Þar sem Evrópa endar? Um Ísland í Evrópu Árni Páll Árnason skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Við lifum mikla umbrotatíma. Óþarfi er að fjölyrða um íslenskt banka- og gjaldeyrishrun og afleiðingar þess. Um alla Evrópu hafa afleiðingar fjármálakreppunnar árið 2008 líka verið miklar og langvarandi. Allar þessar hræringar vekja spurningar um evrópskt efnahagssamstarf og gildi þess. Þess vegna er óhjákvæmilegt að allir hugi að stöðu Íslands í evrópsku samstarfi og hvernig hún verði best tryggð. Sjálfsagt er til dæmis í þessu samhengi að spyrja hvort aðildarumsóknin sé tímaskekkja og hvort EES-samningurinn dugi okkur. En við verðum að meta þessa stöðu af raunsæi. Aðild leysir ekki sjálfkrafa úr öllum erfiðleikum sem að löndum steðja eftir fjármálakreppuna, en staða utan evrusamstarfsins gerir það ekki heldur. Þátttaka í Evrópusamstarfi hefur í för með sér hættur, rétt eins og ávinning. Fyrsta skrefið er því að greina þátttöku Íslands í Evrópusamstarfi frá því EES-samningurinn var gerður og hvaða jákvæðar og neikvæðar afleiðingar þessi opnun hagkerfisins hefur haft. Ísland varð með EES-samningnum árið 1993 aðili að mikilvægasta þætti Evrópusamstarfsins, innri markaði sem tryggir hindrunarlaus viðskipti með vörur, þjónustu, frjálsa för vinnuafls og fjármagnshreyfingar. Ástæðan fyrir aðild okkar að innri markaðnum þá var augljós, en þó langt í frá óumdeild. Íslenskt efnahagslíf var komið í ógöngur einangrunar, hringamyndunar og pólitískra flokkadrátta undir lok níunda áratugar síðustu aldar. Fyrir ungu fólki í dag hljómar það fjarstæðukennt að pólitískar skoðanir en ekki vörugæði hafi ráðið kaupum á bifreiðum, tækjum, olíu, tryggingum og frakt, en sú var engu að síður raunin. Hægt var að aka um sveitir landsins og sjá á bíla- og vélakosti hvort viðkomandi bóndi kysi Framsókn eða Sjálfstæðisflokk. Frægt er tilsvar Framsóknarmannsins: „Frekar keyri ég bensínlaus en á bensíni frá Skeljungi.“ Þetta einhæfa atvinnulíf var komið í þrot af súrefnisleysi undir lok níunda áratugar síðustu aldar. Það var óhagkvæmt, varið fyrir samkeppni og naut hvorki fullnægjandi aðgangs að fjármagni á arðsemisforsendum né erlendum mörkuðum. Hið lokaða Ísland forréttindahópa Kolkrabba og Sambandsins gekk vel á meðan sjávarafli jókst ár frá ári, en um leið og gjöfular auðlindir hættu að niðurgreiða kostnað þjóðarinnar af fákeppni og klíkuveldi hætti hagkerfið að vaxa. EES-samningurinn leysti þetta vandamál í einu vetfangi og var alger forsenda efnahagsuppgangs sem hófst strax upp úr miðjum tíunda áratug tuttugustu aldar. Íslenskar útflutningsgreinar fengu fullan og hindrunarlausan markaðsaðgang og tollar á flestar sjávarafurðir féllu niður. Íslenskar samkeppnisgreinar fengu ný vaxtartækifæri sem þær nýttu vel – Össur, Marel, Actavis, CCP eru bara nokkur dæmi um fyrirtæki sem uxu í skjóli frjálsra markaðsviðskipta og aðgangs að fjármagni og mörkuðum og hefðu ekki getað vaxið með sama hætti fyrir tilkomu EES-samningsins. Samkeppnislöggjöf var sett í fyrsta sinn að evrópskri fyrirmynd og þannig var bundinn endir á víðtækt og landlægt samráð um verð og framboð á vöru og þjónustu, sem hafði takmarkað getu samfélagsins til verðmætasköpunar um áratugi og jafnvel aldir. EES-samningurinn opnaði einnig fyrir erlent fjármagnsstreymi til Íslands, sem var burðarstoð í uppbyggingu atvinnulífsins. Nágrannalönd okkar búa við aldalanga reynslu af frjálsum mörkuðum, þar sem ólíkir hagsmunir leikast á og aðferðir við eftirlit með markaðshegðun hefur þróast á löngum tíma. Reynsla Íslands af frjálsum og valddreifðum markaði nær ekki einu sinni tveimur tugum ára. EES-samningnum fylgdi líka fjölþjóðlegt eftirlit og dómsvald, sem var ekki síður mikilvægt. Eftirlitsstofnun EFTA var sett á fót til að tryggja að íslensk stjórnvöld færu að samningnum og EFTA-dómstólnum var falið dómsvald um réttindi og skyldur. EES gaf Íslendingum þannig kærkomið og langþráð frelsi til athafna í eigin rétti, braut niður pólitískt skömmtunarvald og kom böndum á rótgróið ofríki íslenskra stjórnvalda gagnvart eigin borgurum. „Með EES fengum við frelsi til að vera við sjálf,“ sagði ein góð kona. Hannes Pétursson orðaði í frægu kvæði tilvistarspurningu Íslendingsins með þeim hætti sem vísað er til í heiti þessarar greinar: „Minn staður er hér, þar sem Evrópa endar.“ Hinn augljósi ávinningur af aðild Íslands að hinu evrópska viðskiptaumhverfi ætti að leiða okkur að þeirri niðurstöðu að við eigum augljóslega heima í Evrópu og Ísland sé ekki handan endimarka Evrópu. En þrátt fyrir þennan mikla ávinning hefur alþjóðavæðing efnahagslífsins og aðild okkar að EES líka haft í för með sér ýmsa neikvæða fylgikvilla og gert okkur berskjölduð gagnvart stórviðrum í hinu alþjóðlega fjármálaumhverfi. Um það mun ég fjalla í næstu grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum mikla umbrotatíma. Óþarfi er að fjölyrða um íslenskt banka- og gjaldeyrishrun og afleiðingar þess. Um alla Evrópu hafa afleiðingar fjármálakreppunnar árið 2008 líka verið miklar og langvarandi. Allar þessar hræringar vekja spurningar um evrópskt efnahagssamstarf og gildi þess. Þess vegna er óhjákvæmilegt að allir hugi að stöðu Íslands í evrópsku samstarfi og hvernig hún verði best tryggð. Sjálfsagt er til dæmis í þessu samhengi að spyrja hvort aðildarumsóknin sé tímaskekkja og hvort EES-samningurinn dugi okkur. En við verðum að meta þessa stöðu af raunsæi. Aðild leysir ekki sjálfkrafa úr öllum erfiðleikum sem að löndum steðja eftir fjármálakreppuna, en staða utan evrusamstarfsins gerir það ekki heldur. Þátttaka í Evrópusamstarfi hefur í för með sér hættur, rétt eins og ávinning. Fyrsta skrefið er því að greina þátttöku Íslands í Evrópusamstarfi frá því EES-samningurinn var gerður og hvaða jákvæðar og neikvæðar afleiðingar þessi opnun hagkerfisins hefur haft. Ísland varð með EES-samningnum árið 1993 aðili að mikilvægasta þætti Evrópusamstarfsins, innri markaði sem tryggir hindrunarlaus viðskipti með vörur, þjónustu, frjálsa för vinnuafls og fjármagnshreyfingar. Ástæðan fyrir aðild okkar að innri markaðnum þá var augljós, en þó langt í frá óumdeild. Íslenskt efnahagslíf var komið í ógöngur einangrunar, hringamyndunar og pólitískra flokkadrátta undir lok níunda áratugar síðustu aldar. Fyrir ungu fólki í dag hljómar það fjarstæðukennt að pólitískar skoðanir en ekki vörugæði hafi ráðið kaupum á bifreiðum, tækjum, olíu, tryggingum og frakt, en sú var engu að síður raunin. Hægt var að aka um sveitir landsins og sjá á bíla- og vélakosti hvort viðkomandi bóndi kysi Framsókn eða Sjálfstæðisflokk. Frægt er tilsvar Framsóknarmannsins: „Frekar keyri ég bensínlaus en á bensíni frá Skeljungi.“ Þetta einhæfa atvinnulíf var komið í þrot af súrefnisleysi undir lok níunda áratugar síðustu aldar. Það var óhagkvæmt, varið fyrir samkeppni og naut hvorki fullnægjandi aðgangs að fjármagni á arðsemisforsendum né erlendum mörkuðum. Hið lokaða Ísland forréttindahópa Kolkrabba og Sambandsins gekk vel á meðan sjávarafli jókst ár frá ári, en um leið og gjöfular auðlindir hættu að niðurgreiða kostnað þjóðarinnar af fákeppni og klíkuveldi hætti hagkerfið að vaxa. EES-samningurinn leysti þetta vandamál í einu vetfangi og var alger forsenda efnahagsuppgangs sem hófst strax upp úr miðjum tíunda áratug tuttugustu aldar. Íslenskar útflutningsgreinar fengu fullan og hindrunarlausan markaðsaðgang og tollar á flestar sjávarafurðir féllu niður. Íslenskar samkeppnisgreinar fengu ný vaxtartækifæri sem þær nýttu vel – Össur, Marel, Actavis, CCP eru bara nokkur dæmi um fyrirtæki sem uxu í skjóli frjálsra markaðsviðskipta og aðgangs að fjármagni og mörkuðum og hefðu ekki getað vaxið með sama hætti fyrir tilkomu EES-samningsins. Samkeppnislöggjöf var sett í fyrsta sinn að evrópskri fyrirmynd og þannig var bundinn endir á víðtækt og landlægt samráð um verð og framboð á vöru og þjónustu, sem hafði takmarkað getu samfélagsins til verðmætasköpunar um áratugi og jafnvel aldir. EES-samningurinn opnaði einnig fyrir erlent fjármagnsstreymi til Íslands, sem var burðarstoð í uppbyggingu atvinnulífsins. Nágrannalönd okkar búa við aldalanga reynslu af frjálsum mörkuðum, þar sem ólíkir hagsmunir leikast á og aðferðir við eftirlit með markaðshegðun hefur þróast á löngum tíma. Reynsla Íslands af frjálsum og valddreifðum markaði nær ekki einu sinni tveimur tugum ára. EES-samningnum fylgdi líka fjölþjóðlegt eftirlit og dómsvald, sem var ekki síður mikilvægt. Eftirlitsstofnun EFTA var sett á fót til að tryggja að íslensk stjórnvöld færu að samningnum og EFTA-dómstólnum var falið dómsvald um réttindi og skyldur. EES gaf Íslendingum þannig kærkomið og langþráð frelsi til athafna í eigin rétti, braut niður pólitískt skömmtunarvald og kom böndum á rótgróið ofríki íslenskra stjórnvalda gagnvart eigin borgurum. „Með EES fengum við frelsi til að vera við sjálf,“ sagði ein góð kona. Hannes Pétursson orðaði í frægu kvæði tilvistarspurningu Íslendingsins með þeim hætti sem vísað er til í heiti þessarar greinar: „Minn staður er hér, þar sem Evrópa endar.“ Hinn augljósi ávinningur af aðild Íslands að hinu evrópska viðskiptaumhverfi ætti að leiða okkur að þeirri niðurstöðu að við eigum augljóslega heima í Evrópu og Ísland sé ekki handan endimarka Evrópu. En þrátt fyrir þennan mikla ávinning hefur alþjóðavæðing efnahagslífsins og aðild okkar að EES líka haft í för með sér ýmsa neikvæða fylgikvilla og gert okkur berskjölduð gagnvart stórviðrum í hinu alþjóðlega fjármálaumhverfi. Um það mun ég fjalla í næstu grein.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun