Gengi Svedda tannar handtekið í Hollandi 30. ágúst 2012 09:00 Sverrir Þór Gunnarsson Þrír nánir samverkamenn fíkniefnasmyglarans Sverris Þórs Gunnarssonar, Svedda tannar, voru handteknir í Amsterdam í Hollandi 18. ágúst síðastliðinn eftir að rúmlega tvítug íslensk kona sakaði þá um að ætla að selja hana í vændi í Brasilíu. Konan sagði sögu sína í DV í gær. Hún kveðst hafa verið í Amsterdam í boði vinar síns og allt hafi verið eðlilegt í fyrstu en fljótlega hafi hegðun fólksins sem hún gisti hjá orðið einkennileg og á hana hafi runnið tvær grímur. Hún hafi síðan heyrt á tal mannanna þar sem þeir hafi rætt það að selja hana í vændi í Brasilíu. Þá hafi hún hringt í lögregluna í Amsterdam og óskað eftir hjálp. Fimm manns voru handteknir vegna málsins, þrír karlar og tvær konur. Á heimilinu fannst lítilræði af fíkniefnum og einhver vopn, en þrátt fyrir það var fólkinu sleppt úr haldi eftir að hafa setið í varðhaldi í tvo sólarhringa. Orð stóð gegn orði varðandi mansalsþáttinn og ekki þótti sannað að fólkið hefði haft nokkuð slíkt í hyggju. Annmarkar á leitarheimild lögreglu urðu til þess að ekki reyndist unnt að ákæra vegna vopnanna og fíkniefnanna. Einn mannanna, Steinar Aubertsson, situr enn inni í Amsterdam og verður framseldur til Íslands innan tuttugu daga. Hann hefur verið eftirlýstur af íslenskum lögregluyfirvöldum vegna innflutnings á tæpu kílói af kókaíni til Íslands og á yfir höfði sér ákæru vegna málsins þegar hann hann kemur til landsins. Þegar hafa fjórir verið ákærðir vegna þess máls. Heimildir Fréttablaðsins herma að Steinar og hinir mennirnir tveir sem handteknir voru í Amsterdam hafi síðustu ár verið meðal nánustu samverkamanna Sverris Þórs Gunnarssonar, sem nú situr inni í Rio de Janeiro í Brasilíu vegna stórtæks e-töflusmygls. Meðal hinna handteknu var Steinþór Árni Sigursteinsson, sem þekktur er undir viðurnefninu Steini Hitler.- sh Sveddi tönn handtekinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira
Þrír nánir samverkamenn fíkniefnasmyglarans Sverris Þórs Gunnarssonar, Svedda tannar, voru handteknir í Amsterdam í Hollandi 18. ágúst síðastliðinn eftir að rúmlega tvítug íslensk kona sakaði þá um að ætla að selja hana í vændi í Brasilíu. Konan sagði sögu sína í DV í gær. Hún kveðst hafa verið í Amsterdam í boði vinar síns og allt hafi verið eðlilegt í fyrstu en fljótlega hafi hegðun fólksins sem hún gisti hjá orðið einkennileg og á hana hafi runnið tvær grímur. Hún hafi síðan heyrt á tal mannanna þar sem þeir hafi rætt það að selja hana í vændi í Brasilíu. Þá hafi hún hringt í lögregluna í Amsterdam og óskað eftir hjálp. Fimm manns voru handteknir vegna málsins, þrír karlar og tvær konur. Á heimilinu fannst lítilræði af fíkniefnum og einhver vopn, en þrátt fyrir það var fólkinu sleppt úr haldi eftir að hafa setið í varðhaldi í tvo sólarhringa. Orð stóð gegn orði varðandi mansalsþáttinn og ekki þótti sannað að fólkið hefði haft nokkuð slíkt í hyggju. Annmarkar á leitarheimild lögreglu urðu til þess að ekki reyndist unnt að ákæra vegna vopnanna og fíkniefnanna. Einn mannanna, Steinar Aubertsson, situr enn inni í Amsterdam og verður framseldur til Íslands innan tuttugu daga. Hann hefur verið eftirlýstur af íslenskum lögregluyfirvöldum vegna innflutnings á tæpu kílói af kókaíni til Íslands og á yfir höfði sér ákæru vegna málsins þegar hann hann kemur til landsins. Þegar hafa fjórir verið ákærðir vegna þess máls. Heimildir Fréttablaðsins herma að Steinar og hinir mennirnir tveir sem handteknir voru í Amsterdam hafi síðustu ár verið meðal nánustu samverkamanna Sverris Þórs Gunnarssonar, sem nú situr inni í Rio de Janeiro í Brasilíu vegna stórtæks e-töflusmygls. Meðal hinna handteknu var Steinþór Árni Sigursteinsson, sem þekktur er undir viðurnefninu Steini Hitler.- sh
Sveddi tönn handtekinn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum Sjá meira