Þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnun Ólína Þorvarðardóttir skrifar 29. júní 2012 06:00 Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar liggur óafgreidd á Alþingi. Auk mín standa níu þingmenn Samfylkingarinnar að tillögunni, sem ég hef nú flutt tvívegis án þess að hún hlyti afgreiðslu. Tillagan er um að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þjóðareign á auðlindinni, innköllun og endurúthlutun aflaheimilda o.fl. Ég tel brýnna nú en nokkru sinni að leita álits þjóðarinnar á þeim grundvallaratriðum sem að er stefnt með breytingum á kvótakerfinu, nú þegar ríkisstjórnin hefur, eftir harðvítugt málþóf stjórnarandstöðunnar, neyðst til þess að fresta afgreiðslu frumvarps um. Samráð fámenns hóps þingmanna úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, Samfylkingu og VG, sem sett hefur verið til verka við endurskoðun frumvarpsins, er ekki nægjanleg trygging fyrir farsælum lyktum þessa umdeilda máls. Stjórnarsáttmálinn kveður á um mikilvægi þess að standa vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Í þeim anda er heitið breytingum á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi með það að markmiði að fiskveiðar umhverfis landið séu hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Því er heitið að með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskstofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar, enda segir í 1. gr. núgildandi laga um stjórn fiskveiða að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum. Þá er því einnig heitið að brugðist verði frekar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 24. október 2007, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins. Frá því stjórnarsáttmálinn var gerður hafa tveir ráðherrar lagt fram frumvörp að breyttu fiskveiðistjórnarkerfi. Hafa þau mætt harðri mótspyrnu frá LÍÚ og málsvörum þeirra á Alþingi, og því hefur hvorugt frumvarpið verið útkljáð – annað var dregið til baka, og nú hefur hinu síðara verið frestað og það tekið til endurskoðunar. Hins vegar hafa skoðanakannanir sýnt ríkan vilja meðal þjóðarinnar til þess að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu nái fram að ganga. Í ljósi þeirra hörðu deilna sem uppi hafa verið um málið, er ekki seinna vænna að fá úr því skorið hver þjóðarviljinn er í þessu efni. Íslenskur sjávarútvegur á að gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnu- og efnahagslífsins sem fram undan er. Mikilvægt er að skapa greininni góð rekstrarskilyrði og treysta rekstrargrundvöllinn til langs tíma. En það er ekki síður mikilvægt að samfélagsleg sátt náist um stjórn fiskveiða. Slík sátt getur aldrei náðst á grundvelli samkomulags fáeinna stjórnmálamanna við hagsmunaaðila í greininni. Öllum má ljóst vera að ekki verður undan því vikist að efna fyrirheit stjórnarflokkanna um breytingar á fiskveiðistjórninni. Breytingarnar verða að vera í sátt við þjóðina, og því ekki nema sanngirniskrafa að hún fái að tjá hug sinn í þessu mikilvæga máli. Ríkisstjórnin ætti því að láta það verða sitt fyrsta verk að undirbúa ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og láta orða þær spurningar sem æskilegt er að þjóðin svari, áður en málið verður leitt til endanlegra lykta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarskipan fiskveiðistjórnar liggur óafgreidd á Alþingi. Auk mín standa níu þingmenn Samfylkingarinnar að tillögunni, sem ég hef nú flutt tvívegis án þess að hún hlyti afgreiðslu. Tillagan er um að ríkisstjórninni verði falið að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem bornar verði upp grundvallarspurningar um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, þjóðareign á auðlindinni, innköllun og endurúthlutun aflaheimilda o.fl. Ég tel brýnna nú en nokkru sinni að leita álits þjóðarinnar á þeim grundvallaratriðum sem að er stefnt með breytingum á kvótakerfinu, nú þegar ríkisstjórnin hefur, eftir harðvítugt málþóf stjórnarandstöðunnar, neyðst til þess að fresta afgreiðslu frumvarps um. Samráð fámenns hóps þingmanna úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, Samfylkingu og VG, sem sett hefur verið til verka við endurskoðun frumvarpsins, er ekki nægjanleg trygging fyrir farsælum lyktum þessa umdeilda máls. Stjórnarsáttmálinn kveður á um mikilvægi þess að standa vörð um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Í þeim anda er heitið breytingum á núverandi fiskveiðistjórnarkerfi með það að markmiði að fiskveiðar umhverfis landið séu hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns. Því er heitið að með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskstofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar, enda segir í 1. gr. núgildandi laga um stjórn fiskveiða að úthlutun veiðiheimilda myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum. Þá er því einnig heitið að brugðist verði frekar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá 24. október 2007, m.a. með því að gæta atvinnufrelsis og tryggja að jafnræðis verði gætt við úthlutun afnotaréttarins. Frá því stjórnarsáttmálinn var gerður hafa tveir ráðherrar lagt fram frumvörp að breyttu fiskveiðistjórnarkerfi. Hafa þau mætt harðri mótspyrnu frá LÍÚ og málsvörum þeirra á Alþingi, og því hefur hvorugt frumvarpið verið útkljáð – annað var dregið til baka, og nú hefur hinu síðara verið frestað og það tekið til endurskoðunar. Hins vegar hafa skoðanakannanir sýnt ríkan vilja meðal þjóðarinnar til þess að fyrirheit ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu nái fram að ganga. Í ljósi þeirra hörðu deilna sem uppi hafa verið um málið, er ekki seinna vænna að fá úr því skorið hver þjóðarviljinn er í þessu efni. Íslenskur sjávarútvegur á að gegna lykilhlutverki við þá endurreisn atvinnu- og efnahagslífsins sem fram undan er. Mikilvægt er að skapa greininni góð rekstrarskilyrði og treysta rekstrargrundvöllinn til langs tíma. En það er ekki síður mikilvægt að samfélagsleg sátt náist um stjórn fiskveiða. Slík sátt getur aldrei náðst á grundvelli samkomulags fáeinna stjórnmálamanna við hagsmunaaðila í greininni. Öllum má ljóst vera að ekki verður undan því vikist að efna fyrirheit stjórnarflokkanna um breytingar á fiskveiðistjórninni. Breytingarnar verða að vera í sátt við þjóðina, og því ekki nema sanngirniskrafa að hún fái að tjá hug sinn í þessu mikilvæga máli. Ríkisstjórnin ætti því að láta það verða sitt fyrsta verk að undirbúa ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu og láta orða þær spurningar sem æskilegt er að þjóðin svari, áður en málið verður leitt til endanlegra lykta.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun