Setjum markið hátt Bjarni Benediktsson skrifar 18. september 2012 06:00 Þróunaraðstoð hefur óneitanlega sérstöðu meðal þeirra málaflokka sem Alþingi fjallar um. Kemur þar margt til. Þau verkefni sem sinnt er hverju sinni eru í fjarlægum löndum, á svæðum þar sem mannlífið og þjóðfélagsgerðin er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast. Þá er það mikið álitamál með hvaða hætti við eigum að skipta framlögum milli verkefna sem við höfum beina aðkomu að og þeirra sem rekin eru í samstarfi margra þjóða, eins og t.d. undir regnhlíf Sameinuðu þjóðanna. Það er sérstakt fræðasvið hvernig best megi tryggja að fjármunir til þróunaraðstoðar skili tilætluðum árangri. Í samfélagi þjóðanna teljumst við til þeirra ríkja sem búa við hvað best lífskjör og þótt tímabundið ári verr hér heima fyrir megum við ekki missa sjónar á mikilvægi þess að taka þátt í þróunaraðstoð. Árið 2006 fékk ég tækifæri til að fara með hópi þingmanna frá Norðurlöndunum til Níkaragva að fylgjast með starfi SÞ í fátækustu héruðum landsins. Ógleymanlegt var að heimsækja mæðraverndarstöð sem rekin var í samstarfi við heimamenn og sjá þakklæti mæðranna sem komu með börn sín í heilbrigðiseftirlit og þáðu matargjafir. Eins var mikilvægt að fá að sjá hversu miklu máli utanaðkomandi aðstoð skipti, þar sem fellibylur hafði nýlega lagt í rúst heimili og skóla en uppbygging var að hefjast með skipulögðum hætti. Alþingi hefur verið heldur þröngur stakkur sniðinn til að setja sig vel inn í þau fjölmörgu álitamál sem upp koma á þessu málasviði en með því að stefnt hefur verið að auknum framlögum til þróunarmála á komandi árum er enn mikilvægara en fyrr að á því verði breytingar. Það er brýnt að ríki, sem veita beina aðstoð, hafi eftirlit með því að hún skili raunverulegum árangri. Þau eiga jafnframt að þrýsta á nauðsynlegar lýðræðisumbætur á hverjum stað, en einskorða ekki framlag sitt við matargjafir eða heilbrigðisþjónustu. Varanlegar umbætur á umhverfi fólks er það sem stefna ber að eftir fremsta megni. Þótt sumum þyki markið sett nokkuð hátt, verður það samt sem áður að vera markmið okkar til langs tíma að koma heiminum í lag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Þróunaraðstoð hefur óneitanlega sérstöðu meðal þeirra málaflokka sem Alþingi fjallar um. Kemur þar margt til. Þau verkefni sem sinnt er hverju sinni eru í fjarlægum löndum, á svæðum þar sem mannlífið og þjóðfélagsgerðin er mjög frábrugðin því sem við eigum að venjast. Þá er það mikið álitamál með hvaða hætti við eigum að skipta framlögum milli verkefna sem við höfum beina aðkomu að og þeirra sem rekin eru í samstarfi margra þjóða, eins og t.d. undir regnhlíf Sameinuðu þjóðanna. Það er sérstakt fræðasvið hvernig best megi tryggja að fjármunir til þróunaraðstoðar skili tilætluðum árangri. Í samfélagi þjóðanna teljumst við til þeirra ríkja sem búa við hvað best lífskjör og þótt tímabundið ári verr hér heima fyrir megum við ekki missa sjónar á mikilvægi þess að taka þátt í þróunaraðstoð. Árið 2006 fékk ég tækifæri til að fara með hópi þingmanna frá Norðurlöndunum til Níkaragva að fylgjast með starfi SÞ í fátækustu héruðum landsins. Ógleymanlegt var að heimsækja mæðraverndarstöð sem rekin var í samstarfi við heimamenn og sjá þakklæti mæðranna sem komu með börn sín í heilbrigðiseftirlit og þáðu matargjafir. Eins var mikilvægt að fá að sjá hversu miklu máli utanaðkomandi aðstoð skipti, þar sem fellibylur hafði nýlega lagt í rúst heimili og skóla en uppbygging var að hefjast með skipulögðum hætti. Alþingi hefur verið heldur þröngur stakkur sniðinn til að setja sig vel inn í þau fjölmörgu álitamál sem upp koma á þessu málasviði en með því að stefnt hefur verið að auknum framlögum til þróunarmála á komandi árum er enn mikilvægara en fyrr að á því verði breytingar. Það er brýnt að ríki, sem veita beina aðstoð, hafi eftirlit með því að hún skili raunverulegum árangri. Þau eiga jafnframt að þrýsta á nauðsynlegar lýðræðisumbætur á hverjum stað, en einskorða ekki framlag sitt við matargjafir eða heilbrigðisþjónustu. Varanlegar umbætur á umhverfi fólks er það sem stefna ber að eftir fremsta megni. Þótt sumum þyki markið sett nokkuð hátt, verður það samt sem áður að vera markmið okkar til langs tíma að koma heiminum í lag.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun