Frönsk barnalög tryggja mannréttindi François Scheefer skrifar 5. september 2012 06:00 Frönsku barnalögin frá 4. mars 2002 tryggja mannréttindi barna og foreldra, eins og sænsk og norsk barnalög. Enda meta löggjafar Frakklands, Svíþjóðar og Noregs þau grunnréttindi að börn njóti heilbrigðra tengsla við báða foreldra sína og báðar stórfjölskyldur – og þau grunnréttindi að foreldrar eigi óheft og eðlileg samskipti við börnin sín – meðal allra ríkustu mannréttinda. Á móti eru íslensk barnalög ein þau vanþróuðustu í Vestur-Evrópu. Líka nýju Barnalögin sem taka gildi 1. janúar 2013. Því þótt þau bæti við heimild dómara til að úrskurða um forræði, má barn ekki eiga tvöfalt lögheimili. Og sem fyrr vernda þau börn alls ekki gegn umgengnisréttarbrotum þess foreldris sem þau hafa lögheimili hjá. Ábyrgð fyrir lífstíðFrakkland gerir mjög miklar kröfur til beggja foreldra um að standa undir ábyrgð sinni gagnvart barninu sínu og hinu foreldri þess. Og algjört lágmark er að geta átt kurteisleg samskipti við hitt foreldrið. Enda telst óvirðing við hitt foreldri barns bein óvirðing við barnið sjálft. Báðir foreldrar í Frakklandi hafa hnífjöfn réttindi og skyldur fyrir lífstíð vegna eigin barns. Og frönsk lög tryggja barninu óheftan aðgang að þeim báðum. Stjúpforeldri getur t.d. aldrei komið í stað raunverulegs foreldris. Það getur enginn nema um grófa glæpi gegn barninu sé að ræða (eins og t.d. að brjóta umgengnisrétt þess við hitt foreldri sitt). Franskir foreldrar geta m.ö.o. slitið samvistir – en þeir geta aldrei slitið samvistir við börnin sín. Í Frakklandi eru álit og skoðanir barna alltaf í öndvegi, undantekningalaust og án tillits til aldurs. Fjölskylduhéraðsdómari sker úr um málsatvik. Alltaf skal virða óskir barnsins og foreldrum ber lagaleg skylda til þess að standa undir foreldraábyrgðinni og komast að samkomulagi. Allar stærri ákvarðanir í lífi franskra barna þarf þannig að taka sameiginlega, svo sem um skírn, fermingu, skóla, tómstundastarf og flutning. Tvöfalt lögheimiliTil að tryggja réttindi franskra barna til ábyrgðar beggja foreldra sinna eiga þau rétt á tvöföldu lögheimili. Enda er alltaf gert ráð fyrir 50% samvistum ef það er landfræðilega hægt. Ef þetta er ekki hægt eru fundnar aðrar lausnir sem tryggja óheftan aðgang barnsins að báðum foreldrum sínum og stórfjölskyldum. Dómari getur dæmt barni umgengnisrétt við nánustu ættingja sína til að tryggja að barnið geti hitt þá óhindrað. Frönsk börn hafa þannig óskoraðan rétt á nánum tengslum við forfeður sína og stórfjölskyldur í báðum fjölskyldum, eins og t.d. ömmur og afa. Og ef annað foreldrið brýtur umgengnisrétt barns við ömmur og afa liggja harðar refsingar við slíkum glæpum, m.a. forræðismissir. Við skilnað foreldra tekur fjölskylduhéraðsdómari í sérstökum fjölskyldudómstóli ákvarðanir um skilnaðinn, þ.m.t. um líf og umgengnisrétt barnsins. Og ef umgengnisréttur barna er ekki virtur fer málið í sakadóm sem dæmir þau sem hegningarlagabrot. Ströngustu viðurlög við umgengnisréttarbrotum eru allt að þriggja ára fangelsi, forræðismissir og sektir að upphæð 6,6 milljónum króna (45.000 evrur). Opinberum aðilum ber auk þess að veita báðum foreldrum upplýsingar um barnið sitt. Og ef þetta er ekki virt af skóla, t.d. varðandi einkunnir, er slíkt hegningarlagabrot. Ísland – best í heimi?Í ljósi réttinda franskra barna og foreldra eru íslensku barnalögin sjónhverfing. Á yfirborðinu þykjast þau vernda réttindi barna og foreldra þeirra – á meðan þau bjóða upp á að margbrjóta þessi réttindi undir yfirborðinu. Íslensku barnalögin vernda barn alls ekki fyrir misnotkun lögheimilisforeldis þess. Og þau gera það nær ómögulegt fyrir venjulegt fólk að eiga heilbrigð samskipti við börnin sín ef lögheimilisforeldið brýtur umgengnisrétt barnanna. Á Íslandi ríkir eins konar einræði lögheimilisforeldra. Og allt í barnalögunum styður þetta einræði. Auk þess sem embættiskerfið virðist sniðið að þessu einræði. Sem er gjörsamlega óboðlegt í réttarríki. Því á Íslandi virðist hægt að brjóta mannréttindi barna og foreldra út í hið óendanlega með fullu leyfi laganna. Hvers vegna ákveður Ísland ekki að verða í fararbroddi í heiminum hvað varðar réttindi barna og foreldra í stað þess að vekja óhug annarra siðmenntaðra þjóða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Frönsku barnalögin frá 4. mars 2002 tryggja mannréttindi barna og foreldra, eins og sænsk og norsk barnalög. Enda meta löggjafar Frakklands, Svíþjóðar og Noregs þau grunnréttindi að börn njóti heilbrigðra tengsla við báða foreldra sína og báðar stórfjölskyldur – og þau grunnréttindi að foreldrar eigi óheft og eðlileg samskipti við börnin sín – meðal allra ríkustu mannréttinda. Á móti eru íslensk barnalög ein þau vanþróuðustu í Vestur-Evrópu. Líka nýju Barnalögin sem taka gildi 1. janúar 2013. Því þótt þau bæti við heimild dómara til að úrskurða um forræði, má barn ekki eiga tvöfalt lögheimili. Og sem fyrr vernda þau börn alls ekki gegn umgengnisréttarbrotum þess foreldris sem þau hafa lögheimili hjá. Ábyrgð fyrir lífstíðFrakkland gerir mjög miklar kröfur til beggja foreldra um að standa undir ábyrgð sinni gagnvart barninu sínu og hinu foreldri þess. Og algjört lágmark er að geta átt kurteisleg samskipti við hitt foreldrið. Enda telst óvirðing við hitt foreldri barns bein óvirðing við barnið sjálft. Báðir foreldrar í Frakklandi hafa hnífjöfn réttindi og skyldur fyrir lífstíð vegna eigin barns. Og frönsk lög tryggja barninu óheftan aðgang að þeim báðum. Stjúpforeldri getur t.d. aldrei komið í stað raunverulegs foreldris. Það getur enginn nema um grófa glæpi gegn barninu sé að ræða (eins og t.d. að brjóta umgengnisrétt þess við hitt foreldri sitt). Franskir foreldrar geta m.ö.o. slitið samvistir – en þeir geta aldrei slitið samvistir við börnin sín. Í Frakklandi eru álit og skoðanir barna alltaf í öndvegi, undantekningalaust og án tillits til aldurs. Fjölskylduhéraðsdómari sker úr um málsatvik. Alltaf skal virða óskir barnsins og foreldrum ber lagaleg skylda til þess að standa undir foreldraábyrgðinni og komast að samkomulagi. Allar stærri ákvarðanir í lífi franskra barna þarf þannig að taka sameiginlega, svo sem um skírn, fermingu, skóla, tómstundastarf og flutning. Tvöfalt lögheimiliTil að tryggja réttindi franskra barna til ábyrgðar beggja foreldra sinna eiga þau rétt á tvöföldu lögheimili. Enda er alltaf gert ráð fyrir 50% samvistum ef það er landfræðilega hægt. Ef þetta er ekki hægt eru fundnar aðrar lausnir sem tryggja óheftan aðgang barnsins að báðum foreldrum sínum og stórfjölskyldum. Dómari getur dæmt barni umgengnisrétt við nánustu ættingja sína til að tryggja að barnið geti hitt þá óhindrað. Frönsk börn hafa þannig óskoraðan rétt á nánum tengslum við forfeður sína og stórfjölskyldur í báðum fjölskyldum, eins og t.d. ömmur og afa. Og ef annað foreldrið brýtur umgengnisrétt barns við ömmur og afa liggja harðar refsingar við slíkum glæpum, m.a. forræðismissir. Við skilnað foreldra tekur fjölskylduhéraðsdómari í sérstökum fjölskyldudómstóli ákvarðanir um skilnaðinn, þ.m.t. um líf og umgengnisrétt barnsins. Og ef umgengnisréttur barna er ekki virtur fer málið í sakadóm sem dæmir þau sem hegningarlagabrot. Ströngustu viðurlög við umgengnisréttarbrotum eru allt að þriggja ára fangelsi, forræðismissir og sektir að upphæð 6,6 milljónum króna (45.000 evrur). Opinberum aðilum ber auk þess að veita báðum foreldrum upplýsingar um barnið sitt. Og ef þetta er ekki virt af skóla, t.d. varðandi einkunnir, er slíkt hegningarlagabrot. Ísland – best í heimi?Í ljósi réttinda franskra barna og foreldra eru íslensku barnalögin sjónhverfing. Á yfirborðinu þykjast þau vernda réttindi barna og foreldra þeirra – á meðan þau bjóða upp á að margbrjóta þessi réttindi undir yfirborðinu. Íslensku barnalögin vernda barn alls ekki fyrir misnotkun lögheimilisforeldis þess. Og þau gera það nær ómögulegt fyrir venjulegt fólk að eiga heilbrigð samskipti við börnin sín ef lögheimilisforeldið brýtur umgengnisrétt barnanna. Á Íslandi ríkir eins konar einræði lögheimilisforeldra. Og allt í barnalögunum styður þetta einræði. Auk þess sem embættiskerfið virðist sniðið að þessu einræði. Sem er gjörsamlega óboðlegt í réttarríki. Því á Íslandi virðist hægt að brjóta mannréttindi barna og foreldra út í hið óendanlega með fullu leyfi laganna. Hvers vegna ákveður Ísland ekki að verða í fararbroddi í heiminum hvað varðar réttindi barna og foreldra í stað þess að vekja óhug annarra siðmenntaðra þjóða?
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun