Ruglingsleg þjóðaratkvæðagreiðsla Birgir Ármannsson skrifar 30. ágúst 2012 06:00 Í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag víkur Þorkell Helgason, fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður, nokkuð að þeim spurningum, sem leggja á fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem innanríkisráðuneytið hefur auglýst að fara eigi fram þann 20. október nk. Eins og fram kemur í greininni er ráðgert að spyrja annars vegar almennt hvort fólk sé fylgjandi því eða andvígt að tillögur stjórnlagaráðs frá síðasta ári verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, og hins vegar er spurt um afstöðu til fimm tiltekinna álitamála, sem tengjast stjórnarskránni. Þorkell lætur þess getið, að sé fólk sammála tillögu stjórnlagaráðs í einu og öllu hljóti það að svara almennu spurningunni og fjórum sértæku spurninganna játandi en einni, þeirri sem tengist þjóðkirkjunni, neitandi. Þetta má vera rétt, svo langt sem það nær. Þessi orð lýsa hins vegar valmöguleikum kjósenda, og túlkunarmöguleikum í þessu sambandi, aðeins að mjög takmörkuðu leyti. Þannig að sjá má fyrir sér að allmargir kjósendur geti hugsað sér að svara flestum ef ekki öllum sértæku spurningum játandi, en almennu spurningunni um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs neitandi. Það er ekkert sem útilokar að kjósendur leggist gegn því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, þótt þeir geti fyrir sitt leyti svarað hinum spurningunum játandi. Kjósandi getur verið fylgjandi því að auka vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og að atkvæðisréttur í landinu verði jafn, svo dæmi séu tekin, en verið alfarið andvígur útfærslu þessara atriða í tillögum stjórnlagaráðs – eða einfaldlega mjög á móti einhverjum öðrum atriðum í tillögum ráðsins. Þessu til skýringar er einfaldast að benda á, að í sértæku spurningunum fimm er orðalagið með þeim hætti, að ekki er vísað til tiltekinna ákvæða eða útfærslna í tillögum stjórnlagaráðs. Orðalagið er mun opnara og almennara. Ef ætlunin hefði verið að spyrja um afstöðu kjósenda til útfærslu stjórnlagaráðs á þessum tilteknu álitamálum, hefðu spurningarnar að sjálfsögðu verið orðaðar skýrt með þeim hætti og vísað beint til viðkomandi ákvæða í tillögum ráðsins. Það var ekki gert af hálfu meirihluta Alþingis í vor, og ætla verður að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að vel athuguðu máli. Eins ber að hafa í huga, að álitamálin, sem tengjast stjórnarskránni og tillögum stjórnlagaráðs, eru miklu fleiri en þau fimm tilteknu atriði sem dregin eru fram í sérstökum spurningum í hinni fyrirhuguðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögur stjórnlagaráðs gera ráð fyrir að svo til öllum ákvæðum núgildandi stjórnarskrár verði breytt, mörgum verulega, og við bætt mörgum tugum nýrra ákvæða. Vonandi mun kynning og umfjöllum um þessi mál á næstu vikum taka mið af því. Það var meðal annars af ofangreindum ástæðum, sem ég og fleiri þingmenn lögðumst gegn tillögunni um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem var til afgreiðslu á þingi í vor. Það, að blanda saman annars vegar almennri spurningu um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs og hins vegar fimm sértækum spurningum, skapar rugling fyrir kjósendur og gerir það að verkum, að unnt verður eftir á að túlka úrslitin út og suður. Það að orða spurningarnar með þeim hætti, sem gert er, eykur auðvitað enn á þá hættu og fyrir vikið verður leiðbeiningargildi þessarar atkvæðagreiðslu miklu minna en ella. Um aðra galla í sambandi við meðferð og framsetningu þessa máls mun ég fjalla nánar síðar. Þar er af nógu að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag víkur Þorkell Helgason, fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður, nokkuð að þeim spurningum, sem leggja á fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem innanríkisráðuneytið hefur auglýst að fara eigi fram þann 20. október nk. Eins og fram kemur í greininni er ráðgert að spyrja annars vegar almennt hvort fólk sé fylgjandi því eða andvígt að tillögur stjórnlagaráðs frá síðasta ári verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, og hins vegar er spurt um afstöðu til fimm tiltekinna álitamála, sem tengjast stjórnarskránni. Þorkell lætur þess getið, að sé fólk sammála tillögu stjórnlagaráðs í einu og öllu hljóti það að svara almennu spurningunni og fjórum sértæku spurninganna játandi en einni, þeirri sem tengist þjóðkirkjunni, neitandi. Þetta má vera rétt, svo langt sem það nær. Þessi orð lýsa hins vegar valmöguleikum kjósenda, og túlkunarmöguleikum í þessu sambandi, aðeins að mjög takmörkuðu leyti. Þannig að sjá má fyrir sér að allmargir kjósendur geti hugsað sér að svara flestum ef ekki öllum sértæku spurningum játandi, en almennu spurningunni um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs neitandi. Það er ekkert sem útilokar að kjósendur leggist gegn því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, þótt þeir geti fyrir sitt leyti svarað hinum spurningunum játandi. Kjósandi getur verið fylgjandi því að auka vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og að atkvæðisréttur í landinu verði jafn, svo dæmi séu tekin, en verið alfarið andvígur útfærslu þessara atriða í tillögum stjórnlagaráðs – eða einfaldlega mjög á móti einhverjum öðrum atriðum í tillögum ráðsins. Þessu til skýringar er einfaldast að benda á, að í sértæku spurningunum fimm er orðalagið með þeim hætti, að ekki er vísað til tiltekinna ákvæða eða útfærslna í tillögum stjórnlagaráðs. Orðalagið er mun opnara og almennara. Ef ætlunin hefði verið að spyrja um afstöðu kjósenda til útfærslu stjórnlagaráðs á þessum tilteknu álitamálum, hefðu spurningarnar að sjálfsögðu verið orðaðar skýrt með þeim hætti og vísað beint til viðkomandi ákvæða í tillögum ráðsins. Það var ekki gert af hálfu meirihluta Alþingis í vor, og ætla verður að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að vel athuguðu máli. Eins ber að hafa í huga, að álitamálin, sem tengjast stjórnarskránni og tillögum stjórnlagaráðs, eru miklu fleiri en þau fimm tilteknu atriði sem dregin eru fram í sérstökum spurningum í hinni fyrirhuguðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögur stjórnlagaráðs gera ráð fyrir að svo til öllum ákvæðum núgildandi stjórnarskrár verði breytt, mörgum verulega, og við bætt mörgum tugum nýrra ákvæða. Vonandi mun kynning og umfjöllum um þessi mál á næstu vikum taka mið af því. Það var meðal annars af ofangreindum ástæðum, sem ég og fleiri þingmenn lögðumst gegn tillögunni um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem var til afgreiðslu á þingi í vor. Það, að blanda saman annars vegar almennri spurningu um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs og hins vegar fimm sértækum spurningum, skapar rugling fyrir kjósendur og gerir það að verkum, að unnt verður eftir á að túlka úrslitin út og suður. Það að orða spurningarnar með þeim hætti, sem gert er, eykur auðvitað enn á þá hættu og fyrir vikið verður leiðbeiningargildi þessarar atkvæðagreiðslu miklu minna en ella. Um aðra galla í sambandi við meðferð og framsetningu þessa máls mun ég fjalla nánar síðar. Þar er af nógu að taka.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun