Það er kominn tími til að breyta Þóra Arnórsdóttir skrifar 28. júní 2012 06:00 Þegar átakalínur stjórnmálanna eru farnar að rista jafn djúpt í þjóðarvitundina og hér hefur gerst, krefst það kjarks að hefja sig upp yfir deilumálin. Það krefst kjarks að víkja frá viðtekinni venju átakastjórnmálanna og leita leiðar sáttar og samstöðu. Forseti sem tekur sér ekki stöðu með stríðandi öflum er ekki huglaus. Afstaða hans er afstaða þess sem vill breyta umræðunni. Þess sem vill leita sátta og finna breiðari grundvöll til að byggja á, svo það sem byggt er fái staðið af sér kosningar, en sé ekki undirorpið stöðugum breytingum. En stundum er þörf á að breyta. Ólafur Ragnar er þegar kominn eitt kjörtímabil fram yfir þann tíma sem hann taldi sjálfur hæfilegan þegar hann tók við embætti og býður sig nú fram til eins kjörtímabils í viðbót – með loforði um að það verði hans síðasta. Hann hefur sýnt vilja sinn til að marka djúp spor í sögu forsetaembættisins með því að beina því í aðrar áttir en forverar hans hafa gert. Sterkasta dæmið er virkjun synjunarvaldsins í fjölmiðlamálinu 2004 og svo synjanirnar 2010 og 2011, en undanfarið hefur hann einnig varpað fram ýmsum spurningum um valdsvið sitt: Hver hafi í raun valdið í ýmsum málum, forsetinn eða þingið, forsetinn eða forsætisráðherra, jafnvel forsetinn eða Ólafur Ragnar, því honum er tamt að ræða um sig í þriðju persónu, en því má ekki gleyma að forsetinn og sá sem gegnir embættinu eru ein og sama persónan. Svo það sé sagt, í fyllstu vinsemd þó: Hvorki Ólafur Ragnar né forsetinn hefur heimild til að leysa upp þingið að eigin frumkvæði og skipa utanþingsstjórn, hann getur ekki neitað forsætisráðherra með meirihlutastjórn á bak við sig að rjúfa þing og það er ekki í hans valdi að leggja fram frumvörp upp á sitt einsdæmi og verða eins manns stjórnmálaflokkur í mótvægi við alla hina. En það er ekki þar með sagt að hann láti ekki reyna á þanþol ákvæða stjórnarskrárinnar, á sínu síðasta kjörtímabili, því síðasta þar sem hann getur skrifað sig inn í kennslubækur í stjórnmálasögu og stjórnskipunarrétti. Þótt framangreind atriði hafi ekki fallið innan valdsviðs forsetans, hefur hann samt heimild til eins sem hann hefur látið hjá líða: Að setja embættinu siðareglur. Það hef ég aftur á móti hugsað mér að gera í samræmi við tilmæli í rannsóknarskýrslunni, enda þykir mér einsýnt að forsetinn gangi á undan með góðu fordæmi í þeim efnum sem öðrum. En þetta er ekki það eina sem ég vil gera í embætti forseta. Ég vil auka festu í þjóðfélaginu. Ég vil stuðla að sátt og hlúa að þingræði og lýðræði, en ekki stilla mér upp sem mótvægi við þingið eða önnur stjórnvöld og blanda embætti forsetans í daglegar þrætur og viðfangsefni stjórnmálanna. Ég vil veita aðhald, en ekki efna til ófriðar. Ég vil standa vörð um stjórnskipun Íslands. Ég vil vera talsmaður heiðarleika, gagnsæis og hófsemi. Mig langar til að vera forseti sem gegnir hlutverki sínu með sóma og reisn og hlúir að því sem sameinar okkur sem þjóð. Forseti sem minnir okkur á allt sem við eigum og getum og að við eigum að vera stolt af því – en ekki stærilát. Forseti sem er fastur fyrir þegar á þarf að halda, en ekki fíkinn í átök. Og síðast en ekki síst mun ég aldrei gleyma þeirri mikilvægu staðreynd að sá sem gegnir þessu embætti er þjónn þjóðarinnar. Honum á að þykja vænt um þjóð sína, geta glaðst með henni á góðum tímum og huggað þegar harmur steðjar að. Þannig forseti vil ég vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Skoðun Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þegar átakalínur stjórnmálanna eru farnar að rista jafn djúpt í þjóðarvitundina og hér hefur gerst, krefst það kjarks að hefja sig upp yfir deilumálin. Það krefst kjarks að víkja frá viðtekinni venju átakastjórnmálanna og leita leiðar sáttar og samstöðu. Forseti sem tekur sér ekki stöðu með stríðandi öflum er ekki huglaus. Afstaða hans er afstaða þess sem vill breyta umræðunni. Þess sem vill leita sátta og finna breiðari grundvöll til að byggja á, svo það sem byggt er fái staðið af sér kosningar, en sé ekki undirorpið stöðugum breytingum. En stundum er þörf á að breyta. Ólafur Ragnar er þegar kominn eitt kjörtímabil fram yfir þann tíma sem hann taldi sjálfur hæfilegan þegar hann tók við embætti og býður sig nú fram til eins kjörtímabils í viðbót – með loforði um að það verði hans síðasta. Hann hefur sýnt vilja sinn til að marka djúp spor í sögu forsetaembættisins með því að beina því í aðrar áttir en forverar hans hafa gert. Sterkasta dæmið er virkjun synjunarvaldsins í fjölmiðlamálinu 2004 og svo synjanirnar 2010 og 2011, en undanfarið hefur hann einnig varpað fram ýmsum spurningum um valdsvið sitt: Hver hafi í raun valdið í ýmsum málum, forsetinn eða þingið, forsetinn eða forsætisráðherra, jafnvel forsetinn eða Ólafur Ragnar, því honum er tamt að ræða um sig í þriðju persónu, en því má ekki gleyma að forsetinn og sá sem gegnir embættinu eru ein og sama persónan. Svo það sé sagt, í fyllstu vinsemd þó: Hvorki Ólafur Ragnar né forsetinn hefur heimild til að leysa upp þingið að eigin frumkvæði og skipa utanþingsstjórn, hann getur ekki neitað forsætisráðherra með meirihlutastjórn á bak við sig að rjúfa þing og það er ekki í hans valdi að leggja fram frumvörp upp á sitt einsdæmi og verða eins manns stjórnmálaflokkur í mótvægi við alla hina. En það er ekki þar með sagt að hann láti ekki reyna á þanþol ákvæða stjórnarskrárinnar, á sínu síðasta kjörtímabili, því síðasta þar sem hann getur skrifað sig inn í kennslubækur í stjórnmálasögu og stjórnskipunarrétti. Þótt framangreind atriði hafi ekki fallið innan valdsviðs forsetans, hefur hann samt heimild til eins sem hann hefur látið hjá líða: Að setja embættinu siðareglur. Það hef ég aftur á móti hugsað mér að gera í samræmi við tilmæli í rannsóknarskýrslunni, enda þykir mér einsýnt að forsetinn gangi á undan með góðu fordæmi í þeim efnum sem öðrum. En þetta er ekki það eina sem ég vil gera í embætti forseta. Ég vil auka festu í þjóðfélaginu. Ég vil stuðla að sátt og hlúa að þingræði og lýðræði, en ekki stilla mér upp sem mótvægi við þingið eða önnur stjórnvöld og blanda embætti forsetans í daglegar þrætur og viðfangsefni stjórnmálanna. Ég vil veita aðhald, en ekki efna til ófriðar. Ég vil standa vörð um stjórnskipun Íslands. Ég vil vera talsmaður heiðarleika, gagnsæis og hófsemi. Mig langar til að vera forseti sem gegnir hlutverki sínu með sóma og reisn og hlúir að því sem sameinar okkur sem þjóð. Forseti sem minnir okkur á allt sem við eigum og getum og að við eigum að vera stolt af því – en ekki stærilát. Forseti sem er fastur fyrir þegar á þarf að halda, en ekki fíkinn í átök. Og síðast en ekki síst mun ég aldrei gleyma þeirri mikilvægu staðreynd að sá sem gegnir þessu embætti er þjónn þjóðarinnar. Honum á að þykja vænt um þjóð sína, geta glaðst með henni á góðum tímum og huggað þegar harmur steðjar að. Þannig forseti vil ég vera.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun