturkræfar. Hvetja þarf börn til að nota sólgleraugu, þar sem stór hluti þessara skaða er uppsafnaðar skemmdir á vefjum augans. Nokkrar rannsóknir á Vesturlöndum hafa leitt í ljós að meir en helmingur barna notar aldrei sólgleraugu. Hvetja þarf til meiri sólgleraugnanotkunar hjá börnum, ekki síður en að vernda húð þeirra fyrir sólargeislum með sólarvörn. Bent skal á að ýmis lyf, s.s. sýklalyf, getnaðarvarnarpillan, róandi lyf og ýmis lyf sem notuð eru til að meðhöndla psoriasis og bólusjúkdóma í húð (acne) geta aukið á skaða sólarinnar bæði í húð og í augum. Góðir Íslendingar: Notið sólgleraugu og hvetjið börnin til að nota þau líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Augu margra Íslendinga þola illa sólarljós. Geislar sólarinnar eru oft sterkir hér á landi og sólin liggur oft lágt á lofti, sem þýðir að geislarnir fara beint í augu. Sjómenn verða einnig fyrir miklu endurkasti sólarinnar af haffletinum og útivistarfólk af snjó. Vegna mikillar umræðu um áhrif sólarljóss á húð er fólk almennt farið að nota sólarvörn á sólríkum stöðum. Minna hefur verið rætt um mikilvægi þess að nota sólgleraugu til að hlífa augunum. Staðreyndin er þó sú, að ef það er einhver sem þarf á sólarvörn fyrir augun að halda, þá er það hinn dæmigerði ljóseygi Íslendingur. Íslendingar eru oft með gráblá augu, sem þýðir einfaldlega að lítið er af litarefni í lithimnu augans. Svertingjar eru með margfalt meira litarefni í lithimnunni, sem gerir augu þeirra dökkbrún. Slík augu hlífa augasteininum og sjónhimnunni fyrir stórum hluta geislunarinnar. Bláu augun gera það miklu síður. Litarefni í augnbotnum (sjónhimnu) tekur til sín sólarljós. Á sama hátt er miklu minna af litarefni í augum ljóshærðra eða skolhærðra heldur en í augum þeirra sem eru með dökkt hár og sérstaklega þeirra sem eru þeldökkir. Hinir ósýnilegu útfjólubláu (UV) geislar sólarinnar eru helstu skaðvaldarnir. Þeir geta valdið bruna á yfirborði augans, ekkert ósvipað sólarbruna. Þeir sem hafa fengið svokallaða snjóblindu eða rafsuðublindu þekkja þetta og gleyma því aldrei, þar sem sársaukinn er gríðarlegur til viðbótar tímabundinni sjónskerðingu sem af því hlýst. Þetta gerist t.d. hjá þeim sem nota ekki geislavörn á meðan þeir eru að rafsjóða eða uppi á jökli. Allir þekkja það að það má ekki horfa beint í sól, þar sem það getur skaðað sjónhimnu og valdið blindu. Langvarandi útfjólublá geislun er líka varasöm. Augnlok geta orðið fyrir skaða eins og húð annars staðar á líkamanum. Hrukkur myndast auðveldlega í þunnri, viðkvæmri húðinni í kringum augun og hefur það aukist mjög að augnlæknar og lýtalæknar sprauti botox í svæðin til að minnka hrukkur og skera burt húðfellingar. Í sumum tilvikum getur krabbamein myndast á augnlokum, oftast á hvarmi. Stundum er hægt að nema það brott án þess að valda meiru en minniháttar óreglu í augnlokinu, en fyrir kemur að stærri útlitsgalli verður eftir. Þá getur verið erfitt að loka auganu, sem leiðir til þess augað verður þurrt og jafnvel borið skaða af. Langvarandi geislun frá sólinni getur líka valdið því að óeðlilegur vöxtur verði frá slímhimnu yfir á hornhimnuna. Þá myndast gráhvítur þríhyrningur inn á hornhimnu sem kallað er „pterygium", eða hornhimnuvængur á íslensku. Þessi vefur verður oft rauður og talsvert útlitslýti á auganu. Þetta er ekki algengt hér á landi en sést oftar í sólríkum löndum nær miðbaug. Augasteinninn er viðkvæmur fyrir sólarljósi. Ský á augasteini myndast oftar og fyrr hjá þeim sem eru í mikilli sól. Nýleg íslensk augnrannsókn leiddi þetta m.a. í ljós. Sjónhimnan er einnig viðkvæm fyrir sól, og er aldursbundin augnbotnahrörnun (macular degeneration) mun algengari hjá þeim sem hafa fengið mikla geislun í auga. Ský á augasteini og aldursbundin augnbotnahrörnun valda sjónskerðingu og jafnvel blindu. Hægt er að nema brott ský á augasteini, en aldursbundin augnbotnahrörnun er erfiðari viðfangs, þótt ýmis meðferðarúrræði hafi komið fram á undanförnum árum. Best er þó að fyrirbyggja skaða á augum, ekki síst þar sem margar skemmdir eru óafturkræfar. Hvetja þarf börn til að nota sólgleraugu, þar sem stór hluti þessara skaða er uppsafnaðar skemmdir á vefjum augans. Nokkrar rannsóknir á Vesturlöndum hafa leitt í ljós að meir en helmingur barna notar aldrei sólgleraugu. Hvetja þarf til meiri sólgleraugnanotkunar hjá börnum, ekki síður en að vernda húð þeirra fyrir sólargeislum með sólarvörn. Bent skal á að ýmis lyf, s.s. sýklalyf, getnaðarvarnarpillan, róandi lyf og ýmis lyf sem notuð eru til að meðhöndla psoriasis og bólusjúkdóma í húð (acne) geta aukið á skaða sólarinnar bæði í húð og í augum. Góðir Íslendingar: Notið sólgleraugu og hvetjið börnin til að nota þau líka.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun