Segðu satt Ólafur Ragnar Ásdís Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2012 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson á við erfiðan andstæðing að etja í kosningabaráttunni. Sjálfan sig. Þegar hann tilkynnti um framboð sitt þann 4. mars lét hann eftirfarandi orð falla: „Og eftir þónokkra umhugsun þá var það niðurstaða mín að verða við þessum óskum en þó með þeim fyrirvara eins og ég nefni í yfirlýsingunni að þegar vonandi allt verður orðið stöðugra og kyrrð hefur færst yfir, bæði varðandi stjórnskipun og stöðu mála í landinu, þá hafi menn á því skilning að ég muni þá ekki sitja út allt næsta kjörtímabil og forsetakosningar fari þá fram fyrr en ella." Í frétt Höskuldar Kára Schram á Stöð tvö um kvöldið var sagt að Ólafur Ragnar ætlaði að hætta á „miðju kjörtímabili". Ummæli Ólafs hér að framan voru svo spiluð í frétt Björns Malmquist í Ríkissjónvarpinu hálftíma eftir að fréttin birtist á Stöð tvö. Aðrir miðlar fylgdu í kjölfarið og ljóst af umræðum næstu daga, hvort sem var í netheimum eða útvarpsþáttum, að menn túlkuðu orð forsetans þannig að hann ætlaði hugsanlega að hætta áður en kjörtímabilið væri úti. Staðreyndirnar liggja blákaldar fyrir. Það var Ólafur Ragnar sjálfur sem setti þennan fyrirvara við framboð sitt, bæði í viðtölum, og eins í skriflegri yfirlýsingu sem birtist víða, meðal annars á mbl.is. Nokkrum vikum síðar var komið annað hljóð í strokkinn. Þá brást Ólafur Ragnar við eigin orðum á afar sérkennilegan hátt. Í viðtali við Sigurjón Egilsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þann 13. maí þóttist Ólafur ekkert kannast við þau. Hann þvertók fyrir að hafa nefnt þann möguleika að hann myndi ekki sitja út kjörtímabilið ef hann næði kjöri. Það væri ekki nema ef íslenska þjóðin vildi velja sér nýjan forseta, þegar hér hefði náðst stöðugleiki, að hann myndi sýna þeirri ósk skilning og stíga til hliðar. Ólafur lét sér ekki nægja að snúa út úr eigin yfirlýsingu í umræddu viðtali. Hann réðst gegn maka Þóru Arnórsdóttur, Svavari Halldórssyni fréttamanni, með dylgjum um að Svavar hefði búið til þá sögu að Ólafur ætlaði sér ekki endilega að klára kjörtímabilið. Það átti hann að hafa gert í frétt þann 20. mars, hálfum mánuði eftir yfirlýsingu Ólafs, sem fjölmiðlar landsins greindu frá. Allir virtust þeir skilja Ólaf á sama hátt og Stöð 2 og RÚV, þ.e. að hann myndi ekki endilega sitja til loka kjörtímabilsins næði hann kjöri. Þóra Arnórsdóttir er sá mótframbjóðandi sitjandi forseta sem notið hefur mests fylgis og þ.a.l. sá frambjóðandi sem hann hefur talað mest gegn í kosningabaráttunni. Í þessu tilviki er þó ekki um eðlilega gagnrýni á mótframbjóðanda að ræða heldur alvarlegar ásakanir sem ekki eru á rökum reistar. Ólafur sagði Svavar hafa misnotað fréttastofuna og Ríkisútvarpið. Þessu mótmæltu bæði fréttastjóri og útvarpsstjóri þegar þeir voru spurðir út í ummæli Ólafs Ragnars og sögðu þau fráleit. Áróðurinn, eins og Ólafur Ragnar kaus að kalla fréttaflutninginn, fólst nefnilega eingöngu í því að spila aftur hans eigin orð. Hvergi var minnst á tvö ár í frétt RÚV eins og Ólafur Ragnar fullyrti á Sprengisandi. Þetta hlýtur að teljast hámark ósvífninnar: Ekki aðeins að afneita eigin orðum, heldur að saka Svavar Halldórsson um að hafa búið þau til og misnotað með því fréttastofu RÚV í þágu konu sinnar. Sem sagt alger viðsnúningur staðreynda. Hver sem er getur kynnt sér málið þar sem bæði fréttin og Sprengisandsviðtalið eru aðgengileg á internetinu. Sömuleiðis ættu allir að kynna sér viðbrögð Ólafs Ragnars þegar hann var inntur eftir útskýringum á þessari þversögn í málflutningi sínum og þar mæli ég sérstaklega með viðtali Stígs Helgasonar sem birt var í Fréttablaðinu 27. maí. Íslenska þjóðin er enn að gera upp hrunið 2008. Kjörnir fulltrúar okkar brugðust. Blind trú, óheilindi og blekkingar drógu okkur ofan í fen sem við erum enn að basla við að komast upp úr. Komandi forsetakosningar geta orðið vendipunktur í því nauðsynlega uppgjöri. Forsetinn er starfsmaður þjóðarinnar og kosningabaráttan er atvinnuviðtalið. Ég geri þá kröfu að það fólk sem við kjósum til trúnaðarstarfa fyrir okkur hafi hreinan skjöld, sé heiðarlegt og réttsýnt. Lágmarkskrafa er að það segi satt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson á við erfiðan andstæðing að etja í kosningabaráttunni. Sjálfan sig. Þegar hann tilkynnti um framboð sitt þann 4. mars lét hann eftirfarandi orð falla: „Og eftir þónokkra umhugsun þá var það niðurstaða mín að verða við þessum óskum en þó með þeim fyrirvara eins og ég nefni í yfirlýsingunni að þegar vonandi allt verður orðið stöðugra og kyrrð hefur færst yfir, bæði varðandi stjórnskipun og stöðu mála í landinu, þá hafi menn á því skilning að ég muni þá ekki sitja út allt næsta kjörtímabil og forsetakosningar fari þá fram fyrr en ella." Í frétt Höskuldar Kára Schram á Stöð tvö um kvöldið var sagt að Ólafur Ragnar ætlaði að hætta á „miðju kjörtímabili". Ummæli Ólafs hér að framan voru svo spiluð í frétt Björns Malmquist í Ríkissjónvarpinu hálftíma eftir að fréttin birtist á Stöð tvö. Aðrir miðlar fylgdu í kjölfarið og ljóst af umræðum næstu daga, hvort sem var í netheimum eða útvarpsþáttum, að menn túlkuðu orð forsetans þannig að hann ætlaði hugsanlega að hætta áður en kjörtímabilið væri úti. Staðreyndirnar liggja blákaldar fyrir. Það var Ólafur Ragnar sjálfur sem setti þennan fyrirvara við framboð sitt, bæði í viðtölum, og eins í skriflegri yfirlýsingu sem birtist víða, meðal annars á mbl.is. Nokkrum vikum síðar var komið annað hljóð í strokkinn. Þá brást Ólafur Ragnar við eigin orðum á afar sérkennilegan hátt. Í viðtali við Sigurjón Egilsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þann 13. maí þóttist Ólafur ekkert kannast við þau. Hann þvertók fyrir að hafa nefnt þann möguleika að hann myndi ekki sitja út kjörtímabilið ef hann næði kjöri. Það væri ekki nema ef íslenska þjóðin vildi velja sér nýjan forseta, þegar hér hefði náðst stöðugleiki, að hann myndi sýna þeirri ósk skilning og stíga til hliðar. Ólafur lét sér ekki nægja að snúa út úr eigin yfirlýsingu í umræddu viðtali. Hann réðst gegn maka Þóru Arnórsdóttur, Svavari Halldórssyni fréttamanni, með dylgjum um að Svavar hefði búið til þá sögu að Ólafur ætlaði sér ekki endilega að klára kjörtímabilið. Það átti hann að hafa gert í frétt þann 20. mars, hálfum mánuði eftir yfirlýsingu Ólafs, sem fjölmiðlar landsins greindu frá. Allir virtust þeir skilja Ólaf á sama hátt og Stöð 2 og RÚV, þ.e. að hann myndi ekki endilega sitja til loka kjörtímabilsins næði hann kjöri. Þóra Arnórsdóttir er sá mótframbjóðandi sitjandi forseta sem notið hefur mests fylgis og þ.a.l. sá frambjóðandi sem hann hefur talað mest gegn í kosningabaráttunni. Í þessu tilviki er þó ekki um eðlilega gagnrýni á mótframbjóðanda að ræða heldur alvarlegar ásakanir sem ekki eru á rökum reistar. Ólafur sagði Svavar hafa misnotað fréttastofuna og Ríkisútvarpið. Þessu mótmæltu bæði fréttastjóri og útvarpsstjóri þegar þeir voru spurðir út í ummæli Ólafs Ragnars og sögðu þau fráleit. Áróðurinn, eins og Ólafur Ragnar kaus að kalla fréttaflutninginn, fólst nefnilega eingöngu í því að spila aftur hans eigin orð. Hvergi var minnst á tvö ár í frétt RÚV eins og Ólafur Ragnar fullyrti á Sprengisandi. Þetta hlýtur að teljast hámark ósvífninnar: Ekki aðeins að afneita eigin orðum, heldur að saka Svavar Halldórsson um að hafa búið þau til og misnotað með því fréttastofu RÚV í þágu konu sinnar. Sem sagt alger viðsnúningur staðreynda. Hver sem er getur kynnt sér málið þar sem bæði fréttin og Sprengisandsviðtalið eru aðgengileg á internetinu. Sömuleiðis ættu allir að kynna sér viðbrögð Ólafs Ragnars þegar hann var inntur eftir útskýringum á þessari þversögn í málflutningi sínum og þar mæli ég sérstaklega með viðtali Stígs Helgasonar sem birt var í Fréttablaðinu 27. maí. Íslenska þjóðin er enn að gera upp hrunið 2008. Kjörnir fulltrúar okkar brugðust. Blind trú, óheilindi og blekkingar drógu okkur ofan í fen sem við erum enn að basla við að komast upp úr. Komandi forsetakosningar geta orðið vendipunktur í því nauðsynlega uppgjöri. Forsetinn er starfsmaður þjóðarinnar og kosningabaráttan er atvinnuviðtalið. Ég geri þá kröfu að það fólk sem við kjósum til trúnaðarstarfa fyrir okkur hafi hreinan skjöld, sé heiðarlegt og réttsýnt. Lágmarkskrafa er að það segi satt.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar