Gegn fátækt Þorvaldur Gylfason skrifar 20. september 2012 06:00 Fátækt er ranglát, einkum gagnvart bjargarvana börnum, sem ráða engu um afkomu sína. En fátækt fer minnkandi um allan heim. Baráttan gegn fátæktinni hefur borið árangur. Um þennan árangur má hafa margt til marks. Sárasta fátækt líða þeir, sem þurfa að draga fram lífið á 1,25 Bandaríkjadollurum á dag eða minna. Alþjóðabankinn hefur fylgzt með þessum hópi frá 1981. Fyrir 30 árum þurftu þrír af hverjum fjórum íbúum Austur-Asíu að gera sér að góðu 1,25 dollara á dag, en nú er hlutfallið komið niður í einn af hverjum sjö. Í Suður-Asíu þurftu sex af hverjum tíu að láta sér duga 1,25 dollara á dag 1981, en nú er hlutfallið komið niður í röskan þriðjung. Í Suður-Ameríku hefur allra fátækasta fólkinu fækkað úr 12% af mannfjöldanum 1981 niður í 6% 2008. Framsóknin hefur verið hægari í Afríku. Þar lifðu 52% mannfjöldans á 1,25 dollurum á dag eða minna fyrir 30 árum, en nú er hlutfallið 48%. Afríka hefur rétt úr kútnum síðustu ár. Sum þeirra landa, sem búa við mestan hagvöxt nú, eru í Afríku. Botsvana á heimsmet í hagvexti frá 1965. Hagtölur segja þó ekki nema hálfa söguna um árangurinn af baráttunni við fátækt. Nýfætt barn í Kína 1960 gat vænzt þess að ná 43 ára aldri. Nú getur kínverskur hvítvoðungur vænzt þess að verða 73 ára. Meðalævin í Kína hefur því lengzt um 30 ár á hálfri öld eða um röska sjö mánuði á ári. Það er bylting. Í Indlandi hefur meðalævin lengzt úr 42 árum 1960 í 65 ár 2010 eða um næstum sex mánuði á ári. Þetta skiptir máli m.a. vegna þess, að þriðjungur mannkyns á heima í Indlandi og Kína. Betri hagstjórn og frjálsari viðskipti eiga ríkan þátt í þessum umskiptum þar og víða annars staðar. Þróunarsamvinna hefur gert gagn. Þróunarsamvinnustofnun Íslands vinnur gott og þarft verk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Fátækt er ranglát, einkum gagnvart bjargarvana börnum, sem ráða engu um afkomu sína. En fátækt fer minnkandi um allan heim. Baráttan gegn fátæktinni hefur borið árangur. Um þennan árangur má hafa margt til marks. Sárasta fátækt líða þeir, sem þurfa að draga fram lífið á 1,25 Bandaríkjadollurum á dag eða minna. Alþjóðabankinn hefur fylgzt með þessum hópi frá 1981. Fyrir 30 árum þurftu þrír af hverjum fjórum íbúum Austur-Asíu að gera sér að góðu 1,25 dollara á dag, en nú er hlutfallið komið niður í einn af hverjum sjö. Í Suður-Asíu þurftu sex af hverjum tíu að láta sér duga 1,25 dollara á dag 1981, en nú er hlutfallið komið niður í röskan þriðjung. Í Suður-Ameríku hefur allra fátækasta fólkinu fækkað úr 12% af mannfjöldanum 1981 niður í 6% 2008. Framsóknin hefur verið hægari í Afríku. Þar lifðu 52% mannfjöldans á 1,25 dollurum á dag eða minna fyrir 30 árum, en nú er hlutfallið 48%. Afríka hefur rétt úr kútnum síðustu ár. Sum þeirra landa, sem búa við mestan hagvöxt nú, eru í Afríku. Botsvana á heimsmet í hagvexti frá 1965. Hagtölur segja þó ekki nema hálfa söguna um árangurinn af baráttunni við fátækt. Nýfætt barn í Kína 1960 gat vænzt þess að ná 43 ára aldri. Nú getur kínverskur hvítvoðungur vænzt þess að verða 73 ára. Meðalævin í Kína hefur því lengzt um 30 ár á hálfri öld eða um röska sjö mánuði á ári. Það er bylting. Í Indlandi hefur meðalævin lengzt úr 42 árum 1960 í 65 ár 2010 eða um næstum sex mánuði á ári. Þetta skiptir máli m.a. vegna þess, að þriðjungur mannkyns á heima í Indlandi og Kína. Betri hagstjórn og frjálsari viðskipti eiga ríkan þátt í þessum umskiptum þar og víða annars staðar. Þróunarsamvinna hefur gert gagn. Þróunarsamvinnustofnun Íslands vinnur gott og þarft verk.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun