Enn birtir til í efnahagslífinu Steingrímur J. Sigfússon skrifar 23. júní 2012 06:00 Atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi. Þetta kom skýrt fram í nýlegum tölum Vinnumálastofnunar þar sem skráð atvinnuleysi var 5,6% í maímánuði. Stofnunin gerir ráð fyrir að í júní fari atvinnuleysi niður í 4,6-5,0%. Ný vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í maí staðfestir einnig að staðan á vinnumarkaðnum hefur batnað. Í nýliðnum maí voru til að mynda 5.100 fleiri í störfum samanborið við maímánuð fyrir ári. Ef borið er saman við maí 2010 nemur fjölgunin 8.700 störfum. Gögn Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að atvinnuþátttakan fer nú vaxandi á ný. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir komandi mánuði. Það jákvæða við vinnumarkaðsupplýsingarnar nú er að batinn er sýnilegur bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggðinni og einnig fækkar bæði konum og körlum á atvinnuleysisskrá. Því má segja að efnahagsbatinn sé nú greinilegri og sýnilegri á mun fleiri sviðum atvinnulífsins en við sáum áður. Krónan styrkist – verðbólga mun lækkaAukin umsvif í hagkerfinu birtast víða þessa dagana. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu og fjölmörg gistirými bæst við víða um land. Annatíminn í ferðaþjónustunni er byrjaður og kallar það á mörg störf í fjölmörgum þjónustugreinum. Líklegt er að aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sé nú þegar byrjaður að hafa áhrif á gengi krónunnar. Fleira kemur þó til – þannig má reikna með því að fyrirframgreiðsla Landsbankans til skilanefndar gamla Landsbankans muni létta á þrýstingi til veikingar á gengi krónunnar. Krónan hefur styrkst undanfarið – það mun hafa áhrif til lækkunar á verðbólgu. Auk þess hefur olíuverð einnig gefið eftir á erlendum mörkuðum og því ætti bensínverð að geta lækkað frekar á næstunni vegna þessa. Verðbólguhorfur hafa því batnað talsvert síðustu vikur. Sjávarútvegurinn kraftmikillAflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæpa 10 ma.kr (+26%) á fyrsta fjórðungi ársins. Tæplega helmingur þessarar aukningar skýrist af auknum loðnuafla en verðmæti þorsks og karfa jókst einnig umtalsvert. Makrílvertíðin er nú hafin og fer þokkalega af stað. Allt þetta bendir til þess að umsvif og afkoma í sjávarútvegi geti orðið mjög góð á yfirstandandi ári. Þrátt fyrir óvissu á erlendum mörkuðum hefur afurðaverð á heildina litið haldist hátt. Nýleg ráðgjöf Hafró um helstu nytjastofna gefur vísbendingar um að næstu ár verði gjöful fyrir sjávarútveginn. Bankar selja eignirÁ síðustu mánuðum hafa bankarnir haldið áfram að selja frá sér eignir sem þeir yfirtóku við hrunið. Viðskiptalífið er með því smám saman að komast í eðlilegra horf. Það er jákvæð þróun. Nýjasta dæmið er sala Landsbankans á fasteignafélaginu Regin og væntanleg skráning þess í Kauphöllina. Fleiri skráningar í Kauphöllina eru fyrirhugaðar á næstunni sem fjölgar kostum lífeyrissjóða og annarra fjárfesta. Batinn augljósari með hverjum mánuði sem líðurFjölmargir hagvísar úr ólíkum áttum staðfesta að batinn og forsendur hans eru traustari en margir hafa talið allt til þessa. Þar með dregur úr óvissu. Aukinn stöðugleiki er því að mínu mati að færast yfir þjóðlífið. Tal um mikla óvissu nú er því sérkennilegt þegar hagtölur eru skoðaðar og sérstaklega þegar litið er til baka og haft í huga út úr hvaða aðstæðum við erum hægt og bítandi að vinna okkur. Óvissan um þróun mála í Evrópu og heimsbúskapnum er helsta áhyggjuefnið nú um stundir. Við það fáum við Íslendingar hins vegar litlu ráðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi. Þetta kom skýrt fram í nýlegum tölum Vinnumálastofnunar þar sem skráð atvinnuleysi var 5,6% í maímánuði. Stofnunin gerir ráð fyrir að í júní fari atvinnuleysi niður í 4,6-5,0%. Ný vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í maí staðfestir einnig að staðan á vinnumarkaðnum hefur batnað. Í nýliðnum maí voru til að mynda 5.100 fleiri í störfum samanborið við maímánuð fyrir ári. Ef borið er saman við maí 2010 nemur fjölgunin 8.700 störfum. Gögn Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að atvinnuþátttakan fer nú vaxandi á ný. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir komandi mánuði. Það jákvæða við vinnumarkaðsupplýsingarnar nú er að batinn er sýnilegur bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggðinni og einnig fækkar bæði konum og körlum á atvinnuleysisskrá. Því má segja að efnahagsbatinn sé nú greinilegri og sýnilegri á mun fleiri sviðum atvinnulífsins en við sáum áður. Krónan styrkist – verðbólga mun lækkaAukin umsvif í hagkerfinu birtast víða þessa dagana. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu og fjölmörg gistirými bæst við víða um land. Annatíminn í ferðaþjónustunni er byrjaður og kallar það á mörg störf í fjölmörgum þjónustugreinum. Líklegt er að aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sé nú þegar byrjaður að hafa áhrif á gengi krónunnar. Fleira kemur þó til – þannig má reikna með því að fyrirframgreiðsla Landsbankans til skilanefndar gamla Landsbankans muni létta á þrýstingi til veikingar á gengi krónunnar. Krónan hefur styrkst undanfarið – það mun hafa áhrif til lækkunar á verðbólgu. Auk þess hefur olíuverð einnig gefið eftir á erlendum mörkuðum og því ætti bensínverð að geta lækkað frekar á næstunni vegna þessa. Verðbólguhorfur hafa því batnað talsvert síðustu vikur. Sjávarútvegurinn kraftmikillAflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæpa 10 ma.kr (+26%) á fyrsta fjórðungi ársins. Tæplega helmingur þessarar aukningar skýrist af auknum loðnuafla en verðmæti þorsks og karfa jókst einnig umtalsvert. Makrílvertíðin er nú hafin og fer þokkalega af stað. Allt þetta bendir til þess að umsvif og afkoma í sjávarútvegi geti orðið mjög góð á yfirstandandi ári. Þrátt fyrir óvissu á erlendum mörkuðum hefur afurðaverð á heildina litið haldist hátt. Nýleg ráðgjöf Hafró um helstu nytjastofna gefur vísbendingar um að næstu ár verði gjöful fyrir sjávarútveginn. Bankar selja eignirÁ síðustu mánuðum hafa bankarnir haldið áfram að selja frá sér eignir sem þeir yfirtóku við hrunið. Viðskiptalífið er með því smám saman að komast í eðlilegra horf. Það er jákvæð þróun. Nýjasta dæmið er sala Landsbankans á fasteignafélaginu Regin og væntanleg skráning þess í Kauphöllina. Fleiri skráningar í Kauphöllina eru fyrirhugaðar á næstunni sem fjölgar kostum lífeyrissjóða og annarra fjárfesta. Batinn augljósari með hverjum mánuði sem líðurFjölmargir hagvísar úr ólíkum áttum staðfesta að batinn og forsendur hans eru traustari en margir hafa talið allt til þessa. Þar með dregur úr óvissu. Aukinn stöðugleiki er því að mínu mati að færast yfir þjóðlífið. Tal um mikla óvissu nú er því sérkennilegt þegar hagtölur eru skoðaðar og sérstaklega þegar litið er til baka og haft í huga út úr hvaða aðstæðum við erum hægt og bítandi að vinna okkur. Óvissan um þróun mála í Evrópu og heimsbúskapnum er helsta áhyggjuefnið nú um stundir. Við það fáum við Íslendingar hins vegar litlu ráðið.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar