Bundin í báða skó? - Um Ísland í Evrópu Árni Páll Árnason skrifar 27. ágúst 2012 05:00 Í fyrri greinum hef ég rakið þann mikla ávinning sem varð af opnun íslensks efnahagslífs með EES-samningnum, en jafnframt hversu viðkvæmt hagkerfið reyndist vera fyrir frjálsum fjármagnshreyfingum. Ég hef líka rakið að evruríkin glíma í dag við afleiðingar misvægis sem er eðlislíkt því sem við höfum þurft við að etja. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er hvernig við getum áfram verið hluti af hinu evrópska viðskiptaumhverfi og hvort EES-samningurinn dugi okkur til þess eða hvort aðild að ESB færi okkur betri tæki til að verjast og sækja fram fyrir íslenska hagsmuni. En fyrst þurfum við að meta raunsætt stöðu okkar í dag. Við búum vissulega enn við marga kosti EES-samningsins. Íslensk fyrirtæki njóta aðgangs að evrópskum markaði fyrir vöru sína og þjónustu og við getum frjáls tekið okkur búsetu hvar sem er á hinu evrópska efnahagssvæði og fengið þar vinnu. En við höfum ekki getað lifað við frjálsar fjármagnshreyfingar og neyðst til þess að setja á gjaldeyrishöft. Þau verja okkur í dag fyrir afleiðingum þess misvægis sem fyrr var vikið að, en valda því líka að fjármagn streymir ekki til landsins til að þjónusta íslenskt efnahagslíf og fólk og fyrirtæki í milliríkjaviðskiptum lenda daglega í vandræðum vegna hafta. Samkeppnishæfustu fyrirtæki okkar kjósa að vaxa í útlöndum, fremur en á Íslandi, eins og ég rakti í þriggja greina flokki hér í vor. Eftir að greinarnar birtust spratt allmikil umræða um höftin, skaðsemi þeirra og leiðina út úr þeim. Það sem mér þótti standa upp úr eftir þá umræðu var að erfiðasta hindrunin í vegi afnáms hafta væri hin fullkomna óvissa sem væri um hvað það væri sem tæki við eftir höft. Mun krónan einungis taka dýfu í nokkra mánuði og ná svo aftur eðlilegu jafnvægisgengi eða getum við búist við langvinnu tímabili veiks gengis krónunnar með gósentíð útflutningsgreina en hörmulegum afleiðingum fyrir innlenda verslun, þjónustugreinar og skuldsett heimili? Allir þekkja aflandskrónuvandann og óþarfi að fjölyrða um hann. Aflandskrónurnar þurfa út og við verðum að geta losað þær út á kjörum sem við stöndum undir. Hitt gleymist oft í umræðunni að íslenskt efnahagslíf er nú þegar mjög skuldsett í erlendum gjaldeyri. Ríki, sveitarfélög, orkufyrirtæki og einstök fyrirtæki eru með erlendar skuldir. Til að greiða af þessum skuldum þarf að afla gjaldeyris. Nýir bankar eru í erlendri eigu og munu greiða arð til eigenda sinna úr landi á næstu árum. Til þess þarf líka gjaldeyri. Stærsti óvissuþátturinn sem háir okkur nú við afnám hafta er hvert raunverulegt heildarumfang þessara skuldbindinga er og hvort geta þjóðarinnar til að afla gjaldeyris mun standa undir því útflæði sem fyrirsjáanlegt er vegna þeirra á næstu áratugum. Er Ísland, með öðrum orðum, of skuldsett í erlendum gjaldeyri? Mikilvægasta verkefni næstu mánaða er að kortleggja þessa stöðu til fulls. Við það mat er mikilvægt að velta við hverjum steini, taka alla þætti með í reikninginn og vanmeta ekki útflæðisþrýstinginn. Við höfum til dæmis séð erlendar eignir lífeyrissjóðanna rýrna hlutfallslega á undanförnum árum og það er óumflýjanlegt að þeir verji miklum hluta handbærs fjár til fjárfestinga erlendis um leið og höftum verður aflétt, ef þeir eiga að ná að dreifa áhættu sinni og standa undir því hlutverki sem þeim hefur verið falið. Við verðum að gera ráð fyrir öllu slíku í þessu reikningsdæmi. Það borgar sig ekki að nálgast þetta verkefni með „þetta reddast" hugarfarinu. Þvert á móti er staðan sú að ef við tökum ekki allt með í reikninginn og vanmetum heildarumfang skuldbindinganna eru allar líkur á að krónan súnki við afnám gjaldeyrishafta og haldist veik um langa hríð, með hörmulegum afleiðingum fyrir efnahagslífið. En hvað er til ráða ef aflandskrónur og erlendar afborganir opinberra aðila og einkaaðila – allra hér á Íslandi – reynast meiri en sem nemur getu landsins til að skapa gjaldeyri? Þá bíður okkar mikilvægt verkefni, sem eru samningar við erlenda kröfuhafa um lækkun þessara skulda. Erlendir kröfuhafar hafa hag af því að Íslandi gangi vel og þeim getur ekki hugnast sú framtíðarsýn að íslenskt efnahagslíf læsist í doða vegna ofskuldsetningar. Við höfum í tvígang áður gripið til aðgerða sem greiddu fyrir skynsamlegum skuldaskilum við erlenda kröfuhafa. Fyrst settum við Neyðarlögin, sem vörðu hagkerfið. Næst var samið um skiptingu bankanna í gamla og nýja og svigrúm skapað fyrir úrvinnslu skulda heimila og fyrirtækja. Nú er síðasta verkefnið eftir: Að tryggja að Ísland í heild – ríkisrekstur sem einkarekstur – geti staðið undir erlendum skuldum. Ef þetta verkefni tekst vel er mögulegt að setja meiri kraft í afnám gjaldeyrishafta. Þá tekst líka að draga verulega úr hættunni á því að krónan nái sér ekki aftur á strik í kjölfar afnáms hafta. En eftir stendur þá spurningin um hvort krónan muni geta spjarað sig í eðlilegum viðskiptum á gjaldeyrismarkaði eftir að höft hafa verið afnumin. Getur krónan virkað án sérstakra stuðningsaðgerða og verður verðmyndun hennar eðlileg? Getum við lifað við þá umgjörð sem EES-samningurinn skapar um frjálst fjármagnsflæði? Ég leita áfram svara við því í næstu greinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Tengdar fréttir Skuldadagar. Um Ísland í Evrópu Í fyrri greinum hef ég rakið þann mikla ávinning sem við höfum haft af opnun hagkerfisins með EES-samningnum en líka rætt hversu berskjölduð við urðum þá fyrir hræringum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Markmið okkar hlýtur nú að vera að koma Íslandi aftur í full tengsl við hið alþjóðlega viðskiptaumhverfi, en tryggja okkur líka fullnægjandi hagvarnir svo að við verðum ekki aftur jafn berskjölduð og við höfum verið síðustu ár. Og stóra spurningin er hvort það sé mögulegt innan EES eða hvort það verði auðveldara með aðild að ESB? 21. ágúst 2012 06:00 Þar sem Evrópa endar? Um Ísland í Evrópu Við lifum mikla umbrotatíma. Óþarfi er að fjölyrða um íslenskt banka- og gjaldeyrishrun og afleiðingar þess. Um alla Evrópu hafa afleiðingar fjármálakreppunnar árið 2008 líka verið miklar og langvarandi. Allar þessar hræringar vekja spurningar um evrópskt efnahagssamstarf og gildi þess. 16. ágúst 2012 06:00 Frjáls við ysta haf? Um Ísland í Evrópu Í síðustu grein rakti ég hinn mikla ávinning sem orðið hefur af þátttöku Íslands í evrópskri efnahagssamvinnu, frá aðild okkar að EES-samningnum. 17. ágúst 2012 06:00 Er duna jarðarstríð. Um Ísland í Evrópu Í síðustu greinum hef ég rakið ávinninginn af þátttöku Íslands í evrópskri efnahagssamvinnu, frá aðild okkar að EES-samningnum, en líka fjallað um hversu vanbúið íslenskt efnahagslíf var til að ganga inn í fullkomlega frjálst viðskiptaumhverfi þegar EES-samningurinn tók gildi. 18. ágúst 2012 06:00 Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum hef ég rakið þann mikla ávinning sem varð af opnun íslensks efnahagslífs með EES-samningnum, en jafnframt hversu viðkvæmt hagkerfið reyndist vera fyrir frjálsum fjármagnshreyfingum. Ég hef líka rakið að evruríkin glíma í dag við afleiðingar misvægis sem er eðlislíkt því sem við höfum þurft við að etja. Spurningin sem við stöndum frammi fyrir er hvernig við getum áfram verið hluti af hinu evrópska viðskiptaumhverfi og hvort EES-samningurinn dugi okkur til þess eða hvort aðild að ESB færi okkur betri tæki til að verjast og sækja fram fyrir íslenska hagsmuni. En fyrst þurfum við að meta raunsætt stöðu okkar í dag. Við búum vissulega enn við marga kosti EES-samningsins. Íslensk fyrirtæki njóta aðgangs að evrópskum markaði fyrir vöru sína og þjónustu og við getum frjáls tekið okkur búsetu hvar sem er á hinu evrópska efnahagssvæði og fengið þar vinnu. En við höfum ekki getað lifað við frjálsar fjármagnshreyfingar og neyðst til þess að setja á gjaldeyrishöft. Þau verja okkur í dag fyrir afleiðingum þess misvægis sem fyrr var vikið að, en valda því líka að fjármagn streymir ekki til landsins til að þjónusta íslenskt efnahagslíf og fólk og fyrirtæki í milliríkjaviðskiptum lenda daglega í vandræðum vegna hafta. Samkeppnishæfustu fyrirtæki okkar kjósa að vaxa í útlöndum, fremur en á Íslandi, eins og ég rakti í þriggja greina flokki hér í vor. Eftir að greinarnar birtust spratt allmikil umræða um höftin, skaðsemi þeirra og leiðina út úr þeim. Það sem mér þótti standa upp úr eftir þá umræðu var að erfiðasta hindrunin í vegi afnáms hafta væri hin fullkomna óvissa sem væri um hvað það væri sem tæki við eftir höft. Mun krónan einungis taka dýfu í nokkra mánuði og ná svo aftur eðlilegu jafnvægisgengi eða getum við búist við langvinnu tímabili veiks gengis krónunnar með gósentíð útflutningsgreina en hörmulegum afleiðingum fyrir innlenda verslun, þjónustugreinar og skuldsett heimili? Allir þekkja aflandskrónuvandann og óþarfi að fjölyrða um hann. Aflandskrónurnar þurfa út og við verðum að geta losað þær út á kjörum sem við stöndum undir. Hitt gleymist oft í umræðunni að íslenskt efnahagslíf er nú þegar mjög skuldsett í erlendum gjaldeyri. Ríki, sveitarfélög, orkufyrirtæki og einstök fyrirtæki eru með erlendar skuldir. Til að greiða af þessum skuldum þarf að afla gjaldeyris. Nýir bankar eru í erlendri eigu og munu greiða arð til eigenda sinna úr landi á næstu árum. Til þess þarf líka gjaldeyri. Stærsti óvissuþátturinn sem háir okkur nú við afnám hafta er hvert raunverulegt heildarumfang þessara skuldbindinga er og hvort geta þjóðarinnar til að afla gjaldeyris mun standa undir því útflæði sem fyrirsjáanlegt er vegna þeirra á næstu áratugum. Er Ísland, með öðrum orðum, of skuldsett í erlendum gjaldeyri? Mikilvægasta verkefni næstu mánaða er að kortleggja þessa stöðu til fulls. Við það mat er mikilvægt að velta við hverjum steini, taka alla þætti með í reikninginn og vanmeta ekki útflæðisþrýstinginn. Við höfum til dæmis séð erlendar eignir lífeyrissjóðanna rýrna hlutfallslega á undanförnum árum og það er óumflýjanlegt að þeir verji miklum hluta handbærs fjár til fjárfestinga erlendis um leið og höftum verður aflétt, ef þeir eiga að ná að dreifa áhættu sinni og standa undir því hlutverki sem þeim hefur verið falið. Við verðum að gera ráð fyrir öllu slíku í þessu reikningsdæmi. Það borgar sig ekki að nálgast þetta verkefni með „þetta reddast" hugarfarinu. Þvert á móti er staðan sú að ef við tökum ekki allt með í reikninginn og vanmetum heildarumfang skuldbindinganna eru allar líkur á að krónan súnki við afnám gjaldeyrishafta og haldist veik um langa hríð, með hörmulegum afleiðingum fyrir efnahagslífið. En hvað er til ráða ef aflandskrónur og erlendar afborganir opinberra aðila og einkaaðila – allra hér á Íslandi – reynast meiri en sem nemur getu landsins til að skapa gjaldeyri? Þá bíður okkar mikilvægt verkefni, sem eru samningar við erlenda kröfuhafa um lækkun þessara skulda. Erlendir kröfuhafar hafa hag af því að Íslandi gangi vel og þeim getur ekki hugnast sú framtíðarsýn að íslenskt efnahagslíf læsist í doða vegna ofskuldsetningar. Við höfum í tvígang áður gripið til aðgerða sem greiddu fyrir skynsamlegum skuldaskilum við erlenda kröfuhafa. Fyrst settum við Neyðarlögin, sem vörðu hagkerfið. Næst var samið um skiptingu bankanna í gamla og nýja og svigrúm skapað fyrir úrvinnslu skulda heimila og fyrirtækja. Nú er síðasta verkefnið eftir: Að tryggja að Ísland í heild – ríkisrekstur sem einkarekstur – geti staðið undir erlendum skuldum. Ef þetta verkefni tekst vel er mögulegt að setja meiri kraft í afnám gjaldeyrishafta. Þá tekst líka að draga verulega úr hættunni á því að krónan nái sér ekki aftur á strik í kjölfar afnáms hafta. En eftir stendur þá spurningin um hvort krónan muni geta spjarað sig í eðlilegum viðskiptum á gjaldeyrismarkaði eftir að höft hafa verið afnumin. Getur krónan virkað án sérstakra stuðningsaðgerða og verður verðmyndun hennar eðlileg? Getum við lifað við þá umgjörð sem EES-samningurinn skapar um frjálst fjármagnsflæði? Ég leita áfram svara við því í næstu greinum.
Skuldadagar. Um Ísland í Evrópu Í fyrri greinum hef ég rakið þann mikla ávinning sem við höfum haft af opnun hagkerfisins með EES-samningnum en líka rætt hversu berskjölduð við urðum þá fyrir hræringum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Markmið okkar hlýtur nú að vera að koma Íslandi aftur í full tengsl við hið alþjóðlega viðskiptaumhverfi, en tryggja okkur líka fullnægjandi hagvarnir svo að við verðum ekki aftur jafn berskjölduð og við höfum verið síðustu ár. Og stóra spurningin er hvort það sé mögulegt innan EES eða hvort það verði auðveldara með aðild að ESB? 21. ágúst 2012 06:00
Þar sem Evrópa endar? Um Ísland í Evrópu Við lifum mikla umbrotatíma. Óþarfi er að fjölyrða um íslenskt banka- og gjaldeyrishrun og afleiðingar þess. Um alla Evrópu hafa afleiðingar fjármálakreppunnar árið 2008 líka verið miklar og langvarandi. Allar þessar hræringar vekja spurningar um evrópskt efnahagssamstarf og gildi þess. 16. ágúst 2012 06:00
Frjáls við ysta haf? Um Ísland í Evrópu Í síðustu grein rakti ég hinn mikla ávinning sem orðið hefur af þátttöku Íslands í evrópskri efnahagssamvinnu, frá aðild okkar að EES-samningnum. 17. ágúst 2012 06:00
Er duna jarðarstríð. Um Ísland í Evrópu Í síðustu greinum hef ég rakið ávinninginn af þátttöku Íslands í evrópskri efnahagssamvinnu, frá aðild okkar að EES-samningnum, en líka fjallað um hversu vanbúið íslenskt efnahagslíf var til að ganga inn í fullkomlega frjálst viðskiptaumhverfi þegar EES-samningurinn tók gildi. 18. ágúst 2012 06:00
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun