Talibanarnir myrtu sautján veislugesti 28. ágúst 2012 04:00 Uppgangur Uppreisnarmanna Talibanar og aðrir uppreisnarmenn í Afganistan hafa gerst stórtækari að undanförnu eftir því sem fækkar í herliði Bandaríkjanna og NATO í landinu. Tíu afganskir hermenn voru drepnir í fyrrinótt og tveir Bandaríkjamenn féllu fyrir hendi afgansks hermanns í gær. NordicPhotos/AFP Skæruliðar talibana í Afganistan drápu sautján manns, þar af tvær konur í árás í gleðskap á sunnudag. Líkin fundust í vegarkanti, margir höfðu verið afhöfðaðir. Árásin átti sér stað í svokölluðum Musa Qala-hluta Helmand-héraðs þar sem talibanar hafa ráðið ríkjum. Talibanar hafa enn ekki lýst yfir ábyrgð á morðunum, en talsmaður héraðsstjórnarinnar fullyrti að þeir hefðu verið þar að verki. Óvíst er með tilgang árásarinnar, en líkum er leitt að því að illvirkjunum hafi ofboðið tónlistin sem leikin var í teitinu og dans veislugesta. Á yfirráðasvæðum talibana eru strangar reglur um skemmtanir og tónlist var bönnuð. Þessi árás er ein af fjölmörgum sem hafa átt sér stað undanfarna daga og vikur eftir því sem Bandaríkjamenn fækka í herliði sínu í Afganistan. Áætlað er að síðustu herdeildirnar haldi heim á leið fyrir árslok 2014. Tíu afganskir hermenn voru drepnir í árás allt að tvö hundruð talibana á herstöð aðfaranótt mánudags og tveir bandarískir hermenn féllu fyrir hendi afgansks hermanns í Laghman-héraði í gær. Árásum afganskra hermanna á liðsmenn NATO hefur fjölgað mikið í ár. Alls hafa 42 útlendir hermenn fallið fyrir hendi hermanna í 32 árásum það sem af er ári, þar af tólf í þessum mánuði einum saman. Í fyrra létust 35 með þessum hætti og tuttugu árið 2010. Þrátt fyrir það stendur ekki til að minnka samvinnuna milli NATO-liðsins og afganska hersins. „Við ætlum ekki að draga úr hinu nána sambandi sem við eigum við okkar afgönsku samherja," sagði Günter Katz, hershöfðingi og aðaltalsmaður NATO, í Afganistan í gær. Stefnt er að því að bandarískum hermönnum í Helmand fækki niður í 68.000 í október, en þeir voru 103.000 þegar mest var í fyrra. Þessi samdráttur og boðað brotthvarf hefur valdið áhyggjum af því að talibönum muni vaxa ásmegin á ný og þeir muni hrifsa til sín völd. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Skæruliðar talibana í Afganistan drápu sautján manns, þar af tvær konur í árás í gleðskap á sunnudag. Líkin fundust í vegarkanti, margir höfðu verið afhöfðaðir. Árásin átti sér stað í svokölluðum Musa Qala-hluta Helmand-héraðs þar sem talibanar hafa ráðið ríkjum. Talibanar hafa enn ekki lýst yfir ábyrgð á morðunum, en talsmaður héraðsstjórnarinnar fullyrti að þeir hefðu verið þar að verki. Óvíst er með tilgang árásarinnar, en líkum er leitt að því að illvirkjunum hafi ofboðið tónlistin sem leikin var í teitinu og dans veislugesta. Á yfirráðasvæðum talibana eru strangar reglur um skemmtanir og tónlist var bönnuð. Þessi árás er ein af fjölmörgum sem hafa átt sér stað undanfarna daga og vikur eftir því sem Bandaríkjamenn fækka í herliði sínu í Afganistan. Áætlað er að síðustu herdeildirnar haldi heim á leið fyrir árslok 2014. Tíu afganskir hermenn voru drepnir í árás allt að tvö hundruð talibana á herstöð aðfaranótt mánudags og tveir bandarískir hermenn féllu fyrir hendi afgansks hermanns í Laghman-héraði í gær. Árásum afganskra hermanna á liðsmenn NATO hefur fjölgað mikið í ár. Alls hafa 42 útlendir hermenn fallið fyrir hendi hermanna í 32 árásum það sem af er ári, þar af tólf í þessum mánuði einum saman. Í fyrra létust 35 með þessum hætti og tuttugu árið 2010. Þrátt fyrir það stendur ekki til að minnka samvinnuna milli NATO-liðsins og afganska hersins. „Við ætlum ekki að draga úr hinu nána sambandi sem við eigum við okkar afgönsku samherja," sagði Günter Katz, hershöfðingi og aðaltalsmaður NATO, í Afganistan í gær. Stefnt er að því að bandarískum hermönnum í Helmand fækki niður í 68.000 í október, en þeir voru 103.000 þegar mest var í fyrra. Þessi samdráttur og boðað brotthvarf hefur valdið áhyggjum af því að talibönum muni vaxa ásmegin á ný og þeir muni hrifsa til sín völd. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira