"Látið í ykkur heyra“ Arnfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2012 06:00 Fyrirsögnin að ofan eru lokaorð pistils Björns Zoëga, forstjóra Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH), þann 14. sept sl. Stofnanasamningur LSH við hjúkrunarfræðinga er enn ófrágenginn. Umboð spítalans til að ganga frá samningnum ætti ekki að draga í efa þó enn sé óljóst hve miklu fé verður varið til þessa málaflokks. Kröfur hjúkrunarfræðinga um endurröðun í starfaflokka eru raunhæfar í ljósi launaþróunar hjá hinu opinbera. Kostnaðurinn við að uppfylla þær kröfur er ekki nema brot af þeim upphæðum sem búið er að spara, eða 32 milljarða á sl. 5 árum, m.a. með launalækkunum hjúkrunarfræðinga. Næstu daga stendur til að kynna fyrir stjórnendum og starfsfólki LSH í hvaða verkefni fjárheimildum verður varið og skora ég á ykkur öll að láta í ykkur heyra og koma ábendingum til forstjóra áður en þær ákvarðanir verða teknar. Launaskerðing hjúkrunarfræðinga hefur ekki enn verið bætt þó loforð um slíkt hafi legið fyrir þegar kjör voru skert umfram viðmið og vaktalínum breytt. Aukið vinnuálag, lenging vakta í 12 klst t.d. á skurðstofum og aukinn fjöldi bakvakta að sumri um helming hafa ekki fært hjúkrunarfræðingum neinar launabætur þó svo að ákvæði um slíkt sé til í kjarasamningi. Starfsþróunarkerfið sem verið hefur við lýði á stofnuninni hefur alls ekki þjónað sínum tilgangi eins og það var kynnt í upphafi og hefur haldið okkur í gíslingu smánarlauna í fjársvelti undanfarinna ára. Það hefur einnig mismunað hjúkrunarfræðingum og dæmi um að ekki hafi verið launatengd starfsþróun í boði fyrir einstaka starfaflokka í 6 ár. Námskeiðin hafa sum hver verið talin móðgun og tímasóun og hefur kerfið sem slíkt fengið falleinkunn á fjölmennum fundum hjúkrunarfræðinga á síðustu dögum. Nú ríður á að ljúka samningi þessum á sanngjarnan hátt og tek ég undir hvatningarorð forstjóra, látið í ykkur heyra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin að ofan eru lokaorð pistils Björns Zoëga, forstjóra Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH), þann 14. sept sl. Stofnanasamningur LSH við hjúkrunarfræðinga er enn ófrágenginn. Umboð spítalans til að ganga frá samningnum ætti ekki að draga í efa þó enn sé óljóst hve miklu fé verður varið til þessa málaflokks. Kröfur hjúkrunarfræðinga um endurröðun í starfaflokka eru raunhæfar í ljósi launaþróunar hjá hinu opinbera. Kostnaðurinn við að uppfylla þær kröfur er ekki nema brot af þeim upphæðum sem búið er að spara, eða 32 milljarða á sl. 5 árum, m.a. með launalækkunum hjúkrunarfræðinga. Næstu daga stendur til að kynna fyrir stjórnendum og starfsfólki LSH í hvaða verkefni fjárheimildum verður varið og skora ég á ykkur öll að láta í ykkur heyra og koma ábendingum til forstjóra áður en þær ákvarðanir verða teknar. Launaskerðing hjúkrunarfræðinga hefur ekki enn verið bætt þó loforð um slíkt hafi legið fyrir þegar kjör voru skert umfram viðmið og vaktalínum breytt. Aukið vinnuálag, lenging vakta í 12 klst t.d. á skurðstofum og aukinn fjöldi bakvakta að sumri um helming hafa ekki fært hjúkrunarfræðingum neinar launabætur þó svo að ákvæði um slíkt sé til í kjarasamningi. Starfsþróunarkerfið sem verið hefur við lýði á stofnuninni hefur alls ekki þjónað sínum tilgangi eins og það var kynnt í upphafi og hefur haldið okkur í gíslingu smánarlauna í fjársvelti undanfarinna ára. Það hefur einnig mismunað hjúkrunarfræðingum og dæmi um að ekki hafi verið launatengd starfsþróun í boði fyrir einstaka starfaflokka í 6 ár. Námskeiðin hafa sum hver verið talin móðgun og tímasóun og hefur kerfið sem slíkt fengið falleinkunn á fjölmennum fundum hjúkrunarfræðinga á síðustu dögum. Nú ríður á að ljúka samningi þessum á sanngjarnan hátt og tek ég undir hvatningarorð forstjóra, látið í ykkur heyra.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun