Að rækta reiðina Sighvatur Björgvinsson skrifar 4. júlí 2012 06:00 Þá er bölvuð lygaþvælan farin að hljóma aftur. Einhverjir besservisserar í útlöndum, sem ekkert skynbragð bera á málefni og sérstöðu íslensku þjóðarinnar, ryðjast nú fram á vígvöllinn til þess að reyna að ljúga því að fólki, að við Íslendingar séum að rétta úr kútnum. Að stjórnvöld séu að ná árangri. Að hagvöxtur sé kominn vel af stað. Að hratt dragi úr atvinnuleysi. Að kreppunni sé að létta. Þetta eru sömu útlendu lygararnir og lugu því upp á þjóðina að allt væri hér að hrynja þegar okkur gekk allt í haginn. Þegar Ísland var á góðri leið með að verða fjármálamiðstöð heimsins. Þegar íslenskir bankamenn söfnuðu stuðningsframlögum við íslensku útrásina meðal framandi þjóða og höfðu vart undan við að taka því slík var tiltrú þeirra. Þegar sókndjarfir Íslendingar átu gull í kvöldverð og höfðu eignast Hotel Angleterre, Magasin du Nord, Hamleys, Fraser, Karin Miller, Iceland verslunarkeðjuna og fleira og fleira í tilbót við einkaþotur, lúxusvillur í London og New York, Hummera, Bentleya – og íslenska þjóðin átti fleiri nýja Range Rovera en Danir og Svíar samanlagt. Þá lugu þessir útlendingar því upp að hér væri allt á hverfanda hveli. Svo sórust þessir lygarar í fóstbræðralag um að koma þjóðinni á kné. Útlendu lygararnir gerðu þá samsæri gegn íslensku þjóðinni eins og lesa má um í bók og brutu okkur niður. Nú eru þessir lygarar og níðingar aftur komnir á kreik og halda því fram að við séum að rétta úr kútnum. Við – þegar þúsundir Íslendinga eru að flýja land. Þegar heimilin geta ekki borgað skuldir sínar og enginn vill borga fyrir þau. Þegar þjóðin er við hungurmörk. Þegar stjórnmálastéttin er gerspillt, embættismannastéttin fordjörfuð, fjölmiðlastéttin mýld og allur almenningur svo mikið óskaplega reiður í eymd sinni.Lygi – lygi – lygi Verst er þó af öllu þegar landráðamenn bætast í hóp þessara útlensku lygara. Menn eins og Stefán Ólafsson og Gylfi Zoega, sem stæra sig af einhverri háskólamenntun og taka undir með útlendu lygurunum um að hér sé allt á réttri leið og kreppan sé að baki. Voru það ekki þessir sömu menn sem tónuðu undir með útlendu lygurunum þegar íslensku þjóðinni gekk sem best og reynt var að ljúga af okkur æruna? Svo koma einhverjar kerfisstofnanir eins og Hagstofan með tilbúnar tölur um hagvöxt, um fjölgun utanlandsferða, fækkun atvinnulausra, um stóraukin kaup á dýrum hjólhýsum og bifreiðum. Lygi – lygi – lygi!!! Reiðin sýður og kraumar í þjóðarsálinni eins og sóðalegt orðbragðið í netheimum ber vitni um. Þjóðin hefur fyllsta rétt á að vera reið og hlúa að reiði sinni. Rækta hana, leyfa henni að vaxa og dafna, festa djúpar rætur og bera allan þann ávöxt sem reiðin ein getur borið. Lygaþvæla eins og sú, sem nú er reynt að halda að þjóðinni, getur einungis orðið til þess að ala heiftræknina – og það er gott. Gott vegna þess, að reiðin ein, orðbragðið og athafnirnar, sem af henni leiða, er það einasta eina sem bjargað getur íslensku þjóðinni frá þeim örlögum sem öfundarmenn hennar í útlöndum og landráða- og lygamerðirnir hér heima vilja búa henni – ekki satt? Íslenska reiðin er þjóðleg reiði. Hún bognar hvorki né brotnar undan erlendu valdi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þá er bölvuð lygaþvælan farin að hljóma aftur. Einhverjir besservisserar í útlöndum, sem ekkert skynbragð bera á málefni og sérstöðu íslensku þjóðarinnar, ryðjast nú fram á vígvöllinn til þess að reyna að ljúga því að fólki, að við Íslendingar séum að rétta úr kútnum. Að stjórnvöld séu að ná árangri. Að hagvöxtur sé kominn vel af stað. Að hratt dragi úr atvinnuleysi. Að kreppunni sé að létta. Þetta eru sömu útlendu lygararnir og lugu því upp á þjóðina að allt væri hér að hrynja þegar okkur gekk allt í haginn. Þegar Ísland var á góðri leið með að verða fjármálamiðstöð heimsins. Þegar íslenskir bankamenn söfnuðu stuðningsframlögum við íslensku útrásina meðal framandi þjóða og höfðu vart undan við að taka því slík var tiltrú þeirra. Þegar sókndjarfir Íslendingar átu gull í kvöldverð og höfðu eignast Hotel Angleterre, Magasin du Nord, Hamleys, Fraser, Karin Miller, Iceland verslunarkeðjuna og fleira og fleira í tilbót við einkaþotur, lúxusvillur í London og New York, Hummera, Bentleya – og íslenska þjóðin átti fleiri nýja Range Rovera en Danir og Svíar samanlagt. Þá lugu þessir útlendingar því upp að hér væri allt á hverfanda hveli. Svo sórust þessir lygarar í fóstbræðralag um að koma þjóðinni á kné. Útlendu lygararnir gerðu þá samsæri gegn íslensku þjóðinni eins og lesa má um í bók og brutu okkur niður. Nú eru þessir lygarar og níðingar aftur komnir á kreik og halda því fram að við séum að rétta úr kútnum. Við – þegar þúsundir Íslendinga eru að flýja land. Þegar heimilin geta ekki borgað skuldir sínar og enginn vill borga fyrir þau. Þegar þjóðin er við hungurmörk. Þegar stjórnmálastéttin er gerspillt, embættismannastéttin fordjörfuð, fjölmiðlastéttin mýld og allur almenningur svo mikið óskaplega reiður í eymd sinni.Lygi – lygi – lygi Verst er þó af öllu þegar landráðamenn bætast í hóp þessara útlensku lygara. Menn eins og Stefán Ólafsson og Gylfi Zoega, sem stæra sig af einhverri háskólamenntun og taka undir með útlendu lygurunum um að hér sé allt á réttri leið og kreppan sé að baki. Voru það ekki þessir sömu menn sem tónuðu undir með útlendu lygurunum þegar íslensku þjóðinni gekk sem best og reynt var að ljúga af okkur æruna? Svo koma einhverjar kerfisstofnanir eins og Hagstofan með tilbúnar tölur um hagvöxt, um fjölgun utanlandsferða, fækkun atvinnulausra, um stóraukin kaup á dýrum hjólhýsum og bifreiðum. Lygi – lygi – lygi!!! Reiðin sýður og kraumar í þjóðarsálinni eins og sóðalegt orðbragðið í netheimum ber vitni um. Þjóðin hefur fyllsta rétt á að vera reið og hlúa að reiði sinni. Rækta hana, leyfa henni að vaxa og dafna, festa djúpar rætur og bera allan þann ávöxt sem reiðin ein getur borið. Lygaþvæla eins og sú, sem nú er reynt að halda að þjóðinni, getur einungis orðið til þess að ala heiftræknina – og það er gott. Gott vegna þess, að reiðin ein, orðbragðið og athafnirnar, sem af henni leiða, er það einasta eina sem bjargað getur íslensku þjóðinni frá þeim örlögum sem öfundarmenn hennar í útlöndum og landráða- og lygamerðirnir hér heima vilja búa henni – ekki satt? Íslenska reiðin er þjóðleg reiði. Hún bognar hvorki né brotnar undan erlendu valdi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun