Þór en ekki Þóra Eva Björk Kaaber skrifar 25. júní 2012 06:00 Ertu jafnréttissinnuð/jafnréttissinnaður? Finnst þér að konur eigi að hafa atvinnutækifæri til jafns við karlmenn? Telurðu að karlmaður geti veitt barni sínu gott og ástríkt uppeldi? Þó svo að flestir svari þessum spurningum játandi þá eru til staðar ákveðnar gagnrýnisraddir varðandi framboð Þóru Arnórsdóttur til forseta Íslands. Þessar gagnrýnisraddir felast annars vegar í því að kona, með nýfætt barn, sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, geti ekki veitt barni sínu þá umönnun sem það þarf á að halda, samhliða því að gera starfi sínu nægilega góð skil, nái hún kjöri. Hins vegar felast þær í því að faðir barnsins, sem hyggst vera heimavinnandi húsfaðir, nái kona hans kjöri, sé ekki fær um að veita barni sínu fullnægjandi umönnun og uppeldi. Þessi gagnrýni í garð Þóru og eiginmanns hennar er í raun mjög and-jafnréttisleg, bæði hvað konur og karla varðar. Hér á landi eru ótal konur í hvers kyns annasömum störfum sem ná engu að síður að sinna börnum og búi vel og vandlega og þá oft í samstarfi við feður barnanna. Og hér á landi eru einnig ótal ástríkir feður sem annast og ala upp börn sín. Hvort sem þeir gera það í samstarfi við mæður barnanna, eru einhleypir eða hommar. Ef við höfum áhyggjur af því að börn almennt fái ekki nægan tíma með foreldrum sínum, ættum við þá ekki heldur öll, konur og karlar, að líta í eigin barm, í stað þess að taka einstaka „framakonur" fyrir? Felst lausnin í því að herja á konur? Í því að skerða frelsi kvenna til atvinnu? Að taka konur fyrir, og þá sér í lagi þær sem eiga börn samhliða því að sækjast eftir háttsettum embættum, gagnrýna þær einar og sér og óbeint segja þeim að þeirra staður sé ekki á vettvangi annasamra starfa heldur, þegar allt kemur til alls, heimilið? Væri ekki heldur ráð að hvert og eitt okkar, reyndi að stuðla að samfélagi sem er hliðhollara fjölskyldunni í heild sinni, um leið og það býður konum og körlum raunverulega sömu tækifærin? Og að sama skapi treysta Þóru fyrir ákvörðun sinni ásamt eiginmanni sínum. Þóru sem er ekki að fara að yfirgefa fjölskyldu sína og snúa baki við móðurhlutverkinu, heldur Þóru sem sækist eftir því að búa á Bessastöðum ásamt eiginmanni og börnum og gegna embætti forseta Íslands. Starfi sem er vafalaust annasamt, rétt eins og svo mörg önnur störf í okkar þjóðfélagi. Mundu gagnrýnisraddir sem þessar heyrast ef Þóra væri Þór; nýbakaður faðir í framboði til forseta Íslands? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ertu jafnréttissinnuð/jafnréttissinnaður? Finnst þér að konur eigi að hafa atvinnutækifæri til jafns við karlmenn? Telurðu að karlmaður geti veitt barni sínu gott og ástríkt uppeldi? Þó svo að flestir svari þessum spurningum játandi þá eru til staðar ákveðnar gagnrýnisraddir varðandi framboð Þóru Arnórsdóttur til forseta Íslands. Þessar gagnrýnisraddir felast annars vegar í því að kona, með nýfætt barn, sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, geti ekki veitt barni sínu þá umönnun sem það þarf á að halda, samhliða því að gera starfi sínu nægilega góð skil, nái hún kjöri. Hins vegar felast þær í því að faðir barnsins, sem hyggst vera heimavinnandi húsfaðir, nái kona hans kjöri, sé ekki fær um að veita barni sínu fullnægjandi umönnun og uppeldi. Þessi gagnrýni í garð Þóru og eiginmanns hennar er í raun mjög and-jafnréttisleg, bæði hvað konur og karla varðar. Hér á landi eru ótal konur í hvers kyns annasömum störfum sem ná engu að síður að sinna börnum og búi vel og vandlega og þá oft í samstarfi við feður barnanna. Og hér á landi eru einnig ótal ástríkir feður sem annast og ala upp börn sín. Hvort sem þeir gera það í samstarfi við mæður barnanna, eru einhleypir eða hommar. Ef við höfum áhyggjur af því að börn almennt fái ekki nægan tíma með foreldrum sínum, ættum við þá ekki heldur öll, konur og karlar, að líta í eigin barm, í stað þess að taka einstaka „framakonur" fyrir? Felst lausnin í því að herja á konur? Í því að skerða frelsi kvenna til atvinnu? Að taka konur fyrir, og þá sér í lagi þær sem eiga börn samhliða því að sækjast eftir háttsettum embættum, gagnrýna þær einar og sér og óbeint segja þeim að þeirra staður sé ekki á vettvangi annasamra starfa heldur, þegar allt kemur til alls, heimilið? Væri ekki heldur ráð að hvert og eitt okkar, reyndi að stuðla að samfélagi sem er hliðhollara fjölskyldunni í heild sinni, um leið og það býður konum og körlum raunverulega sömu tækifærin? Og að sama skapi treysta Þóru fyrir ákvörðun sinni ásamt eiginmanni sínum. Þóru sem er ekki að fara að yfirgefa fjölskyldu sína og snúa baki við móðurhlutverkinu, heldur Þóru sem sækist eftir því að búa á Bessastöðum ásamt eiginmanni og börnum og gegna embætti forseta Íslands. Starfi sem er vafalaust annasamt, rétt eins og svo mörg önnur störf í okkar þjóðfélagi. Mundu gagnrýnisraddir sem þessar heyrast ef Þóra væri Þór; nýbakaður faðir í framboði til forseta Íslands?
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar