Stefnumót mitt við LÍN Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 18. september 2012 06:00 Fyrir þremur árum hóf ég nám við Óslóarháskóla. Í gegnum námið hef ég kynnst verklagi LÍN við veitingu námslána. Margar úthlutunarreglur LÍN eru alls ekki nægilega vel útfærðar og vil ég nefna tvö dæmi því til stuðnings. Fyrra dæmið er eftirfarandi. Fyrir einu og hálfu ári hentaði það mér best að taka 67% nám á vormisseri og bæta það upp misserið eftir og taka þá 133% nám. Ég athugaði úthlutunarreglurnar og þar stóð að hægt væri að flytja einingar á milli missera til þess að fá fullt námslán bæði misserin, enda réttlátt þar sem ég tók hvort eð er fullt nám til samans allt þetta ár. En þetta gekk ekki eftir. LÍN tjáði mér að einungis væri hægt að flytja einingar milli missera ef: a) ég tæki 40 einingar fyrst og 20 einingar misserið eftir, eða b) ég tæki fyrst 20 einingar og svo 40 einingar innan sama skólaárs. Svo þetta þýðir að þar sem ég tók fyrst 20 einingar og svo 40 einingar á milli skólaára, þó þetta hafi verið á sama almanaksári og bæði misserin hluti af sama námi, þá var þessi tilfærsla ekki möguleg og mér var einfaldlega tjáð það að ég fengi bara 2/3 af námsláninu sem ég hélt að ég myndi fá. Þá spurði ég hvort ég fengi eitthvað aukalega misserið á eftir þar sem ég ætlaði hvort eð er að taka 40 einingar, meira en 100% nám, til þess að klára ekki námið mitt á eftir áætlun. Svarið var nei, ég fengi ekkert aukalega. Ég spyr hvernig þetta megi vera, það verði mér ómögulegt að vinna með 133% námi og þó nauðsynlegt þar sem ég myndi ekki fá full námslán misserið áður út af þessum reglum. Svarið er samt nei. Þetta var sum sé ekki hægt af því að ég, fyrir tilviljun, vildi færa einingar á milli skólaára, sem er í raun skilgreining sem ekki er notuð á háskólastigi. Þar er oftast talað um misseri, og sumir hefja námið ekki í byrjun skólaárs, heldur á vormisseri. Ef aðstæður hefðu verið nákvæmlega eins en bara misseri fyrr, þá hefði þetta verið hægt. Eftir mínum skilningi er þessi regla á engum eða í það minnsta lélegum rökum reist og tilviljunarkennd. Nú kemur seinna dæmið. Núverandi misseri, haustmisseri 2012, vildi ég taka 20 einingar og vinna dálítið með skólanum. Ég ætlaði að taka aukalega tvö fög til þess að undirbúa mig enn betur undir meistaranámið sem ég mun hefja eftir ár. Ég vissi það af fyrri reynslu að ég myndi bara fá 2/3 af fullum námslánum og sætti mig við það. Ég hringi svo í LÍN til þess að athuga hversu há laun ég megi hafa áður en námslánin mín verða skert og fæ þau svör að ég megi vinna fyrir 750.000 krónum á ári án þess að námslánin skerðist. Ég spyr hvort þessi upphæð sé ekki hærri fyrir mig þar sem ég er í námi í Noregi, hér er mun dýrara að búa en á Íslandi og því laun mun hærri. Svarið er nei. Ég spyr hvort það sé þá rétt að í praksis megi stúdentar á Íslandi vinna um tvöfalt meira heldur en ég sem er námsmaður í Noregi þó ég þurfi fyrir það fyrsta að taka tvöföld námslán á við námsmenn á Íslandi og þó ég þurfi reglulega að kaupa dýra flugmiða til þess eins að geta heimsótt fjölskyldu mína. Svarið var að svo væri. Ég krefst þess að þetta reglukerfi sé tekið til athugunar og því sé breytt. Ég vil reglukerfi sem byggir á reynslu og raunsæi. Ég vil finna það að samfélagið kunni að meta stúdenta og skilji að það er menntun sem hjálpar samfélaginu að þróast enn frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þremur árum hóf ég nám við Óslóarháskóla. Í gegnum námið hef ég kynnst verklagi LÍN við veitingu námslána. Margar úthlutunarreglur LÍN eru alls ekki nægilega vel útfærðar og vil ég nefna tvö dæmi því til stuðnings. Fyrra dæmið er eftirfarandi. Fyrir einu og hálfu ári hentaði það mér best að taka 67% nám á vormisseri og bæta það upp misserið eftir og taka þá 133% nám. Ég athugaði úthlutunarreglurnar og þar stóð að hægt væri að flytja einingar á milli missera til þess að fá fullt námslán bæði misserin, enda réttlátt þar sem ég tók hvort eð er fullt nám til samans allt þetta ár. En þetta gekk ekki eftir. LÍN tjáði mér að einungis væri hægt að flytja einingar milli missera ef: a) ég tæki 40 einingar fyrst og 20 einingar misserið eftir, eða b) ég tæki fyrst 20 einingar og svo 40 einingar innan sama skólaárs. Svo þetta þýðir að þar sem ég tók fyrst 20 einingar og svo 40 einingar á milli skólaára, þó þetta hafi verið á sama almanaksári og bæði misserin hluti af sama námi, þá var þessi tilfærsla ekki möguleg og mér var einfaldlega tjáð það að ég fengi bara 2/3 af námsláninu sem ég hélt að ég myndi fá. Þá spurði ég hvort ég fengi eitthvað aukalega misserið á eftir þar sem ég ætlaði hvort eð er að taka 40 einingar, meira en 100% nám, til þess að klára ekki námið mitt á eftir áætlun. Svarið var nei, ég fengi ekkert aukalega. Ég spyr hvernig þetta megi vera, það verði mér ómögulegt að vinna með 133% námi og þó nauðsynlegt þar sem ég myndi ekki fá full námslán misserið áður út af þessum reglum. Svarið er samt nei. Þetta var sum sé ekki hægt af því að ég, fyrir tilviljun, vildi færa einingar á milli skólaára, sem er í raun skilgreining sem ekki er notuð á háskólastigi. Þar er oftast talað um misseri, og sumir hefja námið ekki í byrjun skólaárs, heldur á vormisseri. Ef aðstæður hefðu verið nákvæmlega eins en bara misseri fyrr, þá hefði þetta verið hægt. Eftir mínum skilningi er þessi regla á engum eða í það minnsta lélegum rökum reist og tilviljunarkennd. Nú kemur seinna dæmið. Núverandi misseri, haustmisseri 2012, vildi ég taka 20 einingar og vinna dálítið með skólanum. Ég ætlaði að taka aukalega tvö fög til þess að undirbúa mig enn betur undir meistaranámið sem ég mun hefja eftir ár. Ég vissi það af fyrri reynslu að ég myndi bara fá 2/3 af fullum námslánum og sætti mig við það. Ég hringi svo í LÍN til þess að athuga hversu há laun ég megi hafa áður en námslánin mín verða skert og fæ þau svör að ég megi vinna fyrir 750.000 krónum á ári án þess að námslánin skerðist. Ég spyr hvort þessi upphæð sé ekki hærri fyrir mig þar sem ég er í námi í Noregi, hér er mun dýrara að búa en á Íslandi og því laun mun hærri. Svarið er nei. Ég spyr hvort það sé þá rétt að í praksis megi stúdentar á Íslandi vinna um tvöfalt meira heldur en ég sem er námsmaður í Noregi þó ég þurfi fyrir það fyrsta að taka tvöföld námslán á við námsmenn á Íslandi og þó ég þurfi reglulega að kaupa dýra flugmiða til þess eins að geta heimsótt fjölskyldu mína. Svarið var að svo væri. Ég krefst þess að þetta reglukerfi sé tekið til athugunar og því sé breytt. Ég vil reglukerfi sem byggir á reynslu og raunsæi. Ég vil finna það að samfélagið kunni að meta stúdenta og skilji að það er menntun sem hjálpar samfélaginu að þróast enn frekar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun