Um skipun og lausn ráðherra Ágúst Geir Ágústsson skrifar 12. júlí 2012 06:00 Nokkuð hefur verið rætt og ritað um valdsvið forseta Íslands í aðdraganda og í kjölfar nýafstaðinna forsetakosninga. Meðal annars skrifaði Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið 7. júní sl. þar sem hann fjallaði stuttlega um stöðu og valdsvið forseta Íslands samkvæmt stjórnarskrá. Í greininni vísaði Skúli m.a. til þeirrar kenningar sem Svanur Kristjánsson prófessor hefur sett fram um að forseti geti með tilteknum hætti, einhliða, sett af sitjandi forsætisráðherra og ríkisstjórn og skipað nýja og að nýr forsætisráðherra, þannig skipaður, geti síðan með lögmætum hætti gert tillögu til forseta um þingrof og nýjar kosningar. Telur Skúli að slík atburðarás geti fræðilega átt sér stað innan ramma núgildandi stjórnskipunar. Af þessu tilefni er ástæða til að árétta að ákvörðun um að veita forsætisráðherra og ríkisstjórn hans lausn frá störfum er stjórnarathöfn með sama hætti og skipun forsætisráðherra. Slíkar athafnir getur forseti ekki viðhaft nema með atbeina ráðherra eins og kunnugt er, sbr. 13., 15. og 19. gr. stjórnarskrárinnar. Það leiðir af eðli máls, auk þess sem fyrir því er skýr stjórnskipunarvenja, að nýr forsætisráðherra verður ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Af þessari reglu leiðir að það er sitjandi forsætisráðherra á hverjum tíma sem einn hefur rétt til að gera tillögu til forseta Íslands um lausn sína eða annarra ráðherra frá embætti. Sitjandi forsætisráðherra er hins vegar bundinn af þingræðisreglunni í þessum efnum en samkvæmt henni er honum skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef Alþingi samþykkir vantraust á hann eða ríkisstjórn hans. Í öðrum tilvikum er það alfarið undir mati forsætisráðherra sjálfs komið hvort og hvenær hann biðst lausnar. Það er fyrst þegar lausnarbeiðni er fram komin sem vald forseta á þessu sviði verður virkt, þ.e. valdið til að úthluta stjórnarmyndunarumboði og skipa nýjan forsætisráðherra. Við meðferð þess valds verður forseti ætíð að gæta að vilja þjóðþingsins samanber áður nefnda grundvallarreglu stjórnskipunar okkar, þingræðisregluna. En aftur að þeirri ályktun Skúla að sú atburðarás geti fræðilega átt sér stað sem kenning Svans lýsir. Þau tilvik eru kunn í okkar stjórnskipunarsögu að nauðsynlegt hefur þótt að víkja frá gildandi stjórnskipan. Nægir þar að nefna þingsályktanir sem Alþingi samþykkti árið 1940 við þær aðstæður að óvinveittur her hafði hernumið Danmörku í seinni heimstyrjöldinni. Í þeim fólst einhliða ákvörðun Alþingis um að flytja konungsvaldið í málefnum Íslands, samkvæmt stjórnarskrá, heim frá Danmörku og fela það sérstökum ríkisstjóra. Þessar ákvarðanir áttu sér ekki stoð í þágildandi stjórnarskrá en voru engu að síður taldar gildar vegna þeirra neyðarréttaraðstæðna sem uppi voru. Fræðilega má sjá fyrir sér þær aðstæður að sitjandi forsætisráðherra geri sér svo illa grein fyrir stöðu sinni og skyldum að hann neiti að biðjast lausnar, enda þótt Alþingi Íslendinga hafi lýst vantrausti á hann. Yrði hann þá ber að broti á stjórnskipunarreglum landsins. Fallast má á að við slíkar aðstæður kynni forseti Íslands að hafa heimild, með vísan til þingræðisreglurnar og á grundvelli stjórnskipulegs neyðarréttar, að taka einhliða ákvörðun um að veita sitjandi forsætisráðherra lausn frá embætti og skipa nýjan. Meginatriðið er hins vegar að undir öllum eðlilegum kringumstæðum yrði litið svo á að einhliða ákvörðun forseta Íslands um skipun nýs forsætisráðherra án þess að fyrir lægi lausnarbeiðni frá sitjandi forsætisráðherra væri markleysa ein og ógild, sbr. 19. gr. stjórnarskrárinnar. Sama myndi gilda um aðrar ákvarðanir forseta sem teknar kynnu að vera með atbeina slíks aðila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur verið rætt og ritað um valdsvið forseta Íslands í aðdraganda og í kjölfar nýafstaðinna forsetakosninga. Meðal annars skrifaði Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið 7. júní sl. þar sem hann fjallaði stuttlega um stöðu og valdsvið forseta Íslands samkvæmt stjórnarskrá. Í greininni vísaði Skúli m.a. til þeirrar kenningar sem Svanur Kristjánsson prófessor hefur sett fram um að forseti geti með tilteknum hætti, einhliða, sett af sitjandi forsætisráðherra og ríkisstjórn og skipað nýja og að nýr forsætisráðherra, þannig skipaður, geti síðan með lögmætum hætti gert tillögu til forseta um þingrof og nýjar kosningar. Telur Skúli að slík atburðarás geti fræðilega átt sér stað innan ramma núgildandi stjórnskipunar. Af þessu tilefni er ástæða til að árétta að ákvörðun um að veita forsætisráðherra og ríkisstjórn hans lausn frá störfum er stjórnarathöfn með sama hætti og skipun forsætisráðherra. Slíkar athafnir getur forseti ekki viðhaft nema með atbeina ráðherra eins og kunnugt er, sbr. 13., 15. og 19. gr. stjórnarskrárinnar. Það leiðir af eðli máls, auk þess sem fyrir því er skýr stjórnskipunarvenja, að nýr forsætisráðherra verður ekki skipaður nema sá sem fyrir situr hafi áður beðist lausnar frá því embætti. Af þessari reglu leiðir að það er sitjandi forsætisráðherra á hverjum tíma sem einn hefur rétt til að gera tillögu til forseta Íslands um lausn sína eða annarra ráðherra frá embætti. Sitjandi forsætisráðherra er hins vegar bundinn af þingræðisreglunni í þessum efnum en samkvæmt henni er honum skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef Alþingi samþykkir vantraust á hann eða ríkisstjórn hans. Í öðrum tilvikum er það alfarið undir mati forsætisráðherra sjálfs komið hvort og hvenær hann biðst lausnar. Það er fyrst þegar lausnarbeiðni er fram komin sem vald forseta á þessu sviði verður virkt, þ.e. valdið til að úthluta stjórnarmyndunarumboði og skipa nýjan forsætisráðherra. Við meðferð þess valds verður forseti ætíð að gæta að vilja þjóðþingsins samanber áður nefnda grundvallarreglu stjórnskipunar okkar, þingræðisregluna. En aftur að þeirri ályktun Skúla að sú atburðarás geti fræðilega átt sér stað sem kenning Svans lýsir. Þau tilvik eru kunn í okkar stjórnskipunarsögu að nauðsynlegt hefur þótt að víkja frá gildandi stjórnskipan. Nægir þar að nefna þingsályktanir sem Alþingi samþykkti árið 1940 við þær aðstæður að óvinveittur her hafði hernumið Danmörku í seinni heimstyrjöldinni. Í þeim fólst einhliða ákvörðun Alþingis um að flytja konungsvaldið í málefnum Íslands, samkvæmt stjórnarskrá, heim frá Danmörku og fela það sérstökum ríkisstjóra. Þessar ákvarðanir áttu sér ekki stoð í þágildandi stjórnarskrá en voru engu að síður taldar gildar vegna þeirra neyðarréttaraðstæðna sem uppi voru. Fræðilega má sjá fyrir sér þær aðstæður að sitjandi forsætisráðherra geri sér svo illa grein fyrir stöðu sinni og skyldum að hann neiti að biðjast lausnar, enda þótt Alþingi Íslendinga hafi lýst vantrausti á hann. Yrði hann þá ber að broti á stjórnskipunarreglum landsins. Fallast má á að við slíkar aðstæður kynni forseti Íslands að hafa heimild, með vísan til þingræðisreglurnar og á grundvelli stjórnskipulegs neyðarréttar, að taka einhliða ákvörðun um að veita sitjandi forsætisráðherra lausn frá embætti og skipa nýjan. Meginatriðið er hins vegar að undir öllum eðlilegum kringumstæðum yrði litið svo á að einhliða ákvörðun forseta Íslands um skipun nýs forsætisráðherra án þess að fyrir lægi lausnarbeiðni frá sitjandi forsætisráðherra væri markleysa ein og ógild, sbr. 19. gr. stjórnarskrárinnar. Sama myndi gilda um aðrar ákvarðanir forseta sem teknar kynnu að vera með atbeina slíks aðila.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun