Stjórnarskrá allra Íslendinga Eiríkur Bergmann skrifar 31. ágúst 2012 06:00 Þann 20. október næstkomandi göngum við Íslendingar til atkvæðagreiðslu um okkar eigin stjórnarskrá. Loksins. Við lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að gera nánast ekki aðrar breytingar en þær sem beinlínis lutu að stofnun hins nýja lýðveldis. Áfram var því byggt á fullveldisstjórnarskránni frá 1920 sem að uppistöðu byggði á þeirri dönsku sem Kristján IX Danakonungur rétti okkur árið 1874 og lítið hafði breyst frá endalokum einveldis í Danmörku árið 1849. Jafnframt var ákveðið að Íslendingar myndu í kjölfarið setja sér sína eigin stjórnarskrá. Á því varð hins vegar óhófleg töf. Þrátt fyrir fjölda stjórnarskrárnefnda og ýmsar smávægilegar breytingar auk nýs mannréttindakafla árið 1995 reyndist Alþingi ófært um slíka heildarendurskoðun. Upp úr skotgröfunumÞað var ekki fyrr en sumarið 2010, í kjölfar mikils óróa í samfélaginu, að Alþingi fann leiðina upp úr skotgröfunum og ákvað að efna til þjóðkjörs til stjórnlagaþings – sem síðar breyttist í þingkjörið stjórnlagaráð eins og við þekkjum. Á herðum þúsund manna þjóðfundar og árslangri sérfræðivinnu sjö manna stjórnlaganefndar fékk 25 manna þjóðkjörið og þingskipað stjórnlagaráð fjóra mánuði til að semja þau drög að nýrri stjórnarskrá sem kjósendur fá nú að segja álit sitt á. Nálega sjötíu árum frá lýðveldistökunni hefur íslensk stjórnarskrá loksins litið dagsins ljós. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust verður spurt hvort við viljum áfram byggja á þeirri dönsku eða þeirri nýju íslensku sem verið hefur í undirbúningi í öll þessi ár. Auk þess fá kjósendur tækifæri til að segja álit sitt á fimm helstu álitamálum frumvarpsdraganna, svo sem um aukið beint lýðræði, þjóðkirkjuna og kosningatilhögun. Reynist meirihluti kjósenda ósammála stjórnlagaráði í einhverjum tilvikum verður frumvarpinu breytt til samræmis áður en það kemur til atkvæða á Alþingi, sem vitaskuld er stjórnarskrárgjafinn. Áhugi erlendisVið sem sátum í stjórnlagaráði í umboði kjósenda og Alþingis höfum orðið vör við gríðarlegan áhuga erlendis á þeirri lýðræðisvakningu sem útlendingar upplifa að hér hafi orðið með starfi stjórnlagaráðs og aðkomu þjóðarinnar að setningu eigin stjórnarskrár. Varla líður sá dagur án þess að erlendir fjölmiðlar séu í sambandi, fjöldi málstofa hefur verið haldinn í erlendum háskólum og fræðimenn víða um lönd keppast nú við að greina það sem hér er á ferðinni. Í því samhengi er merkilegt hvað íslenskir fjölmiðlar hafa reynst áhugalitlir og hryggilegt að sjá suma þá sem hingað til hafa verið taldir málsmetandi tala málið niður án þess að færa fram efnisleg rök. Á því verður vonandi breyting í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar sem jafnvel má gera ráð fyrir að álíka margir taki þátt í og í kjörinu til stjórnlagaþingsins, þó svo að reynslan erlendis frá sýni að þátttaka í einsmálsatkvæðagreiðslum eins og þessum sé yfirleitt langtum minni en í almennum atkvæðagreiðslum, svo sem í þingkjöri. Tækifærið er núnaTil eru þeir sem telja að sökum anna í þjóðfélaginu eftir hrun sé betra að bíða með stjórnlagaumbætur þar til um hægist. Í mínum huga er þó kýrskýrt að fari þetta tækifæri forgörðum fáist ekki annað á næstu áratugum. Erlendar rannsóknir sýna að stjórnarskrár eru eiginlega aldrei samdar og settar nema í kjölfar krísa af einhverju tagi. Norski fræðimaðurinn Jon Elster, sem stendur fremst þeirra sem rannsaka stjórnarskrárgerð, greinir sjö lotur í setningu stjórnarskráa á Vesturlöndum frá því að sú bandaríska var sett árið 1787, nánast alltaf í kjölfar áfalls. Athyglisvert er að þeir á stjórnlagaþinginu í Fíladelfíu fengu jafn langan tíma til að semja bandarísku stjórnarskrána og stjórnlagaráðið hér fékk til þess að semja þá íslensku. Óvanalegt mun hins vegar vera að allir fulltrúarnir hafi komist að samhljóða niðurstöðu um eina stjórnarskrártillögu eins og hér varð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 20. október næstkomandi göngum við Íslendingar til atkvæðagreiðslu um okkar eigin stjórnarskrá. Loksins. Við lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að gera nánast ekki aðrar breytingar en þær sem beinlínis lutu að stofnun hins nýja lýðveldis. Áfram var því byggt á fullveldisstjórnarskránni frá 1920 sem að uppistöðu byggði á þeirri dönsku sem Kristján IX Danakonungur rétti okkur árið 1874 og lítið hafði breyst frá endalokum einveldis í Danmörku árið 1849. Jafnframt var ákveðið að Íslendingar myndu í kjölfarið setja sér sína eigin stjórnarskrá. Á því varð hins vegar óhófleg töf. Þrátt fyrir fjölda stjórnarskrárnefnda og ýmsar smávægilegar breytingar auk nýs mannréttindakafla árið 1995 reyndist Alþingi ófært um slíka heildarendurskoðun. Upp úr skotgröfunumÞað var ekki fyrr en sumarið 2010, í kjölfar mikils óróa í samfélaginu, að Alþingi fann leiðina upp úr skotgröfunum og ákvað að efna til þjóðkjörs til stjórnlagaþings – sem síðar breyttist í þingkjörið stjórnlagaráð eins og við þekkjum. Á herðum þúsund manna þjóðfundar og árslangri sérfræðivinnu sjö manna stjórnlaganefndar fékk 25 manna þjóðkjörið og þingskipað stjórnlagaráð fjóra mánuði til að semja þau drög að nýrri stjórnarskrá sem kjósendur fá nú að segja álit sitt á. Nálega sjötíu árum frá lýðveldistökunni hefur íslensk stjórnarskrá loksins litið dagsins ljós. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust verður spurt hvort við viljum áfram byggja á þeirri dönsku eða þeirri nýju íslensku sem verið hefur í undirbúningi í öll þessi ár. Auk þess fá kjósendur tækifæri til að segja álit sitt á fimm helstu álitamálum frumvarpsdraganna, svo sem um aukið beint lýðræði, þjóðkirkjuna og kosningatilhögun. Reynist meirihluti kjósenda ósammála stjórnlagaráði í einhverjum tilvikum verður frumvarpinu breytt til samræmis áður en það kemur til atkvæða á Alþingi, sem vitaskuld er stjórnarskrárgjafinn. Áhugi erlendisVið sem sátum í stjórnlagaráði í umboði kjósenda og Alþingis höfum orðið vör við gríðarlegan áhuga erlendis á þeirri lýðræðisvakningu sem útlendingar upplifa að hér hafi orðið með starfi stjórnlagaráðs og aðkomu þjóðarinnar að setningu eigin stjórnarskrár. Varla líður sá dagur án þess að erlendir fjölmiðlar séu í sambandi, fjöldi málstofa hefur verið haldinn í erlendum háskólum og fræðimenn víða um lönd keppast nú við að greina það sem hér er á ferðinni. Í því samhengi er merkilegt hvað íslenskir fjölmiðlar hafa reynst áhugalitlir og hryggilegt að sjá suma þá sem hingað til hafa verið taldir málsmetandi tala málið niður án þess að færa fram efnisleg rök. Á því verður vonandi breyting í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar sem jafnvel má gera ráð fyrir að álíka margir taki þátt í og í kjörinu til stjórnlagaþingsins, þó svo að reynslan erlendis frá sýni að þátttaka í einsmálsatkvæðagreiðslum eins og þessum sé yfirleitt langtum minni en í almennum atkvæðagreiðslum, svo sem í þingkjöri. Tækifærið er núnaTil eru þeir sem telja að sökum anna í þjóðfélaginu eftir hrun sé betra að bíða með stjórnlagaumbætur þar til um hægist. Í mínum huga er þó kýrskýrt að fari þetta tækifæri forgörðum fáist ekki annað á næstu áratugum. Erlendar rannsóknir sýna að stjórnarskrár eru eiginlega aldrei samdar og settar nema í kjölfar krísa af einhverju tagi. Norski fræðimaðurinn Jon Elster, sem stendur fremst þeirra sem rannsaka stjórnarskrárgerð, greinir sjö lotur í setningu stjórnarskráa á Vesturlöndum frá því að sú bandaríska var sett árið 1787, nánast alltaf í kjölfar áfalls. Athyglisvert er að þeir á stjórnlagaþinginu í Fíladelfíu fengu jafn langan tíma til að semja bandarísku stjórnarskrána og stjórnlagaráðið hér fékk til þess að semja þá íslensku. Óvanalegt mun hins vegar vera að allir fulltrúarnir hafi komist að samhljóða niðurstöðu um eina stjórnarskrártillögu eins og hér varð.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun