Við kusum hana Birna Anna Björnsdóttir skrifar 23. júní 2012 13:00 Þeir Íslendingar sem hafa búið í útlöndum, eða hafa hreinlega farið til útlanda, vita vel í hvaða hlutverki maður er sem Íslendingur á erlendri grund. Maður er fyrirbæri, fyrsti Íslendingur sem langflestir hafa hitt, og allt í einu orðinn doktor í gróðurfari, sólargangi, índítónlist, erfðafræði, málvísindum, leiðarkerfi Icelandair og hnattrænum efnahagsmálum. Maður leggur sig fram við að virðast ferskur þegar maður í skrilljónasta sinn staðfestir það að jú jú, það sé vissulega Ísland sem sé grænt og Grænland "icy" og að tungumálið okkar kallist íslenska, já dáldið fyndið einmitt, og að við séum bara rétt rúmlega 300.000. Allt landið. Í alvöru. Eitt sem ég þreytist þó aldrei á að ræða og útskýra og boða eins og ég sé farandprestur á prósentum, er staða jafnréttismála á Íslandi. Og ber þar fyrst og hæst fæðingarorlof mæðra og feðra. Nú veit ég auðvitað að Ísland er ekki fullkomið þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en á heimsvísu tilheyrum við nú samt lánsömum lúxushópi örfárra landa þar sem velferðarkerfi búa svo að fólki að konur og karlar eiga raunverulega jafnan séns án þess að þurfa að fórna starfsframa fyrir barneignir eða barneignum fyrir starfsframa. Þegar ég lýsi fæðingarorlofsreglum fyrir fólki hér í Bandaríkjunum, gapir það eins og ég sé að lýsa framandi plánetu þar sem allt er fallegt og rétt og gott. Svo dettur það niður á jörðina og muldrar ofan í hálsmálið, jájá, þetta er auðvitað útópía. Þegar ég hóf skólagöngu mína fyrir um 30 árum var það einmitt hér í Bandaríkjunum. Við systir mín vorum ekki bara einu Íslendingarnir í skólanum okkar heldur einu útlendingarnir. Við fengum fyrir vikið ágætis athygli og vorum stundum beðnar að deila því sem var öðruvísi og merkilegt við Ísland. Það fyrsta sem ég sagði öllum sem heyra vildu var að á Íslandi væri kona forseti. Ég teiknaði mynd af Vigdísi Finnbogadóttur og fór með hana í skólann. Ég sagði fólki að á Íslandi væru konur og karlar alveg jöfn, við værum alveg rosalega heppin með það. En við vorum ekki bara heppin, við kusum hana. Þessi litla, ruglaða og stórhuga þjóð var fyrst í heimi til að geta sagt, við kusum hana. Og nú þegar ég segi fólki hér í New York frá því að eftir rétt um viku séu forsetakosningar á Íslandi og að helsta ógnin við sitjandi forseta sé jafnaldra mín sem hafi verið ólétt af sínu þriðja barni þegar hún tilkynnti um framboð sitt fyrir um tveimur mánuðum og að í millitíðinni hafi hún eignast barnið og að maðurinn hennar muni taka sitt fæðingarorlof og fara síðan í leyfi til að sjá um barnið og börnin nái hún kjöri, og nei nei, hann sé alls ekkert svo óvenjulegur íslenskur karlmaður þó mikill gæðanáungi sé, þetta þyki allt bara frekar eðilegt og gott og blessað á Íslandi, þá fæ ég sama svip og þegar ég held fæðingarorlofsræðuna, þennan jájá, þið-búið-í-einhverskonar-geimveruútópíu-þarna-á-Íslandi-svip. Þegar ég bæti því síðan við að þessi kona hafi ógnað sitjandi forseta svo með framboði sínu að hann hafi, eftir 16 ár í embætti, þar sem hann hefur lagt sig fram við að vera landsföðurlegur og yfir dægurþras hafinn, dottið niður á hrikalegt plan skítkasts og gremju, rangfærslna og þversagna, segir fólk, já en glætan að það virki, þið eruð svo framsýn og frábær og klár, þið sjáið í gegnum slíkt. Já, ég vona að við sjáum í gegnum slíkt. Ég vona líka að á þessum dögum sem eru til kosninga að við hlustum vel og vandlega. Að við hlustum beint á orð Þóru Arnórsdóttur en ekki bara á það sem einhver sagði að einhver hefði sagt um eitthvað. Þegar keppt er og mikið er í húfi, má að sjálfsögðu við því búast að lævísir leikmenn komi af stað allskyns tali og orðrómi til að grafa undan keppinautum sínum. En við erum vonandi of klár og framsýn og frábær til láta blekkjast af slíku. Vonandi tökum við líka skýran, skynsaman og jákvæðan málflutning framyfir rangfærslurnar, þrasið og karpið. Það sem skiptir þó allra mestu máli er að hér höfum við til þjónustu reiðubúna, Þóru Arnórsdóttur, sem er alveg hreint framúrskarandi manneskja. Hún er skynsöm, heiðarleg, réttsýn, yfirveguð og greind. Hún er laus við hégóma og sjálfhverfu og myndi ekki nálgast forsetaembættið út frá sjálfri sér heldur út frá okkur hinum. Hún yrði okkar þjónn, okkar málsvari, okkar forseti. Okkur stendur hún til boða og nú er bara undir okkur komið að vera svo heppin að geta sagt, við kusum hana! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Þeir Íslendingar sem hafa búið í útlöndum, eða hafa hreinlega farið til útlanda, vita vel í hvaða hlutverki maður er sem Íslendingur á erlendri grund. Maður er fyrirbæri, fyrsti Íslendingur sem langflestir hafa hitt, og allt í einu orðinn doktor í gróðurfari, sólargangi, índítónlist, erfðafræði, málvísindum, leiðarkerfi Icelandair og hnattrænum efnahagsmálum. Maður leggur sig fram við að virðast ferskur þegar maður í skrilljónasta sinn staðfestir það að jú jú, það sé vissulega Ísland sem sé grænt og Grænland "icy" og að tungumálið okkar kallist íslenska, já dáldið fyndið einmitt, og að við séum bara rétt rúmlega 300.000. Allt landið. Í alvöru. Eitt sem ég þreytist þó aldrei á að ræða og útskýra og boða eins og ég sé farandprestur á prósentum, er staða jafnréttismála á Íslandi. Og ber þar fyrst og hæst fæðingarorlof mæðra og feðra. Nú veit ég auðvitað að Ísland er ekki fullkomið þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en á heimsvísu tilheyrum við nú samt lánsömum lúxushópi örfárra landa þar sem velferðarkerfi búa svo að fólki að konur og karlar eiga raunverulega jafnan séns án þess að þurfa að fórna starfsframa fyrir barneignir eða barneignum fyrir starfsframa. Þegar ég lýsi fæðingarorlofsreglum fyrir fólki hér í Bandaríkjunum, gapir það eins og ég sé að lýsa framandi plánetu þar sem allt er fallegt og rétt og gott. Svo dettur það niður á jörðina og muldrar ofan í hálsmálið, jájá, þetta er auðvitað útópía. Þegar ég hóf skólagöngu mína fyrir um 30 árum var það einmitt hér í Bandaríkjunum. Við systir mín vorum ekki bara einu Íslendingarnir í skólanum okkar heldur einu útlendingarnir. Við fengum fyrir vikið ágætis athygli og vorum stundum beðnar að deila því sem var öðruvísi og merkilegt við Ísland. Það fyrsta sem ég sagði öllum sem heyra vildu var að á Íslandi væri kona forseti. Ég teiknaði mynd af Vigdísi Finnbogadóttur og fór með hana í skólann. Ég sagði fólki að á Íslandi væru konur og karlar alveg jöfn, við værum alveg rosalega heppin með það. En við vorum ekki bara heppin, við kusum hana. Þessi litla, ruglaða og stórhuga þjóð var fyrst í heimi til að geta sagt, við kusum hana. Og nú þegar ég segi fólki hér í New York frá því að eftir rétt um viku séu forsetakosningar á Íslandi og að helsta ógnin við sitjandi forseta sé jafnaldra mín sem hafi verið ólétt af sínu þriðja barni þegar hún tilkynnti um framboð sitt fyrir um tveimur mánuðum og að í millitíðinni hafi hún eignast barnið og að maðurinn hennar muni taka sitt fæðingarorlof og fara síðan í leyfi til að sjá um barnið og börnin nái hún kjöri, og nei nei, hann sé alls ekkert svo óvenjulegur íslenskur karlmaður þó mikill gæðanáungi sé, þetta þyki allt bara frekar eðilegt og gott og blessað á Íslandi, þá fæ ég sama svip og þegar ég held fæðingarorlofsræðuna, þennan jájá, þið-búið-í-einhverskonar-geimveruútópíu-þarna-á-Íslandi-svip. Þegar ég bæti því síðan við að þessi kona hafi ógnað sitjandi forseta svo með framboði sínu að hann hafi, eftir 16 ár í embætti, þar sem hann hefur lagt sig fram við að vera landsföðurlegur og yfir dægurþras hafinn, dottið niður á hrikalegt plan skítkasts og gremju, rangfærslna og þversagna, segir fólk, já en glætan að það virki, þið eruð svo framsýn og frábær og klár, þið sjáið í gegnum slíkt. Já, ég vona að við sjáum í gegnum slíkt. Ég vona líka að á þessum dögum sem eru til kosninga að við hlustum vel og vandlega. Að við hlustum beint á orð Þóru Arnórsdóttur en ekki bara á það sem einhver sagði að einhver hefði sagt um eitthvað. Þegar keppt er og mikið er í húfi, má að sjálfsögðu við því búast að lævísir leikmenn komi af stað allskyns tali og orðrómi til að grafa undan keppinautum sínum. En við erum vonandi of klár og framsýn og frábær til láta blekkjast af slíku. Vonandi tökum við líka skýran, skynsaman og jákvæðan málflutning framyfir rangfærslurnar, þrasið og karpið. Það sem skiptir þó allra mestu máli er að hér höfum við til þjónustu reiðubúna, Þóru Arnórsdóttur, sem er alveg hreint framúrskarandi manneskja. Hún er skynsöm, heiðarleg, réttsýn, yfirveguð og greind. Hún er laus við hégóma og sjálfhverfu og myndi ekki nálgast forsetaembættið út frá sjálfri sér heldur út frá okkur hinum. Hún yrði okkar þjónn, okkar málsvari, okkar forseti. Okkur stendur hún til boða og nú er bara undir okkur komið að vera svo heppin að geta sagt, við kusum hana!
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun