Vilt þú ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá? Þorkell Helgason skrifar 13. september 2012 06:00 Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagráðs 20. október nk. verður spurt um stjórnskipunarlega stöðu þjóðkirkjunnar. Ekki um tilvist hennar heldur um það hvort kirkjunnar skuli getið sérstaklega í sjálfri stjórnarskránni. Orðrétt er spurningin þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?“ Málið er hitamál og eðlilegt að þjóðin sé spurð. Frambjóðendur til stjórnlagaþings – og síðar fulltrúar í stjórnlagaráði – fengu kröftug tilmæli annars vegar frá þeim sem vilja algeran aðskilnað ríkis og kirkju og þar með öll ákvæði um þjóðkirkju burt úr stjórnarskrá og hins vegar frá þeim sem vilja óbreytt fyrirkomulag. Á Þjóðfundinum 2010, sem var aðdragandi að öllu starfi stjórnlagaþings og síðar stjórnlagaráðs, voru skoðanir skiptar um þetta mál. Stjórnlaganefnd – sem var fagnefnd til undirbúnings starfinu – reifaði því báða kosti og lagði fram textadæmi um hvort tveggja. Skulu nú færð helstu rök fyrir hvoru tveggja svarinu, já eða nei. Rök fyrir JÁ við spurningunniÞeir sem svara umræddri spurningu með jái eru væntanlega að greiða því atkvæði að ákvæði um þjóðkirkjuna verði óbreytt frá því sem er í gildandi stjórnarskrá, en þau eru einkum þessi: S1: Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum. (62. gr.) S2: Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu. (63. gr.) S3: Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr. og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg. (79. gr., 2. mgr.) Rök fyrir því að halda þessum ákvæðum efnislega óbreyttum eru m.a. sögð þessi: Mikill meirihluti þjóðarinnar er í þjóðkirkjunni. Ekki er ástæða eða tilefni nú til að losa um tengsl þjóðkirkjunnar og ríkisins. Mannréttindadómstóll Evrópu telur ríkiskirkju ekki stangast á við önnur mannréttinda- eða trúfrelsisákvæði. Þjóðkirkja er í Danmörku og Noregi, en þangað sækjum við margt, ef ekki flest, í stjórnskipun okkar. Sérhver breyting á stjórnarskrárákvæðunum um kirkjuna (S1-S3) kallar á sérstakt samþykki þjóðarinnar (S3) að mati sumra lögspekinga. Þessu er andmælt af öðrum með þeim rökum að einungis þurfi að leita til þjóðarinnar ef kirkjuskipaninni er breytt með almennum lögum. Þetta geti ekki átt við um stjórnarskrárbreytingar. Hví ekki að fara að eins og nú er ráðgert í Noregi um að ríkið skuli áfram styðja þjóðkirkjuna en jafnframt önnur trúfélög svo að jafnræðis sé gætt? Ámóta lausn var rædd í stjórnlagaráði en talið varhugavert að gefa illa skilgreinanlegum félögum vilyrði um ríkisstuðning. Rök fyrir NEI við spurningunniEkki er fulljóst hvað taki við verði neiið ofan á. En væntanlega eru þeir sem segja nei að lýsa yfir stuðningi við tillögur stjórnlagaráðs um kirkjuskipanina en þær eru einkum þessar: R1: Öllum skal tryggður réttur til trúar og lífsskoðunar, þar með talinn rétturinn til að breyta um trú eða sannfæringu og standa utan trúfélaga. (18. gr., 1. mgr.) R2: Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. (19. gr., 1. mgr.) R3: Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. (19. mgr., 2. mgr.) Eftir miklar vangaveltur í stjórnlagaráði fannst þessi gerð sem þótti vænleg málamiðlun og sáttatillaga milli beggja hugmynda stjórnlaganefndar. Rökin eru t.d. þessi: Sé þjóðkirkjuákvæðið (S1) fellt út úr stjórnarskránni er trúfrelsið (R1) formlega að fullu virt. Þetta á að gera nú, þegar stjórnarskráin er í heildarendurskoðun, en ekki gera það að sérstöku ágreiningsefni síðar. Málamiðlun ráðsins felst í því að heimila áfram sérstök lög um samband ríkis og kirkju (R2) og halda því óbreyttu að lagabreytingar um kirkjuskipanina þurfi að bera undir þjóðina (R3). Stjórnarskrárákvæði um sérstaka þjóð- eða ríkiskirkju eru á undanhaldi í grannlöndunum. Þannig hurfu þau út úr sænsku og finnsku stjórnarskránum um síðustu aldamót. Finna má nýtt fyrirkomulag um samskipti ríkis og kirkju við hentugleika, t.d. að sænskri fyrirmynd þar sem ríkið og þjóðkirkjan hafa gert með sér sérstakan þjónustusamning. Þar yrði m.a. kveðið á um hið mikilvæga menningarhlutverk kirkjunnar. ÁlyktunStjórnlagaráð fór að dæmi Þorgeirs ljósvetningagoða um bil beggja. Ráðið leggur til nýja skipan þar sem engin trú nýtur sérstakrar stjórnarskrárbundinnar verndar ríkisins, en að samband ríkis og þjóðkirkju megi haldast óbreytt þar til þjóðin kann að kjósa annað. Þeir sem vilja svara þessari spurningu í anda frumvarps stjórnlagaráðs gera það með neii. Það er öndvert við allar hinar spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni þar sem stuðningur við sjónarmið ráðsins felst í jáyrði. Pistilhöfundur mælir með neii við spurningunni um sérstakt þjóðkirkjuákvæði en telur þó að slíkt ákvæði stangist ekki á við aðra þætti í stjórnarskrárdrögunum vilji þjóðin halda formlegri stöðu þjóðkirkjunnar óbreyttri. Hvort sem verður ofan á breytir það því ekki að stjórnarskrá okkar, sú núverandi og sú komandi, er og verður byggð kristnum gildum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagráðs 20. október nk. verður spurt um stjórnskipunarlega stöðu þjóðkirkjunnar. Ekki um tilvist hennar heldur um það hvort kirkjunnar skuli getið sérstaklega í sjálfri stjórnarskránni. Orðrétt er spurningin þannig: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?“ Málið er hitamál og eðlilegt að þjóðin sé spurð. Frambjóðendur til stjórnlagaþings – og síðar fulltrúar í stjórnlagaráði – fengu kröftug tilmæli annars vegar frá þeim sem vilja algeran aðskilnað ríkis og kirkju og þar með öll ákvæði um þjóðkirkju burt úr stjórnarskrá og hins vegar frá þeim sem vilja óbreytt fyrirkomulag. Á Þjóðfundinum 2010, sem var aðdragandi að öllu starfi stjórnlagaþings og síðar stjórnlagaráðs, voru skoðanir skiptar um þetta mál. Stjórnlaganefnd – sem var fagnefnd til undirbúnings starfinu – reifaði því báða kosti og lagði fram textadæmi um hvort tveggja. Skulu nú færð helstu rök fyrir hvoru tveggja svarinu, já eða nei. Rök fyrir JÁ við spurningunniÞeir sem svara umræddri spurningu með jái eru væntanlega að greiða því atkvæði að ákvæði um þjóðkirkjuna verði óbreytt frá því sem er í gildandi stjórnarskrá, en þau eru einkum þessi: S1: Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum. (62. gr.) S2: Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu. (63. gr.) S3: Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr. og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg. (79. gr., 2. mgr.) Rök fyrir því að halda þessum ákvæðum efnislega óbreyttum eru m.a. sögð þessi: Mikill meirihluti þjóðarinnar er í þjóðkirkjunni. Ekki er ástæða eða tilefni nú til að losa um tengsl þjóðkirkjunnar og ríkisins. Mannréttindadómstóll Evrópu telur ríkiskirkju ekki stangast á við önnur mannréttinda- eða trúfrelsisákvæði. Þjóðkirkja er í Danmörku og Noregi, en þangað sækjum við margt, ef ekki flest, í stjórnskipun okkar. Sérhver breyting á stjórnarskrárákvæðunum um kirkjuna (S1-S3) kallar á sérstakt samþykki þjóðarinnar (S3) að mati sumra lögspekinga. Þessu er andmælt af öðrum með þeim rökum að einungis þurfi að leita til þjóðarinnar ef kirkjuskipaninni er breytt með almennum lögum. Þetta geti ekki átt við um stjórnarskrárbreytingar. Hví ekki að fara að eins og nú er ráðgert í Noregi um að ríkið skuli áfram styðja þjóðkirkjuna en jafnframt önnur trúfélög svo að jafnræðis sé gætt? Ámóta lausn var rædd í stjórnlagaráði en talið varhugavert að gefa illa skilgreinanlegum félögum vilyrði um ríkisstuðning. Rök fyrir NEI við spurningunniEkki er fulljóst hvað taki við verði neiið ofan á. En væntanlega eru þeir sem segja nei að lýsa yfir stuðningi við tillögur stjórnlagaráðs um kirkjuskipanina en þær eru einkum þessar: R1: Öllum skal tryggður réttur til trúar og lífsskoðunar, þar með talinn rétturinn til að breyta um trú eða sannfæringu og standa utan trúfélaga. (18. gr., 1. mgr.) R2: Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. (19. gr., 1. mgr.) R3: Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. (19. mgr., 2. mgr.) Eftir miklar vangaveltur í stjórnlagaráði fannst þessi gerð sem þótti vænleg málamiðlun og sáttatillaga milli beggja hugmynda stjórnlaganefndar. Rökin eru t.d. þessi: Sé þjóðkirkjuákvæðið (S1) fellt út úr stjórnarskránni er trúfrelsið (R1) formlega að fullu virt. Þetta á að gera nú, þegar stjórnarskráin er í heildarendurskoðun, en ekki gera það að sérstöku ágreiningsefni síðar. Málamiðlun ráðsins felst í því að heimila áfram sérstök lög um samband ríkis og kirkju (R2) og halda því óbreyttu að lagabreytingar um kirkjuskipanina þurfi að bera undir þjóðina (R3). Stjórnarskrárákvæði um sérstaka þjóð- eða ríkiskirkju eru á undanhaldi í grannlöndunum. Þannig hurfu þau út úr sænsku og finnsku stjórnarskránum um síðustu aldamót. Finna má nýtt fyrirkomulag um samskipti ríkis og kirkju við hentugleika, t.d. að sænskri fyrirmynd þar sem ríkið og þjóðkirkjan hafa gert með sér sérstakan þjónustusamning. Þar yrði m.a. kveðið á um hið mikilvæga menningarhlutverk kirkjunnar. ÁlyktunStjórnlagaráð fór að dæmi Þorgeirs ljósvetningagoða um bil beggja. Ráðið leggur til nýja skipan þar sem engin trú nýtur sérstakrar stjórnarskrárbundinnar verndar ríkisins, en að samband ríkis og þjóðkirkju megi haldast óbreytt þar til þjóðin kann að kjósa annað. Þeir sem vilja svara þessari spurningu í anda frumvarps stjórnlagaráðs gera það með neii. Það er öndvert við allar hinar spurningarnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni þar sem stuðningur við sjónarmið ráðsins felst í jáyrði. Pistilhöfundur mælir með neii við spurningunni um sérstakt þjóðkirkjuákvæði en telur þó að slíkt ákvæði stangist ekki á við aðra þætti í stjórnarskrárdrögunum vilji þjóðin halda formlegri stöðu þjóðkirkjunnar óbreyttri. Hvort sem verður ofan á breytir það því ekki að stjórnarskrá okkar, sú núverandi og sú komandi, er og verður byggð kristnum gildum.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun