Endurhæfing heyrnarskertra Kristbjörg Gunnarsdóttir skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Samkvæmt könnun frá 2011, sem lögð var fyrir heyrnarfræðinga í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi, bendir margt til þess að íslenskir heyrnarfræðingar séu fastari í tæknihugsun en kollegar þeirra í Svíþjóð og Noregi. Ástæða þess getur verið margþætt en helst ber að nefna óskýrt lagaumhverfi í þessum málaflokki. Bæði í Svíþjóð og í Noregi er regluverk mun skýrara hvað varðar endurhæfingu heyrnarskertra en á Íslandi. Í Svíþjóð hafa hagsmunasamtök heyrnarlausra og heyrnarskertra til að mynda lagt fram skýra hugmynd um alla þá þætti sem mikilvægir eru við endurhæfinguna (Sjá www.hrf.se). Samkvæmt þeirri hugmynd er mikilvægt að endurhæfingin byggist á ýmsum öðrum þáttum en notkun heyrnartækja. Heyrnarskerðing sem á rætur að rekja til innra eyrans flokkast undir krónískan (ólæknanlegan) sjúkdóm. Í innra eyranu eru tugir þúsunda af litlum hárfrumum sem gegna því hlutverki að breyta hljóðbylgjum í rafboð sem síðan berast með heyrnartauginni upp í heila. Þegar hárfrumurnar deyja hætta þær að geta sent þessi rafboð. Krónískir sjúkdómar eiga það sameiginlegt að breyta lífsgæðum og lífsformi einstaklinga og þá oft til frambúðar. Endurhæfing heyrnarskertra á að fela í sér margþættar aðgerðir sem allar eiga að bæta stöðu hins heyrnarskerta í samfélaginu og stuðla að því að hann læri að lifa með heyrnarskerðingunni. Aðgerðirnar eiga að vera einstaklingsmiðaðar og leiða til þess að einstaklingurinn verði sjálfstæður og virkur þátttakandi í samfélaginu. Í gegnum tíðina hefur endurhæfing heyrnarskertra einstaklinga, bæði hér á landi og erlendis, í meginatriðum falist í notkun á heyrnartækjum og öðrum hjálpartækjum. Sú hugsun er að breytast hratt og áherslan á heildræna endurhæfingu er að ryðja sér til rúms á mörgum stöðum. Í sænskum lögum stendur til að mynda að sjúklingar eigi rétt á endurhæfingu sem byggð sé á heildstæðri sýn. Einstaklingsmiðuð endurhæfing sem samanstendur af félagslegum, sálfræðilegum, læknisfræðilegum og tæknilegum inngripum, þar sem sjúklingurinn tekur virkan þátt í endurhæfingu, er bundin í lög. Þegar heyrnarskertur einstaklingur leitar sér aðstoðar á samkvæmt lögum að gera endurhæfingaráætlun fyrir hann þar sem heyrnarfræðingurinn og hinn heyrnarskerti setja í sameiningu niður raunhæf markmið. Norsk viðtalsrannsókn, sem var gerð í 15 sveitarfélögum árið 2006, sýnir að einstaklingum sem unnið var með í einstaklingsbundinni endurhæfingaráætlun fannst að þeir hefðu meiri stjórn á lífi sínu. Í íslenskri löggjöf er ekki skýrt kveðið á um einstaklingsbundna endurhæfingaráætlun fyrir þá sem búa við heyrnarskerðingu. Umfjöllun um endurhæfingu heyrnarskertra og mikilvægi hennar er af skornum skammti. Á Íslandi hefur fyrst og fremst verið lagt upp úr notkun heyrnartækja sem er vissulega mikilvægur þáttur í endurhæfingunni en getur ekki staðið einn og sér. Það að láta einstakling fá heyrnartæki án frekari endurhæfingar og stuðnings er eins og að láta einstakling fá gervifót án þess að þjálfa hann í að nota hann. Heyrnartæki gefa einstaklingum með heyrnarskerðingu ekki eðlilega heyrn og það tekur oft langan tíma að aðlagast þeim. Því er nauðsynlegt að grípa til annarra skipulagðra aðgerða samhliða því að nota heyrnartæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt könnun frá 2011, sem lögð var fyrir heyrnarfræðinga í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi, bendir margt til þess að íslenskir heyrnarfræðingar séu fastari í tæknihugsun en kollegar þeirra í Svíþjóð og Noregi. Ástæða þess getur verið margþætt en helst ber að nefna óskýrt lagaumhverfi í þessum málaflokki. Bæði í Svíþjóð og í Noregi er regluverk mun skýrara hvað varðar endurhæfingu heyrnarskertra en á Íslandi. Í Svíþjóð hafa hagsmunasamtök heyrnarlausra og heyrnarskertra til að mynda lagt fram skýra hugmynd um alla þá þætti sem mikilvægir eru við endurhæfinguna (Sjá www.hrf.se). Samkvæmt þeirri hugmynd er mikilvægt að endurhæfingin byggist á ýmsum öðrum þáttum en notkun heyrnartækja. Heyrnarskerðing sem á rætur að rekja til innra eyrans flokkast undir krónískan (ólæknanlegan) sjúkdóm. Í innra eyranu eru tugir þúsunda af litlum hárfrumum sem gegna því hlutverki að breyta hljóðbylgjum í rafboð sem síðan berast með heyrnartauginni upp í heila. Þegar hárfrumurnar deyja hætta þær að geta sent þessi rafboð. Krónískir sjúkdómar eiga það sameiginlegt að breyta lífsgæðum og lífsformi einstaklinga og þá oft til frambúðar. Endurhæfing heyrnarskertra á að fela í sér margþættar aðgerðir sem allar eiga að bæta stöðu hins heyrnarskerta í samfélaginu og stuðla að því að hann læri að lifa með heyrnarskerðingunni. Aðgerðirnar eiga að vera einstaklingsmiðaðar og leiða til þess að einstaklingurinn verði sjálfstæður og virkur þátttakandi í samfélaginu. Í gegnum tíðina hefur endurhæfing heyrnarskertra einstaklinga, bæði hér á landi og erlendis, í meginatriðum falist í notkun á heyrnartækjum og öðrum hjálpartækjum. Sú hugsun er að breytast hratt og áherslan á heildræna endurhæfingu er að ryðja sér til rúms á mörgum stöðum. Í sænskum lögum stendur til að mynda að sjúklingar eigi rétt á endurhæfingu sem byggð sé á heildstæðri sýn. Einstaklingsmiðuð endurhæfing sem samanstendur af félagslegum, sálfræðilegum, læknisfræðilegum og tæknilegum inngripum, þar sem sjúklingurinn tekur virkan þátt í endurhæfingu, er bundin í lög. Þegar heyrnarskertur einstaklingur leitar sér aðstoðar á samkvæmt lögum að gera endurhæfingaráætlun fyrir hann þar sem heyrnarfræðingurinn og hinn heyrnarskerti setja í sameiningu niður raunhæf markmið. Norsk viðtalsrannsókn, sem var gerð í 15 sveitarfélögum árið 2006, sýnir að einstaklingum sem unnið var með í einstaklingsbundinni endurhæfingaráætlun fannst að þeir hefðu meiri stjórn á lífi sínu. Í íslenskri löggjöf er ekki skýrt kveðið á um einstaklingsbundna endurhæfingaráætlun fyrir þá sem búa við heyrnarskerðingu. Umfjöllun um endurhæfingu heyrnarskertra og mikilvægi hennar er af skornum skammti. Á Íslandi hefur fyrst og fremst verið lagt upp úr notkun heyrnartækja sem er vissulega mikilvægur þáttur í endurhæfingunni en getur ekki staðið einn og sér. Það að láta einstakling fá heyrnartæki án frekari endurhæfingar og stuðnings er eins og að láta einstakling fá gervifót án þess að þjálfa hann í að nota hann. Heyrnartæki gefa einstaklingum með heyrnarskerðingu ekki eðlilega heyrn og það tekur oft langan tíma að aðlagast þeim. Því er nauðsynlegt að grípa til annarra skipulagðra aðgerða samhliða því að nota heyrnartæki.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun