Lífríki hafsins – Stöndum vörð um fjöreggið Svandís Svavarsdóttir skrifar 16. júlí 2012 06:00 Hafið umhverfis Íslands er óvenjuauðugt af lífi. Kaldir og hlýir straumar mætast og róta næringarefnum úr hafdjúpunum upp á yfirborðið, þar sem þörungagróður blómstrar. Grugg úr jökulám er frekari áburður fyrir þörungasvifið, sem er undirstaða einhverra auðugustu fiskimiða í heimi. Íslendingar gera sér vel grein fyrir að þessi lifandi auður hafsins er ein helsta undirstaða efnahags og velferðar þjóðarinnar og því er sátt um að tryggja sjálfbærni fiskveiða, þótt deilt sé um hvernig best sé búið um hnútana varðandi aðgang að auðlindinni og rentu af henni. Ákvörðun um veiðar fylgir vísindalegri ráðgjöf – vísindin verða seint óskeikul, en okkur ber skylda til að byggja á bestu þekkingu sem fyrir hendi er. Hrun þorskstofnsins við Nýfundnaland er dæmi um hvernig getur farið ef gengið er of nærri nytjastofnum – og því miður ekki hið eina. Flókin og viðkvæm vistkerfiSkilningi okkar á veiðiþoli stofna og sveiflum í stærð þeirra hefur farið stórlega fram á undanförnum áratugum, en því fer fjarri að við skiljum alla þætti vistkerfisins og tengsl þeirra. Lífríki hafsins er fjölbreytt og við þekkjum vistkerfið í djúpunum minna en það sem við sjáum á þurru landi. Því skiptir máli að reyna að tryggja heilbrigði vistkerfisins alls, en ekki bara að stýra veiðum á einstökum fiskistofnum. Berjast þarf gegn mengun, en einnig þarf t.d. að koma í veg fyrir innrás ágengra tegunda sem geta borist með kjölfestuvatni eða öðrum leiðum á Íslandsmið og valdið skaða. Þá þarf að vernda verðmæt búsvæði lífvera gegn hnjaski, s.s. vegna veiðarfæra. Íslensk stjórnvöld hafa stigið skref í þá átt og m.a. friðað tíu svæði með kaldsjávarkóröllum undan suðurströndinni. Einnig hafa hverastrýtur í Eyjafirði verið friðaðar samkvæmt náttúruverndarlögum og sérstök lög gilda um vernd Breiðafjarðar. Á heimsvísu hafa verið sett markmið um að vernda 10% af hafsvæðum fyrir 2020. Íslensk stjórnvöld hafa ekki sett sér nein slík töluleg markmið fyrir lögsögu sína, enda er stærð verndarsvæða ekki takmark í sjálfu sér, heldur eiga slík svæði að byggja á vísindalegum viðmiðum og verndarþörf. Hér við land er sérstaklega horft til svæða þar sem eru kórallar eða svampar á botni. Ágæt skýrsla um friðun viðkvæmra hafsvæða liggur fyrir frá árinu 2005 og má byggja á henni í frekara starfi að vernd hafsvæða. Taka ber fram að fiskveiðar eru ekki endilega bannaðar á verndarsvæðum, þótt þar séu ákveðnar takmarkanir sem miða að vernd verðmætra botngerða eða annarra þátta lífríkisins. Stundum getur vernd kóralla eða annarra vistkerfa stuðlað að auknum fiskveiðum, ef um er að ræða lífauðug svæði sem gegna hlutverki í hrygningu eða seiðauppeldi. Almennt gildir sú regla að reyna að lágmarka skaða sem athafnir mannsins geta valdið á lífríkinu, sem oft er hægt að gera með bættu skipulagi og veiðiaðferðum án þess að draga úr afla eða verðmæti hans. Sjálfbær nýting að leiðarljósiEkki verður skilið við umfjöllun um lífríki hafsins án þess að minnast á veiðar á hval og sel. Á alþjóðavettvangi er deilt um þá stefnu sem Alþingi hefur markað um að styðja hvalveiðar svo lengi sem þær geta talist vera sjálfbærar og fari fram í samræmi við ákvæði alþjóðalaga. Það þarf hins vegar að gera á skynsamlegan hátt og tryggja að lög og reglur séu uppfærð og í samræmi við alþjóðasamninga og viðurkennd viðmið. Lög um hvalveiðar eru frá 1949 og mega vel við uppfærslu. Innan tíðar mun sú vinna fara af stað undir sameiginlegu forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Löggjöf um selveiðar er gloppótt – nýjustu lögin þar eru um 80 ára gömul og fjalla um útrýmingu sels í Húnaósi og bætur til prests á brauðinu sem hafði þar nytjar. Það er brýnt að setja heildstæð lög um vernd og veiðar á sel, sem standast nútímakröfur, og þyrfti m.a. að hafa í huga að selaskoðun er vænlegur og vaxandi kimi í ferðaþjónustu og sjálfsagt að skoða svæðisbundna vernd samhliða því sem nytjaþátturinn yrði uppfærður. Íslendingar hafa almennt gott orð á sér fyrir sjálfbærar nytjar á lifandi auðlindum hafsins, þótt umræða um hvalveiðar á heimsvísu kasti stundum rýrð þar á. Það skiptir okkur miklu að halda því orðspori og marka skýra stefnu á öllum sviðum sem varða vernd lífríkis hafsins og sjálfbæra nýtingu þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Hafið umhverfis Íslands er óvenjuauðugt af lífi. Kaldir og hlýir straumar mætast og róta næringarefnum úr hafdjúpunum upp á yfirborðið, þar sem þörungagróður blómstrar. Grugg úr jökulám er frekari áburður fyrir þörungasvifið, sem er undirstaða einhverra auðugustu fiskimiða í heimi. Íslendingar gera sér vel grein fyrir að þessi lifandi auður hafsins er ein helsta undirstaða efnahags og velferðar þjóðarinnar og því er sátt um að tryggja sjálfbærni fiskveiða, þótt deilt sé um hvernig best sé búið um hnútana varðandi aðgang að auðlindinni og rentu af henni. Ákvörðun um veiðar fylgir vísindalegri ráðgjöf – vísindin verða seint óskeikul, en okkur ber skylda til að byggja á bestu þekkingu sem fyrir hendi er. Hrun þorskstofnsins við Nýfundnaland er dæmi um hvernig getur farið ef gengið er of nærri nytjastofnum – og því miður ekki hið eina. Flókin og viðkvæm vistkerfiSkilningi okkar á veiðiþoli stofna og sveiflum í stærð þeirra hefur farið stórlega fram á undanförnum áratugum, en því fer fjarri að við skiljum alla þætti vistkerfisins og tengsl þeirra. Lífríki hafsins er fjölbreytt og við þekkjum vistkerfið í djúpunum minna en það sem við sjáum á þurru landi. Því skiptir máli að reyna að tryggja heilbrigði vistkerfisins alls, en ekki bara að stýra veiðum á einstökum fiskistofnum. Berjast þarf gegn mengun, en einnig þarf t.d. að koma í veg fyrir innrás ágengra tegunda sem geta borist með kjölfestuvatni eða öðrum leiðum á Íslandsmið og valdið skaða. Þá þarf að vernda verðmæt búsvæði lífvera gegn hnjaski, s.s. vegna veiðarfæra. Íslensk stjórnvöld hafa stigið skref í þá átt og m.a. friðað tíu svæði með kaldsjávarkóröllum undan suðurströndinni. Einnig hafa hverastrýtur í Eyjafirði verið friðaðar samkvæmt náttúruverndarlögum og sérstök lög gilda um vernd Breiðafjarðar. Á heimsvísu hafa verið sett markmið um að vernda 10% af hafsvæðum fyrir 2020. Íslensk stjórnvöld hafa ekki sett sér nein slík töluleg markmið fyrir lögsögu sína, enda er stærð verndarsvæða ekki takmark í sjálfu sér, heldur eiga slík svæði að byggja á vísindalegum viðmiðum og verndarþörf. Hér við land er sérstaklega horft til svæða þar sem eru kórallar eða svampar á botni. Ágæt skýrsla um friðun viðkvæmra hafsvæða liggur fyrir frá árinu 2005 og má byggja á henni í frekara starfi að vernd hafsvæða. Taka ber fram að fiskveiðar eru ekki endilega bannaðar á verndarsvæðum, þótt þar séu ákveðnar takmarkanir sem miða að vernd verðmætra botngerða eða annarra þátta lífríkisins. Stundum getur vernd kóralla eða annarra vistkerfa stuðlað að auknum fiskveiðum, ef um er að ræða lífauðug svæði sem gegna hlutverki í hrygningu eða seiðauppeldi. Almennt gildir sú regla að reyna að lágmarka skaða sem athafnir mannsins geta valdið á lífríkinu, sem oft er hægt að gera með bættu skipulagi og veiðiaðferðum án þess að draga úr afla eða verðmæti hans. Sjálfbær nýting að leiðarljósiEkki verður skilið við umfjöllun um lífríki hafsins án þess að minnast á veiðar á hval og sel. Á alþjóðavettvangi er deilt um þá stefnu sem Alþingi hefur markað um að styðja hvalveiðar svo lengi sem þær geta talist vera sjálfbærar og fari fram í samræmi við ákvæði alþjóðalaga. Það þarf hins vegar að gera á skynsamlegan hátt og tryggja að lög og reglur séu uppfærð og í samræmi við alþjóðasamninga og viðurkennd viðmið. Lög um hvalveiðar eru frá 1949 og mega vel við uppfærslu. Innan tíðar mun sú vinna fara af stað undir sameiginlegu forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Löggjöf um selveiðar er gloppótt – nýjustu lögin þar eru um 80 ára gömul og fjalla um útrýmingu sels í Húnaósi og bætur til prests á brauðinu sem hafði þar nytjar. Það er brýnt að setja heildstæð lög um vernd og veiðar á sel, sem standast nútímakröfur, og þyrfti m.a. að hafa í huga að selaskoðun er vænlegur og vaxandi kimi í ferðaþjónustu og sjálfsagt að skoða svæðisbundna vernd samhliða því sem nytjaþátturinn yrði uppfærður. Íslendingar hafa almennt gott orð á sér fyrir sjálfbærar nytjar á lifandi auðlindum hafsins, þótt umræða um hvalveiðar á heimsvísu kasti stundum rýrð þar á. Það skiptir okkur miklu að halda því orðspori og marka skýra stefnu á öllum sviðum sem varða vernd lífríkis hafsins og sjálfbæra nýtingu þess.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun