Ari Trausti er traustsins verður Brynja Tomer skrifar 25. júní 2012 06:00 „Mikið erum við Íslendingar lánsöm þjóð," hugsaði ég þegar ég sá tilkynningu um að Ari Trausti Guðmundsson hygðist bjóða sig fram til forseta. Sjálf hafði ég kynnst honum lítillega fyrir mörgum árum, er hann miðlaði Ítölum af reynslu sinni og þekkingu í tengslum við sýningu og útgáfu bókar um Ísland. Allt samstarf við Ara Trausta var eins og best varð á kosið, allt sem hann sagði stóðst eins og stafur á bók og ítölsku menninga- og menntamálayfirvöldin voru ákaflega ánægð með samskiptin og kynnin af honum. Fannst hann traustur, greindur og kúltíveraður. Áhugi og virðing Ara Trausta fyrir náttúrunni skiptir miklu máli, sem og innsæi og þekking á ólíkum menningarheimum. Það er kostur að forseti Íslands láti sér annt um náttúruna, ekki eingöngu þá íslensku, heldur móður náttúru í öllu sínu veldi. Mér finnst kostur að hann skuli ekki tengjast pólitík í hefðbundnum skilningi þess orðs og sérstaklega er ég hrifin af því hversu hreinn og beinn hann er. Hann kemur einfaldlega til dyranna eins og hann er klæddur. Ég veit að sátt getur skapast um hann sem forseta þjóðarinnar. Hvaða Íslendingur sem er getur verið stoltur af forseta sem talar fimm tungumál reiprennandi, að ekki sé talað um þá yfirgripsmiklu og víðtæku þekkingu sem Ari Trausti býr yfir. Ég er steinhissa á því að skoðanakannanir skuli ekki sýna meira fylgi við þennan glæsilega frambjóðanda og hvet menn til að horfa á kynningarþætti á RÚV-vefnum, þar sem frambjóðendur leggja spilin á borðið. Mér finnst við lánsöm þjóð að eiga þess kost að eignast forseta eins og Ara Trausta Guðmundsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
„Mikið erum við Íslendingar lánsöm þjóð," hugsaði ég þegar ég sá tilkynningu um að Ari Trausti Guðmundsson hygðist bjóða sig fram til forseta. Sjálf hafði ég kynnst honum lítillega fyrir mörgum árum, er hann miðlaði Ítölum af reynslu sinni og þekkingu í tengslum við sýningu og útgáfu bókar um Ísland. Allt samstarf við Ara Trausta var eins og best varð á kosið, allt sem hann sagði stóðst eins og stafur á bók og ítölsku menninga- og menntamálayfirvöldin voru ákaflega ánægð með samskiptin og kynnin af honum. Fannst hann traustur, greindur og kúltíveraður. Áhugi og virðing Ara Trausta fyrir náttúrunni skiptir miklu máli, sem og innsæi og þekking á ólíkum menningarheimum. Það er kostur að forseti Íslands láti sér annt um náttúruna, ekki eingöngu þá íslensku, heldur móður náttúru í öllu sínu veldi. Mér finnst kostur að hann skuli ekki tengjast pólitík í hefðbundnum skilningi þess orðs og sérstaklega er ég hrifin af því hversu hreinn og beinn hann er. Hann kemur einfaldlega til dyranna eins og hann er klæddur. Ég veit að sátt getur skapast um hann sem forseta þjóðarinnar. Hvaða Íslendingur sem er getur verið stoltur af forseta sem talar fimm tungumál reiprennandi, að ekki sé talað um þá yfirgripsmiklu og víðtæku þekkingu sem Ari Trausti býr yfir. Ég er steinhissa á því að skoðanakannanir skuli ekki sýna meira fylgi við þennan glæsilega frambjóðanda og hvet menn til að horfa á kynningarþætti á RÚV-vefnum, þar sem frambjóðendur leggja spilin á borðið. Mér finnst við lánsöm þjóð að eiga þess kost að eignast forseta eins og Ara Trausta Guðmundsson.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar