Ruglingsleg þjóðaratkvæðagreiðsla Birgir Ármannsson skrifar 30. ágúst 2012 06:00 Í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag víkur Þorkell Helgason, fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður, nokkuð að þeim spurningum, sem leggja á fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem innanríkisráðuneytið hefur auglýst að fara eigi fram þann 20. október nk. Eins og fram kemur í greininni er ráðgert að spyrja annars vegar almennt hvort fólk sé fylgjandi því eða andvígt að tillögur stjórnlagaráðs frá síðasta ári verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, og hins vegar er spurt um afstöðu til fimm tiltekinna álitamála, sem tengjast stjórnarskránni. Þorkell lætur þess getið, að sé fólk sammála tillögu stjórnlagaráðs í einu og öllu hljóti það að svara almennu spurningunni og fjórum sértæku spurninganna játandi en einni, þeirri sem tengist þjóðkirkjunni, neitandi. Þetta má vera rétt, svo langt sem það nær. Þessi orð lýsa hins vegar valmöguleikum kjósenda, og túlkunarmöguleikum í þessu sambandi, aðeins að mjög takmörkuðu leyti. Þannig að sjá má fyrir sér að allmargir kjósendur geti hugsað sér að svara flestum ef ekki öllum sértæku spurningum játandi, en almennu spurningunni um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs neitandi. Það er ekkert sem útilokar að kjósendur leggist gegn því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, þótt þeir geti fyrir sitt leyti svarað hinum spurningunum játandi. Kjósandi getur verið fylgjandi því að auka vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og að atkvæðisréttur í landinu verði jafn, svo dæmi séu tekin, en verið alfarið andvígur útfærslu þessara atriða í tillögum stjórnlagaráðs – eða einfaldlega mjög á móti einhverjum öðrum atriðum í tillögum ráðsins. Þessu til skýringar er einfaldast að benda á, að í sértæku spurningunum fimm er orðalagið með þeim hætti, að ekki er vísað til tiltekinna ákvæða eða útfærslna í tillögum stjórnlagaráðs. Orðalagið er mun opnara og almennara. Ef ætlunin hefði verið að spyrja um afstöðu kjósenda til útfærslu stjórnlagaráðs á þessum tilteknu álitamálum, hefðu spurningarnar að sjálfsögðu verið orðaðar skýrt með þeim hætti og vísað beint til viðkomandi ákvæða í tillögum ráðsins. Það var ekki gert af hálfu meirihluta Alþingis í vor, og ætla verður að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að vel athuguðu máli. Eins ber að hafa í huga, að álitamálin, sem tengjast stjórnarskránni og tillögum stjórnlagaráðs, eru miklu fleiri en þau fimm tilteknu atriði sem dregin eru fram í sérstökum spurningum í hinni fyrirhuguðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögur stjórnlagaráðs gera ráð fyrir að svo til öllum ákvæðum núgildandi stjórnarskrár verði breytt, mörgum verulega, og við bætt mörgum tugum nýrra ákvæða. Vonandi mun kynning og umfjöllum um þessi mál á næstu vikum taka mið af því. Það var meðal annars af ofangreindum ástæðum, sem ég og fleiri þingmenn lögðumst gegn tillögunni um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem var til afgreiðslu á þingi í vor. Það, að blanda saman annars vegar almennri spurningu um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs og hins vegar fimm sértækum spurningum, skapar rugling fyrir kjósendur og gerir það að verkum, að unnt verður eftir á að túlka úrslitin út og suður. Það að orða spurningarnar með þeim hætti, sem gert er, eykur auðvitað enn á þá hættu og fyrir vikið verður leiðbeiningargildi þessarar atkvæðagreiðslu miklu minna en ella. Um aðra galla í sambandi við meðferð og framsetningu þessa máls mun ég fjalla nánar síðar. Þar er af nógu að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag víkur Þorkell Helgason, fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður, nokkuð að þeim spurningum, sem leggja á fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem innanríkisráðuneytið hefur auglýst að fara eigi fram þann 20. október nk. Eins og fram kemur í greininni er ráðgert að spyrja annars vegar almennt hvort fólk sé fylgjandi því eða andvígt að tillögur stjórnlagaráðs frá síðasta ári verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, og hins vegar er spurt um afstöðu til fimm tiltekinna álitamála, sem tengjast stjórnarskránni. Þorkell lætur þess getið, að sé fólk sammála tillögu stjórnlagaráðs í einu og öllu hljóti það að svara almennu spurningunni og fjórum sértæku spurninganna játandi en einni, þeirri sem tengist þjóðkirkjunni, neitandi. Þetta má vera rétt, svo langt sem það nær. Þessi orð lýsa hins vegar valmöguleikum kjósenda, og túlkunarmöguleikum í þessu sambandi, aðeins að mjög takmörkuðu leyti. Þannig að sjá má fyrir sér að allmargir kjósendur geti hugsað sér að svara flestum ef ekki öllum sértæku spurningum játandi, en almennu spurningunni um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs neitandi. Það er ekkert sem útilokar að kjósendur leggist gegn því að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, þótt þeir geti fyrir sitt leyti svarað hinum spurningunum játandi. Kjósandi getur verið fylgjandi því að auka vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og að atkvæðisréttur í landinu verði jafn, svo dæmi séu tekin, en verið alfarið andvígur útfærslu þessara atriða í tillögum stjórnlagaráðs – eða einfaldlega mjög á móti einhverjum öðrum atriðum í tillögum ráðsins. Þessu til skýringar er einfaldast að benda á, að í sértæku spurningunum fimm er orðalagið með þeim hætti, að ekki er vísað til tiltekinna ákvæða eða útfærslna í tillögum stjórnlagaráðs. Orðalagið er mun opnara og almennara. Ef ætlunin hefði verið að spyrja um afstöðu kjósenda til útfærslu stjórnlagaráðs á þessum tilteknu álitamálum, hefðu spurningarnar að sjálfsögðu verið orðaðar skýrt með þeim hætti og vísað beint til viðkomandi ákvæða í tillögum ráðsins. Það var ekki gert af hálfu meirihluta Alþingis í vor, og ætla verður að komist hafi verið að þeirri niðurstöðu að vel athuguðu máli. Eins ber að hafa í huga, að álitamálin, sem tengjast stjórnarskránni og tillögum stjórnlagaráðs, eru miklu fleiri en þau fimm tilteknu atriði sem dregin eru fram í sérstökum spurningum í hinni fyrirhuguðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillögur stjórnlagaráðs gera ráð fyrir að svo til öllum ákvæðum núgildandi stjórnarskrár verði breytt, mörgum verulega, og við bætt mörgum tugum nýrra ákvæða. Vonandi mun kynning og umfjöllum um þessi mál á næstu vikum taka mið af því. Það var meðal annars af ofangreindum ástæðum, sem ég og fleiri þingmenn lögðumst gegn tillögunni um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem var til afgreiðslu á þingi í vor. Það, að blanda saman annars vegar almennri spurningu um afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs og hins vegar fimm sértækum spurningum, skapar rugling fyrir kjósendur og gerir það að verkum, að unnt verður eftir á að túlka úrslitin út og suður. Það að orða spurningarnar með þeim hætti, sem gert er, eykur auðvitað enn á þá hættu og fyrir vikið verður leiðbeiningargildi þessarar atkvæðagreiðslu miklu minna en ella. Um aðra galla í sambandi við meðferð og framsetningu þessa máls mun ég fjalla nánar síðar. Þar er af nógu að taka.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun