SagaPro – Náttúrumeðal eða della Reynir Eyjólfsson skrifar 10. júlí 2012 06:00 Um mörg undanfarin ár hafa hérlendis verið á markaði SagaPro, s.k. fæðubótartöflur, sem sagðar eru innihalda 100 mg af jurtaefni úr völdu laufi ætihvannar. Á heimasíðu framleiðanda (www.sagamedica.is) er staðhæft að varan komi að gagni við tíðum þvaglátum. Einnig hafa birzt auglýsingar sama efnis í dagblöðum, sem einna helzt minna á staðhæfingar um lækningamátt snákaolíu í USA um aldamótin 1900. Töflurnar eru dýrar en lyfjatæknilega lélegar – sumar þeirra molna við það eitt að vera þrýst úr þynnupakkningunum. Í hittiðfyrra auglýsti framleiðandinn eftir sjálfboðaliðum til þátttöku í klínískri rannsókn á virkni SagaPro og niðurstöðurnar hafa nýlega verið birtar. Samkvæmt þeim var enginn tölfræðilega marktækur munur á áhrifum SagaPro og lyfleysu (placebo). Meginniðurstaðan var að SagaPro hefði ekki skaðleg áhrif. Um þetta verður ekkert fullyrt hér – aðeins skal bent á að Practical Guide to Natural Medicines (APhA, 1999, bls. 37) nefnir að fúrókúmarínarnir í ætihvönn geti orsakað krabbamein og/eða hættulegar frumubreytingar í tilraunadýrum. Mér er ljóst að umræða af þessu tagi er ekki vinsæl af framleiðendum svonefndra náttúrumeðala. Nærtækt dæmi er svokölluð kvöldvorrósarolía, sem á sínum tíma átti að vera allra meina bót en svo reyndist auðvitað ekki vera frekar en risaskammtar af C-vítamíni áttu að vera vörn gegn krabbameini í blöðruhálskirtli. Aðalforsvarsmaður þeirrar kenningar (Linus Pauling, nóbelsverðlaunahafi fyrir annað) dó samt einmitt úr þeim sjúkdómi. Ráðlegging mín til þeirra sem þjást af tíðum þvaglátum er þessi: Leitið læknis til að ganga úr skugga um hvað veldur. Ef um góðkynja stækkun blöðruhálskirtilsins er að ræða er völ á mörgum lyfjum, sem eru með vísindalega sannaða virkni. Að mínum dómi er SagaPro ekkert annað en fáránleg della. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Um mörg undanfarin ár hafa hérlendis verið á markaði SagaPro, s.k. fæðubótartöflur, sem sagðar eru innihalda 100 mg af jurtaefni úr völdu laufi ætihvannar. Á heimasíðu framleiðanda (www.sagamedica.is) er staðhæft að varan komi að gagni við tíðum þvaglátum. Einnig hafa birzt auglýsingar sama efnis í dagblöðum, sem einna helzt minna á staðhæfingar um lækningamátt snákaolíu í USA um aldamótin 1900. Töflurnar eru dýrar en lyfjatæknilega lélegar – sumar þeirra molna við það eitt að vera þrýst úr þynnupakkningunum. Í hittiðfyrra auglýsti framleiðandinn eftir sjálfboðaliðum til þátttöku í klínískri rannsókn á virkni SagaPro og niðurstöðurnar hafa nýlega verið birtar. Samkvæmt þeim var enginn tölfræðilega marktækur munur á áhrifum SagaPro og lyfleysu (placebo). Meginniðurstaðan var að SagaPro hefði ekki skaðleg áhrif. Um þetta verður ekkert fullyrt hér – aðeins skal bent á að Practical Guide to Natural Medicines (APhA, 1999, bls. 37) nefnir að fúrókúmarínarnir í ætihvönn geti orsakað krabbamein og/eða hættulegar frumubreytingar í tilraunadýrum. Mér er ljóst að umræða af þessu tagi er ekki vinsæl af framleiðendum svonefndra náttúrumeðala. Nærtækt dæmi er svokölluð kvöldvorrósarolía, sem á sínum tíma átti að vera allra meina bót en svo reyndist auðvitað ekki vera frekar en risaskammtar af C-vítamíni áttu að vera vörn gegn krabbameini í blöðruhálskirtli. Aðalforsvarsmaður þeirrar kenningar (Linus Pauling, nóbelsverðlaunahafi fyrir annað) dó samt einmitt úr þeim sjúkdómi. Ráðlegging mín til þeirra sem þjást af tíðum þvaglátum er þessi: Leitið læknis til að ganga úr skugga um hvað veldur. Ef um góðkynja stækkun blöðruhálskirtilsins er að ræða er völ á mörgum lyfjum, sem eru með vísindalega sannaða virkni. Að mínum dómi er SagaPro ekkert annað en fáránleg della.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun