Sáttmáli um nýjan spítala Ingimar Einarsson skrifar 1. október 2012 00:01 Enn og aftur er deilt um hvort byggja eigi nýjan Landspítala eða ekki. Reyndar er ekki aðeins um nýbyggingu að ræða heldur verulegar viðbætur og breytingar á þeim húsakosti sem fyrir er á Landspítalalóð við Hringbraut. Annar valkostur sem verið hefur í umræðunni snýr að því að finna nýjum Landspítala stað á nýjum grunni miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Verði ekki ráðist fljótlega í framkvæmdir á Hringbrautarlóðinni telja forsvarsmenn verkefnisins að það leiði til verulegrar útgjaldaaukningar og draga muni úr öryggi og gæðum þjónustunnar. Fullyrt er með vísan í útreikninga erlendra sérfræðinga að það kosti einfaldlega meira ?að gera ekkert? heldur en að hefjast handa hið fyrsta. Það vekur hins vegar nokkra undrun að í vinnu verkefnisstjórnarinnar er stuðst við þarfagreiningu frá árunum 2004-2005 og tekið mið af rekstrartölum ársins 2010 í öllum kostnaðarútreikningum. Andstæðingar og efasemdarmenn um nýjan spítala hafa einkum sett spurningamerki við áætlanir um kostnað við byggingu og rekstur hins nýja sjúkrahúss. Þar séu margir kostnaðarliðir vanmetnir og ýmislegt í áætlunum stjórnar verkefnisins orki tvímælis. Við ríkjandi efnahagsaðstæður hafi þjóðin ekki bolmagn til þess að standa undir slíku risaverkefni. Enginn gagnrýnendanna er þó þeirrar skoðunar að draga skuli úr aðgengi eða setja starfsemi heilbrigðisþjónustunnar einhverjar takmarkanir. Athygli vekur að í umræðunni um hinn nýja spítala hafa heildræn viðhorf meira og minna setið á hakanum. Jafnvel þótt flestir virðist gera sér grein fyrir að nauðsynlegt sé að skapa betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu, hefur ekki verið unnið nægjanlega skipulega að því að efla lýðheilsu, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að ráðast í margvísleg verkefni, þ.m.t. nýja þarfagreiningu og úttekt á helstu kostnaðarþáttum heilbrigðisþjónustunnar. Afrakstur þeirrar vinnu gæti orðið sáttmáli um uppbyggingu nýs Landspítala og um leið samstaða um aðgerðir til að tryggja stöðu annarra meginþátta heilbrigðiskerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Enn og aftur er deilt um hvort byggja eigi nýjan Landspítala eða ekki. Reyndar er ekki aðeins um nýbyggingu að ræða heldur verulegar viðbætur og breytingar á þeim húsakosti sem fyrir er á Landspítalalóð við Hringbraut. Annar valkostur sem verið hefur í umræðunni snýr að því að finna nýjum Landspítala stað á nýjum grunni miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Verði ekki ráðist fljótlega í framkvæmdir á Hringbrautarlóðinni telja forsvarsmenn verkefnisins að það leiði til verulegrar útgjaldaaukningar og draga muni úr öryggi og gæðum þjónustunnar. Fullyrt er með vísan í útreikninga erlendra sérfræðinga að það kosti einfaldlega meira ?að gera ekkert? heldur en að hefjast handa hið fyrsta. Það vekur hins vegar nokkra undrun að í vinnu verkefnisstjórnarinnar er stuðst við þarfagreiningu frá árunum 2004-2005 og tekið mið af rekstrartölum ársins 2010 í öllum kostnaðarútreikningum. Andstæðingar og efasemdarmenn um nýjan spítala hafa einkum sett spurningamerki við áætlanir um kostnað við byggingu og rekstur hins nýja sjúkrahúss. Þar séu margir kostnaðarliðir vanmetnir og ýmislegt í áætlunum stjórnar verkefnisins orki tvímælis. Við ríkjandi efnahagsaðstæður hafi þjóðin ekki bolmagn til þess að standa undir slíku risaverkefni. Enginn gagnrýnendanna er þó þeirrar skoðunar að draga skuli úr aðgengi eða setja starfsemi heilbrigðisþjónustunnar einhverjar takmarkanir. Athygli vekur að í umræðunni um hinn nýja spítala hafa heildræn viðhorf meira og minna setið á hakanum. Jafnvel þótt flestir virðist gera sér grein fyrir að nauðsynlegt sé að skapa betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu, hefur ekki verið unnið nægjanlega skipulega að því að efla lýðheilsu, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að ráðast í margvísleg verkefni, þ.m.t. nýja þarfagreiningu og úttekt á helstu kostnaðarþáttum heilbrigðisþjónustunnar. Afrakstur þeirrar vinnu gæti orðið sáttmáli um uppbyggingu nýs Landspítala og um leið samstaða um aðgerðir til að tryggja stöðu annarra meginþátta heilbrigðiskerfisins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar