Utan vallar: Upp með hausinn og áfram gakk! Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. september 2012 06:00 Mynd/Vilhelm Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru búnir að fara allan tilfinningaskalann síðustu daga. Fyrst vannst frábær sigur á Norðmönnum, sem hleypti mestu bjartsýnismönnum á mikið flug, en í kjölfarið fylgdi skellur á Kýpur sem kom öllum niður á jörðina. Þó svo tapið gegn Kýpur hafi verið sárt og leikurinn hreinasta hörmung hjá íslenska liðinu þá eru knattspyrnuáhugamenn almennt jákvæðir fyrir íslenska liðinu. Það er líka full ástæða til. Liðið er komið með reyndan og góðan þjálfara sem allir leikmenn lofa í hástert fyrir mikla fagmennsku. Fagmennsku sem hafi ekki verið til staðar hjá fyrri þjálfurum. Honum við hlið er frábær íslenskur þjálfari, Heimir Hallgrímsson, sem lætur til sín taka í hópnum og einnig við að rífa upp áhuga landans á liðinu á ný. Heimir kom að endurlífgun stuðningsmannaliðs landsliðsins, Tólfunnar, og hefur mætt til þeirra fyrir leiki með töflufund. Til mikillar fyrirmyndar. Landsliðið okkar er líka skipað afar lofandi leikmönnum. Gullkynslóð sem þarf að hlúa vel að. Hæfileikaríkir strákar með mikið sjálfstraust. Strákar sem hafa trú á sjálfum sér, liðinu og ætla sér stóra hluti. Þetta eru þó ekki reynslumiklir menn og þeir munu stíga feilspor eins og á Kýpur. Strákarnir hafa þess utan jákvætt viðhorf, koma vel fram og gefa af sér. Á því hefur verið vöntun eins og mörgu öðru undanfarin ár í kringum landsliðið. Viðhorf drengjanna og annarra í hópnum hefur mælst afar vel fyrir, smitast í knattspyrnuáhugamenn sem aldrei þessu vant sköpuðu flotta stemningu á leiknum gegn Noregi. Ég var hundfúll yfir tapinu gegn Kýpur og með spilamennsku liðsins. Það er fullkomlega eðlilegt. Leikurinn var skelfilegur og þar fór mjög gott tækifæri til þess að fá algjöra draumabyrjun á undankeppni HM. Björtu hliðarnar eru þó þær að liðið er komið nú þegar með þrjú stig og situr í öðru sæti riðilsins þrátt fyrir allt. Það er svo fullt af stigum eftir í pottinum. Þess utan á liðið möguleika gegn öllum sínum andstæðingum í þessum riðli. Þetta unga lið hefur alla burði til þess að gera það gott í riðlinum og mun vonandi læra af leiknum og tapinu á Kýpur. Það er engin ástæða til þess að leggjast niður og væla. Ég veit að strákarnir gefast ekki upp og munu mæta tvíefldir til leikjanna í næsta mánuði. Þá gefast ný tækifæri. Með áframhaldandi góðum stuðningi áhorfenda og jákvæðu hugarfari leikmanna er von á fleiri stigum. Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið á brunarústum þess gamla þar sem víða var pottur brotinn. Því segi ég upp með hausinn og áfram gakk. Ég hef tröllatrú á þessu verkefni enda margt jákvætt í gangi innan sem utan vallar. Ég vona að fleiri geri það líka og sýni hug sinn í verki með því að styðja liðið áfram. Áfram Ísland! Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Íslenskir knattspyrnuáhugamenn eru búnir að fara allan tilfinningaskalann síðustu daga. Fyrst vannst frábær sigur á Norðmönnum, sem hleypti mestu bjartsýnismönnum á mikið flug, en í kjölfarið fylgdi skellur á Kýpur sem kom öllum niður á jörðina. Þó svo tapið gegn Kýpur hafi verið sárt og leikurinn hreinasta hörmung hjá íslenska liðinu þá eru knattspyrnuáhugamenn almennt jákvæðir fyrir íslenska liðinu. Það er líka full ástæða til. Liðið er komið með reyndan og góðan þjálfara sem allir leikmenn lofa í hástert fyrir mikla fagmennsku. Fagmennsku sem hafi ekki verið til staðar hjá fyrri þjálfurum. Honum við hlið er frábær íslenskur þjálfari, Heimir Hallgrímsson, sem lætur til sín taka í hópnum og einnig við að rífa upp áhuga landans á liðinu á ný. Heimir kom að endurlífgun stuðningsmannaliðs landsliðsins, Tólfunnar, og hefur mætt til þeirra fyrir leiki með töflufund. Til mikillar fyrirmyndar. Landsliðið okkar er líka skipað afar lofandi leikmönnum. Gullkynslóð sem þarf að hlúa vel að. Hæfileikaríkir strákar með mikið sjálfstraust. Strákar sem hafa trú á sjálfum sér, liðinu og ætla sér stóra hluti. Þetta eru þó ekki reynslumiklir menn og þeir munu stíga feilspor eins og á Kýpur. Strákarnir hafa þess utan jákvætt viðhorf, koma vel fram og gefa af sér. Á því hefur verið vöntun eins og mörgu öðru undanfarin ár í kringum landsliðið. Viðhorf drengjanna og annarra í hópnum hefur mælst afar vel fyrir, smitast í knattspyrnuáhugamenn sem aldrei þessu vant sköpuðu flotta stemningu á leiknum gegn Noregi. Ég var hundfúll yfir tapinu gegn Kýpur og með spilamennsku liðsins. Það er fullkomlega eðlilegt. Leikurinn var skelfilegur og þar fór mjög gott tækifæri til þess að fá algjöra draumabyrjun á undankeppni HM. Björtu hliðarnar eru þó þær að liðið er komið nú þegar með þrjú stig og situr í öðru sæti riðilsins þrátt fyrir allt. Það er svo fullt af stigum eftir í pottinum. Þess utan á liðið möguleika gegn öllum sínum andstæðingum í þessum riðli. Þetta unga lið hefur alla burði til þess að gera það gott í riðlinum og mun vonandi læra af leiknum og tapinu á Kýpur. Það er engin ástæða til þess að leggjast niður og væla. Ég veit að strákarnir gefast ekki upp og munu mæta tvíefldir til leikjanna í næsta mánuði. Þá gefast ný tækifæri. Með áframhaldandi góðum stuðningi áhorfenda og jákvæðu hugarfari leikmanna er von á fleiri stigum. Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið á brunarústum þess gamla þar sem víða var pottur brotinn. Því segi ég upp með hausinn og áfram gakk. Ég hef tröllatrú á þessu verkefni enda margt jákvætt í gangi innan sem utan vallar. Ég vona að fleiri geri það líka og sýni hug sinn í verki með því að styðja liðið áfram. Áfram Ísland!
Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira