Milton Friedman og farvegur peninganna Guðmundur Edgarsson skrifar 1. september 2012 06:00 Íár eru liðin 100 ár frá fæðingu eins skarpasta hagfræðings og þjóðfélagsgagnrýnanda 20. aldar, Nóbelsverðlaunahafans Miltons Friedman. Friedman var eins og flestir vita eindreginn talsmaður frjáls markaðar, lágra skatta og sem minnstra ríkisafskipta. Taldi hann að í grundvallaratriðum væri um tvö kerfi að ræða til að reka þjóðfélag: markaðskerfi og pólitískt kerfi. Munurinn á þessum tveimur kerfum kristallast í eftirfarandi lýsingu Friedmans á þeim leiðum sem fyrir hendi eru til að ráðstafa peningum. Friedman sagði að til væru fjórar leiðir til að eyða peningum. Ein leið er að eyða eigin peningum í sjálfan þig. Þá er peningunum yfirleitt best varið því bæði þykir þér að jafnaði vænna um peninga sem þú aflaðir sjálfur en annarra auk þess sem peningarnir nýtast betur fyrir mann sjálfan en aðra því þú veist nákvæmlega hvað þú vilt en síður hvað aðrir vilja. Farir þú með þinn eigin fimm þúsund kall til að að kaupa bók, þá hleypurðu ekki bara til og kaupir fyrstu bókina sem þú sérð á fimm þúsund kall. Þú skoðar bókaúrvalið, ferð jafnvel í nokkrar bókaverslanir og kemur hugsanlega út með tvær bækur og samt með afgang! Svona er markaðskerfið í megindráttum, þ.e. peningarnir leita þangað sem nýtist hverjum og einum best. Önnur leið til að eyða peningum sagði Friedman vera þá að eyða eigin peningum í aðra. Áfram muntu fara sparlega með peningana því þú aflaðir þeirra sjálfur, en ólíklegra er að þeir nýtist jafn vel þegar þeim er varið í óskir annarra þar sem erfiðara er að vita hvað aðrir vilja en maður sjálfur. Segjum sem svo að þú hafir ákveðið að gefa vini þínum afmælisgjöf fyrir fimm þúsund kall. Þá er ólíklegra að peningurinn nýtist eins vel eins og ef þú verðir honum í eigin þarfir því kannski hefur vinurinn engan áhuga á þeirri gjöf sem þú giskaðir á að hann vildi. Þú gefur honum tiltekna bók en kannski vildi hann fá aðra bók eða eitthvað allt annað, t.d. geisladisk, eða jafnvel bara peninginn! Ljóst er að þegar peningunum er varið með þessum hætti leita þeir síður í þann farveg sem nýtist best. Þriðja leiðin, sem einnig er varasöm, er þegar þú eyðir annarra manna peningum í sjálfan þig. Þá er hætt við bruðli. Peningarnir leita jú í þá átt sem þú vilt en þar sem peningarnir eru ekki þínir hirðir þú síður um kostnað. Þú splæsir vitaskuld á þig dýrindis hádegisverði á flottum veitingastað. Fjórða og sísta leiðin að mati Friedmans er að eyða annarra manna peningum í þriðja aðila. Þá er að jafnaði illa farið með peningana því auk þess sem höndlað er með peninga sem aðrir hafa aflað er þeim líka illa varið fyrir þá sök að þú hefur takmarkaðar upplýsingar um hvað aðrir vilja. Þetta er hið pólitíska kerfi. Undir slíku kerfi er ríkið sífellt að eyða annarra manna peningum (skattborgaranna) í alls kyns verkefni sem það hefur litla hugmynd um hvort áhugi er á eða ekki. Sem dæmi má nefna Ríkissjónvarpið. Pólitíkusar fá pening frá mér og þér og eyða í verkefni til að auka sjónvarpsgláp! En hvað veit ríkið um það hvort ég eða þú hafi yfirhöfuð áhuga á sjónvarpsglápi? Eða þá hvers konar sjónvarpsglápi? Þótt vera kunni að sumir hafi áhuga á að glápa á Ríkissjónvarpið eru aðrir sem vilja t.d. horfa á Skjá Einn eða ÍNN að ógleymdum þeim aragrúa fólks sem nennir ekki að glápa á sjónvarp yfirhöfuð. Hið eina sem stjórnmálamenn vita undir pólitísku kerfi er að kjósendur eru gjarnir á að gleyma samhenginu milli útgjalda ríkisins og hvaðan þeir peningar koma, þ.e. frá þeim sjálfum. Á þetta spila stjórnmálamenn um allan heim og fyrir vikið eru útgjaldaglaðir stjórnmálamenn kosnir aftur og aftur. Því er kominn tími til að endurvekja hugmyndir Friedmans og annarra áhugamanna um grundvallarmannréttindi á borð við einstaklingsfrelsi og eignarétt og vinna að því að slíkum pólitíkusum verði smátt og smátt úthýst úr íslenskum stjórnmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Íár eru liðin 100 ár frá fæðingu eins skarpasta hagfræðings og þjóðfélagsgagnrýnanda 20. aldar, Nóbelsverðlaunahafans Miltons Friedman. Friedman var eins og flestir vita eindreginn talsmaður frjáls markaðar, lágra skatta og sem minnstra ríkisafskipta. Taldi hann að í grundvallaratriðum væri um tvö kerfi að ræða til að reka þjóðfélag: markaðskerfi og pólitískt kerfi. Munurinn á þessum tveimur kerfum kristallast í eftirfarandi lýsingu Friedmans á þeim leiðum sem fyrir hendi eru til að ráðstafa peningum. Friedman sagði að til væru fjórar leiðir til að eyða peningum. Ein leið er að eyða eigin peningum í sjálfan þig. Þá er peningunum yfirleitt best varið því bæði þykir þér að jafnaði vænna um peninga sem þú aflaðir sjálfur en annarra auk þess sem peningarnir nýtast betur fyrir mann sjálfan en aðra því þú veist nákvæmlega hvað þú vilt en síður hvað aðrir vilja. Farir þú með þinn eigin fimm þúsund kall til að að kaupa bók, þá hleypurðu ekki bara til og kaupir fyrstu bókina sem þú sérð á fimm þúsund kall. Þú skoðar bókaúrvalið, ferð jafnvel í nokkrar bókaverslanir og kemur hugsanlega út með tvær bækur og samt með afgang! Svona er markaðskerfið í megindráttum, þ.e. peningarnir leita þangað sem nýtist hverjum og einum best. Önnur leið til að eyða peningum sagði Friedman vera þá að eyða eigin peningum í aðra. Áfram muntu fara sparlega með peningana því þú aflaðir þeirra sjálfur, en ólíklegra er að þeir nýtist jafn vel þegar þeim er varið í óskir annarra þar sem erfiðara er að vita hvað aðrir vilja en maður sjálfur. Segjum sem svo að þú hafir ákveðið að gefa vini þínum afmælisgjöf fyrir fimm þúsund kall. Þá er ólíklegra að peningurinn nýtist eins vel eins og ef þú verðir honum í eigin þarfir því kannski hefur vinurinn engan áhuga á þeirri gjöf sem þú giskaðir á að hann vildi. Þú gefur honum tiltekna bók en kannski vildi hann fá aðra bók eða eitthvað allt annað, t.d. geisladisk, eða jafnvel bara peninginn! Ljóst er að þegar peningunum er varið með þessum hætti leita þeir síður í þann farveg sem nýtist best. Þriðja leiðin, sem einnig er varasöm, er þegar þú eyðir annarra manna peningum í sjálfan þig. Þá er hætt við bruðli. Peningarnir leita jú í þá átt sem þú vilt en þar sem peningarnir eru ekki þínir hirðir þú síður um kostnað. Þú splæsir vitaskuld á þig dýrindis hádegisverði á flottum veitingastað. Fjórða og sísta leiðin að mati Friedmans er að eyða annarra manna peningum í þriðja aðila. Þá er að jafnaði illa farið með peningana því auk þess sem höndlað er með peninga sem aðrir hafa aflað er þeim líka illa varið fyrir þá sök að þú hefur takmarkaðar upplýsingar um hvað aðrir vilja. Þetta er hið pólitíska kerfi. Undir slíku kerfi er ríkið sífellt að eyða annarra manna peningum (skattborgaranna) í alls kyns verkefni sem það hefur litla hugmynd um hvort áhugi er á eða ekki. Sem dæmi má nefna Ríkissjónvarpið. Pólitíkusar fá pening frá mér og þér og eyða í verkefni til að auka sjónvarpsgláp! En hvað veit ríkið um það hvort ég eða þú hafi yfirhöfuð áhuga á sjónvarpsglápi? Eða þá hvers konar sjónvarpsglápi? Þótt vera kunni að sumir hafi áhuga á að glápa á Ríkissjónvarpið eru aðrir sem vilja t.d. horfa á Skjá Einn eða ÍNN að ógleymdum þeim aragrúa fólks sem nennir ekki að glápa á sjónvarp yfirhöfuð. Hið eina sem stjórnmálamenn vita undir pólitísku kerfi er að kjósendur eru gjarnir á að gleyma samhenginu milli útgjalda ríkisins og hvaðan þeir peningar koma, þ.e. frá þeim sjálfum. Á þetta spila stjórnmálamenn um allan heim og fyrir vikið eru útgjaldaglaðir stjórnmálamenn kosnir aftur og aftur. Því er kominn tími til að endurvekja hugmyndir Friedmans og annarra áhugamanna um grundvallarmannréttindi á borð við einstaklingsfrelsi og eignarétt og vinna að því að slíkum pólitíkusum verði smátt og smátt úthýst úr íslenskum stjórnmálum.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar