Atvinnuvegafjárfesting tekur vel við sér Steingrímur J. Sigfússon skrifar 10. júlí 2012 06:00 Nú er spáð heldur meiri hagvexti á yfirstandandi ári en í fyrri spám. Sker Ísland sig nokkuð úr í þessum efnum þar sem horfur hafa farið jafnt og þétt batnandi hér og spár um hagvöxt fara hækkandi. Öðru er því miður fyrir að fara víða. Í ár er reiknað með 2,8% hagvexti samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar. Á árinu 2013 verður hagvöxtur 2,7% samkvæmt spánni. Einkaneysla og fjárfesting knýja vöxtinn áfram. Spá Hagstofunnar staðfestir enn þann viðsnúning sem orðinn er í hagkerfinu líkt og hinir ýmsu hagvísar hafa gefið til kynna að undanförnu. Eins og áður gerir Hagstofan í sinni þjóðhagsspá fyrst og fremst ráð fyrir fjárfestingarverkefnum sem þegar hafa verið ákveðin eða teljast mjög líkleg. Fréttir síðustu vikna bera hins vegar með sér að ýmis fleiri verkefni eru á teikniborðinu og gætu orðið að veruleika á næstu árum. Ef af þeim verður munu þau leiða til hærra fjárfestingarstigs og meiri hagvaxtar. Það gæti því reynst mikilvægt að viðbótarverkefni raðist skynsamlega upp og dreifist yfir tíma svo ekki skapist hætta á þensluástandi á allra næstu árum. Þrjár tegundir fjárfestingarTæpast verður lengur deilt um efnahagsbatann, jafn augljós og hann er orðinn á mörgum sviðum. Eftir sem áður heyrist oft að fjárfestingarstigið sé of lágt og atvinnuvegafjárfestingin í sögulegu lágmarki. En er atvinnuvegafjárfesting í raun eins lág og margir vilja vera láta? Til að átta sig á þessu er rétt að skipta fjárfestingu upp í þrennt líkt og Hagstofan gerir: (I) Atvinnuvegafjárfesting (II) Íbúðarfjárfesting (III) Fjárfesting hins opinbera Eins og við var að búast minnkaði íbúðafjárfesting hratt eftir hrunið. Það var dæmt til að gerast þar sem bóla hafði myndast eftir óeðlilega miklar byggingar mörg ár í röð. Íbúðafjárfesting er enn lág og undir meðaltali síðustu ára og verður væntanlega nokkurn tíma að komast aftur á jafnvægisstig þó svo hún sé farin að aukast á ný. Fjárfesting hins opinbera minnkaði einnig mikið eftir hrunið enda gaf staða ríkissjóðs enga möguleika á öðru. Það var því skynsamleg ráðstöfun að draga úr fjárfestingu hins opinbera strax eftir hrun. Hallinn á rekstri ríkisins og sveitarfélaga hefur minnkað og staðan batnað. Fjárfesting hins opinbera er þó enn undir meðaltali og verður væntanlega svo uns hin opinberu fjármál eru orðin fyllilega sjálfbær á ný. Fjárfesting atvinnuveganna eykst hrattAtvinnuvegafjárfestingin er mikilvæg fyrir undirliggjandi verðmætasköpun í landinu. Þegar skoðað er meðaltal atvinnuvegafjárfestingar frá árinu 1990 sést að það var að meðaltali 12,2% af landsframleiðslu frá árinu 1990 til og með ársins 2012. Samkvæmt áætlun Hagstofunnar verður atvinnuvegafjárfesting tæplega 11% af landsframleiðslu árið 2012. Sem sagt, atvinnuvegafjárfestingin hefur hressilega tekið við sér og er nú þegar komin nærri meðaltalinu frá 1990 og yfir því sem hún var á tímabilinu 1990-1995 þegar langvinn stöðnun ríkti í efnahagslífinu. Þá var atvinnuvegafjárfesting einnig minni en nú árið 2002. Það stefnir því í að atvinnuvegafjárfestingin, sem jafnframt er einn mikilvægasti drifkraftur efnahagsþróunarinnar, verði komin yfir meðaltal síðustu tveggja áratuga strax á öðru til þriðja ári uppsveiflunnar. Það er gott veganesti inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er spáð heldur meiri hagvexti á yfirstandandi ári en í fyrri spám. Sker Ísland sig nokkuð úr í þessum efnum þar sem horfur hafa farið jafnt og þétt batnandi hér og spár um hagvöxt fara hækkandi. Öðru er því miður fyrir að fara víða. Í ár er reiknað með 2,8% hagvexti samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar. Á árinu 2013 verður hagvöxtur 2,7% samkvæmt spánni. Einkaneysla og fjárfesting knýja vöxtinn áfram. Spá Hagstofunnar staðfestir enn þann viðsnúning sem orðinn er í hagkerfinu líkt og hinir ýmsu hagvísar hafa gefið til kynna að undanförnu. Eins og áður gerir Hagstofan í sinni þjóðhagsspá fyrst og fremst ráð fyrir fjárfestingarverkefnum sem þegar hafa verið ákveðin eða teljast mjög líkleg. Fréttir síðustu vikna bera hins vegar með sér að ýmis fleiri verkefni eru á teikniborðinu og gætu orðið að veruleika á næstu árum. Ef af þeim verður munu þau leiða til hærra fjárfestingarstigs og meiri hagvaxtar. Það gæti því reynst mikilvægt að viðbótarverkefni raðist skynsamlega upp og dreifist yfir tíma svo ekki skapist hætta á þensluástandi á allra næstu árum. Þrjár tegundir fjárfestingarTæpast verður lengur deilt um efnahagsbatann, jafn augljós og hann er orðinn á mörgum sviðum. Eftir sem áður heyrist oft að fjárfestingarstigið sé of lágt og atvinnuvegafjárfestingin í sögulegu lágmarki. En er atvinnuvegafjárfesting í raun eins lág og margir vilja vera láta? Til að átta sig á þessu er rétt að skipta fjárfestingu upp í þrennt líkt og Hagstofan gerir: (I) Atvinnuvegafjárfesting (II) Íbúðarfjárfesting (III) Fjárfesting hins opinbera Eins og við var að búast minnkaði íbúðafjárfesting hratt eftir hrunið. Það var dæmt til að gerast þar sem bóla hafði myndast eftir óeðlilega miklar byggingar mörg ár í röð. Íbúðafjárfesting er enn lág og undir meðaltali síðustu ára og verður væntanlega nokkurn tíma að komast aftur á jafnvægisstig þó svo hún sé farin að aukast á ný. Fjárfesting hins opinbera minnkaði einnig mikið eftir hrunið enda gaf staða ríkissjóðs enga möguleika á öðru. Það var því skynsamleg ráðstöfun að draga úr fjárfestingu hins opinbera strax eftir hrun. Hallinn á rekstri ríkisins og sveitarfélaga hefur minnkað og staðan batnað. Fjárfesting hins opinbera er þó enn undir meðaltali og verður væntanlega svo uns hin opinberu fjármál eru orðin fyllilega sjálfbær á ný. Fjárfesting atvinnuveganna eykst hrattAtvinnuvegafjárfestingin er mikilvæg fyrir undirliggjandi verðmætasköpun í landinu. Þegar skoðað er meðaltal atvinnuvegafjárfestingar frá árinu 1990 sést að það var að meðaltali 12,2% af landsframleiðslu frá árinu 1990 til og með ársins 2012. Samkvæmt áætlun Hagstofunnar verður atvinnuvegafjárfesting tæplega 11% af landsframleiðslu árið 2012. Sem sagt, atvinnuvegafjárfestingin hefur hressilega tekið við sér og er nú þegar komin nærri meðaltalinu frá 1990 og yfir því sem hún var á tímabilinu 1990-1995 þegar langvinn stöðnun ríkti í efnahagslífinu. Þá var atvinnuvegafjárfesting einnig minni en nú árið 2002. Það stefnir því í að atvinnuvegafjárfestingin, sem jafnframt er einn mikilvægasti drifkraftur efnahagsþróunarinnar, verði komin yfir meðaltal síðustu tveggja áratuga strax á öðru til þriðja ári uppsveiflunnar. Það er gott veganesti inn í framtíðina.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun