Krafan er einföld og auðskilin Árni Stefán Jónsson skrifar 17. ágúst 2012 06:00 Með jöfnu millibili birtast fréttir og greinar um lífeyriskjör opinberra starfsmanna. Þessar fréttir eru þó oftar en ekki mjög ónákvæmar og gefa villandi upplýsingar um stöðu lífeyrismála og þá sér í lagi um stöðu lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna (LSR). Reglulega er þó reynt að leiðrétta helstu villur í umræðunni, hér er það gert enn og aftur. Síðustu fréttir af lífeyrismálum opinberra starfsmanna birtust m.a. í Fréttablaðinu. Þar var farið yfir stöðu LSR, bæði A- og B-deildarinnar. Sú yfirferð var að mörgu leyti ágæt, en umfjöllunin var sett þannig fram að ætli mátti að lífeyriskjör opinberra ríkisstarfsmanna væru forréttindi en ekki hluti af starfskjörum þeirra. Í umfjölluninni var sáð fræi tortryggni og óvildar í garð ríkisstarfsmanna með ósanngjörnum hætti. Málinu var stillt þannig upp að til þess að ríkið gæti staðið við launagreiðslur til sinna starfsmanna, þá yrði að hækka skatta, eða að skattgreiðendur þyrftu hver og einn að fara ofan í eigin vasa til að borga í lífeyriskerfi ríkisstarfsmanna. Þetta er auðvitað fráleit framsetning. Ríkið er atvinnurekandi og fær sínar tekjur að mestu leyti af skattgreiðslum frá almenningi, sem sumir hverjir eru vel að merkja einnig ríkisstarfsmenn. Ríkið notar síðan þessar tekjur til að greiða ýmsa þjónustu fyrir landsmenn, s.s. skóla- og heilbrigðiskerfi. Hluti þessara greiðslna eru laun þeirra sem starfa við almannaþjónustuna – starfsmenn ríkisins. Í stuttu máli lítur málið út svona: 1. Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna (LSR) er skipt í A-deild og B-deild. B-deildin er „gamla fyrirkomulagið" en það var lokað fyrir nýjum starfsmönnum 1997. 2. B-deild lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna var bæði uppsöfnunar- og gegnumstreymissjóður. Ríki og sveitarfélög greiddu lögbundinn lífeyri til sjóðanna, annað hvort fyrirfram eða í síðasta lagi þegar sjóðsfélagi hóf töku lífeyris. Í tilfelli LSR þá hefur ríkið sem atvinnurekandi ekki greitt sinn hluta lífeyrisins til sjóðsins eins og það átti að gera. Þess vegna hafa hlaðist upp skuldir ríkisins við sjóðinn. 3. A-deildin er uppbyggð eins og lífeyrissjóðir á hinum almenna markaði. Það sem er frábrugðið er hins vegar að réttindi starfsmanna í LSR eru tryggð, þannig að ef sjóðurinn stendur ekki undir þeim réttindum sem eru óaðskiljanlegur hluti launakjaranna, þá ber stjórn sjóðsins að hækka iðgjaldið samkvæmt lögum. Skuldir ríkisins við A-deildina eru tilkomnar vegna þess að stjórnvöld hafa neitað að hækka iðgjald til sjóðsins eins og lögbundið er. Iðgjaldið hefur ekki staðið undir réttindum í nokkurn tíma vegna þess að atvinnurekandinn neitar að standa við skuldbindingar sínar. Það átti að hækka iðgjaldið árið 2009, en ríkið hefur komist undan því með bráðabirgðaákvæðum í lögum sem heimila því að draga það á langinn. Á meðan hækkar skuldin. Niðurstaðan er því sú að ríkið sem atvinnurekandi skuldar sínum starfsmönnum, bæði núverandi og þeim sem komnir eru á lífeyri. Ímyndum okkur atvinnurekanda á almennum markaði sem ekki greiðir lögbundin gjöld af launum starfsmanna sinna. Hvað er gert? Gjöldin eru sótt, ekki satt? Um þetta snýst málið. Krafa opinberra starfsmanna er einföld og auðskilin. Við viljum að ríkið borgi skuldir sínar eins og aðrir atvinnurekendur í þessu landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Með jöfnu millibili birtast fréttir og greinar um lífeyriskjör opinberra starfsmanna. Þessar fréttir eru þó oftar en ekki mjög ónákvæmar og gefa villandi upplýsingar um stöðu lífeyrismála og þá sér í lagi um stöðu lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna (LSR). Reglulega er þó reynt að leiðrétta helstu villur í umræðunni, hér er það gert enn og aftur. Síðustu fréttir af lífeyrismálum opinberra starfsmanna birtust m.a. í Fréttablaðinu. Þar var farið yfir stöðu LSR, bæði A- og B-deildarinnar. Sú yfirferð var að mörgu leyti ágæt, en umfjöllunin var sett þannig fram að ætli mátti að lífeyriskjör opinberra ríkisstarfsmanna væru forréttindi en ekki hluti af starfskjörum þeirra. Í umfjölluninni var sáð fræi tortryggni og óvildar í garð ríkisstarfsmanna með ósanngjörnum hætti. Málinu var stillt þannig upp að til þess að ríkið gæti staðið við launagreiðslur til sinna starfsmanna, þá yrði að hækka skatta, eða að skattgreiðendur þyrftu hver og einn að fara ofan í eigin vasa til að borga í lífeyriskerfi ríkisstarfsmanna. Þetta er auðvitað fráleit framsetning. Ríkið er atvinnurekandi og fær sínar tekjur að mestu leyti af skattgreiðslum frá almenningi, sem sumir hverjir eru vel að merkja einnig ríkisstarfsmenn. Ríkið notar síðan þessar tekjur til að greiða ýmsa þjónustu fyrir landsmenn, s.s. skóla- og heilbrigðiskerfi. Hluti þessara greiðslna eru laun þeirra sem starfa við almannaþjónustuna – starfsmenn ríkisins. Í stuttu máli lítur málið út svona: 1. Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna (LSR) er skipt í A-deild og B-deild. B-deildin er „gamla fyrirkomulagið" en það var lokað fyrir nýjum starfsmönnum 1997. 2. B-deild lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna var bæði uppsöfnunar- og gegnumstreymissjóður. Ríki og sveitarfélög greiddu lögbundinn lífeyri til sjóðanna, annað hvort fyrirfram eða í síðasta lagi þegar sjóðsfélagi hóf töku lífeyris. Í tilfelli LSR þá hefur ríkið sem atvinnurekandi ekki greitt sinn hluta lífeyrisins til sjóðsins eins og það átti að gera. Þess vegna hafa hlaðist upp skuldir ríkisins við sjóðinn. 3. A-deildin er uppbyggð eins og lífeyrissjóðir á hinum almenna markaði. Það sem er frábrugðið er hins vegar að réttindi starfsmanna í LSR eru tryggð, þannig að ef sjóðurinn stendur ekki undir þeim réttindum sem eru óaðskiljanlegur hluti launakjaranna, þá ber stjórn sjóðsins að hækka iðgjaldið samkvæmt lögum. Skuldir ríkisins við A-deildina eru tilkomnar vegna þess að stjórnvöld hafa neitað að hækka iðgjald til sjóðsins eins og lögbundið er. Iðgjaldið hefur ekki staðið undir réttindum í nokkurn tíma vegna þess að atvinnurekandinn neitar að standa við skuldbindingar sínar. Það átti að hækka iðgjaldið árið 2009, en ríkið hefur komist undan því með bráðabirgðaákvæðum í lögum sem heimila því að draga það á langinn. Á meðan hækkar skuldin. Niðurstaðan er því sú að ríkið sem atvinnurekandi skuldar sínum starfsmönnum, bæði núverandi og þeim sem komnir eru á lífeyri. Ímyndum okkur atvinnurekanda á almennum markaði sem ekki greiðir lögbundin gjöld af launum starfsmanna sinna. Hvað er gert? Gjöldin eru sótt, ekki satt? Um þetta snýst málið. Krafa opinberra starfsmanna er einföld og auðskilin. Við viljum að ríkið borgi skuldir sínar eins og aðrir atvinnurekendur í þessu landi.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun