Eldislax frá Síle? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 2. október 2012 06:00 Á unglingsárum mínum var tiltekið yfirbragð yfir gamla hluta Reykjavíkur, t.d. Þingholtunum, sem nú er löngu horfið. Alls konar verslanir og verkstæði gegndu margvíslegum hlutverkum í næstum hverri götu. Þá var drengurinn sendur út í bakarí og ef til vill keypt sandkaka til að hafa með síðdegiskaffinu. Ég man vel hneykslan margra þegar byrjað var að flytja inn danskar sandkökur. Voru þær íslensku ekki nógu góðar eða of dýrar? Hráefnið var innflutt í báðum löndunum. Fáir minntust á vinnuna og orkuna sem fór í að flytja vöruna milli landa. Nútíminn krafðist danskra sandkaka, var sagt…eða hugsað. Smám saman bættust æ fleiri matvörur við að utan, þar á meðal vörur sem nóg var af í landinu og þá í mörgum gerðum, en sumt kom hingað vegna sérstöðu vörunnar á heimsvísu eða hollustu, eða vegna tímabundins skorts á tiltekinni vöru sem þó var líka framleidd á Íslandi. Tómatar komu með flugfrakt frá Hollandi, sjófluttur parmesanostur frá Ítalíu, jarðarber í flugi frá Egyptalandi, nýsjálenskt lambakjöt með skipi, Íberíuskinka frá Spáni og núna er auglýstur eldislax frá Síle, sennilega fluttur með flugvélum til landsins. Nútíminn enn að verki, mætti halda, en ekki eins áhyggjulaus og árið 1964. Fáum dettur í hug að setja alls konar lagaskorður við milliríkjaviðskiptum eða banna tiltekna vörusölu milli landa. Sumar vörur eru ekki framleiddar til sölu í landinu okkar, aðrar eru skemmtilegur eða gagnlegur lúxus og enn aðrar eiga að dekka tiltekinn vöruskort vegna árstíða. En samtímis er bráðnauðsynlegt að krefjast lágmarksskynsemi og umhverfisverndar. Ekki aðeins vöruframleiðsla á að vera sjálfbær heldur líka flutningur hennar og sala að því marki sem unnt er. Munum að sjálfbærni inniheldur einnig hugtakið hagkvæmni. Umhverfisvernd á ekki að „kosta hvað sem er“. En það má heldur ekki líta fram hjá henni eins og gert er víða. Menn láta eins og óheft og mengandi orkunotkun skipti ekki máli í viðskiptum. Til þess að finna jafnvægi milli stórfelldra vöruflutninga á heimsvísu og neyslu heimafenginna vara verður að kalla fram breytt viðhorf gríðarlegs fjölda manna. Það verður að endurskoða hagræðingu og samþjöppun framleiðslunnar. Okkur vantar nútímaviðhorf til styttri meginflutningsleiða og notkunar vistvænna orkugjafa. Til þess að minnka orkunotkun í heild þarf að setja fram stefnu um nýtingu auðlinda í nærumhverfi og dreifa og endurskipuleggja innlenda framleiðslu í hverju landi um allan heim. Til alls þessa þarf ný viðmið um hagnað og sjálfsögð viðmið þar sem umhverfismál og orkunotkun eru reiknuð beint inn í hagfræðijöfnurnar. Um leið verður að breyta ýmsum alþjóðasamningum. Ísland á að vera í forystu hvað slíkt varðar. Af hverju er allt þetta brýnt? Spyrjið þá sem eiga allt sitt undir veðrinu eða búsetu við sjávarsíðuna, næstu fjóra til fimm áratugi. Spyrjið þá sem vita að tvöfalda verður matvælaframleiðslu heimsins á sama tíma. Verður þá ekki að treysta vel á heimafenginn bagga til hliðar við millilandaviðskipti? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Á unglingsárum mínum var tiltekið yfirbragð yfir gamla hluta Reykjavíkur, t.d. Þingholtunum, sem nú er löngu horfið. Alls konar verslanir og verkstæði gegndu margvíslegum hlutverkum í næstum hverri götu. Þá var drengurinn sendur út í bakarí og ef til vill keypt sandkaka til að hafa með síðdegiskaffinu. Ég man vel hneykslan margra þegar byrjað var að flytja inn danskar sandkökur. Voru þær íslensku ekki nógu góðar eða of dýrar? Hráefnið var innflutt í báðum löndunum. Fáir minntust á vinnuna og orkuna sem fór í að flytja vöruna milli landa. Nútíminn krafðist danskra sandkaka, var sagt…eða hugsað. Smám saman bættust æ fleiri matvörur við að utan, þar á meðal vörur sem nóg var af í landinu og þá í mörgum gerðum, en sumt kom hingað vegna sérstöðu vörunnar á heimsvísu eða hollustu, eða vegna tímabundins skorts á tiltekinni vöru sem þó var líka framleidd á Íslandi. Tómatar komu með flugfrakt frá Hollandi, sjófluttur parmesanostur frá Ítalíu, jarðarber í flugi frá Egyptalandi, nýsjálenskt lambakjöt með skipi, Íberíuskinka frá Spáni og núna er auglýstur eldislax frá Síle, sennilega fluttur með flugvélum til landsins. Nútíminn enn að verki, mætti halda, en ekki eins áhyggjulaus og árið 1964. Fáum dettur í hug að setja alls konar lagaskorður við milliríkjaviðskiptum eða banna tiltekna vörusölu milli landa. Sumar vörur eru ekki framleiddar til sölu í landinu okkar, aðrar eru skemmtilegur eða gagnlegur lúxus og enn aðrar eiga að dekka tiltekinn vöruskort vegna árstíða. En samtímis er bráðnauðsynlegt að krefjast lágmarksskynsemi og umhverfisverndar. Ekki aðeins vöruframleiðsla á að vera sjálfbær heldur líka flutningur hennar og sala að því marki sem unnt er. Munum að sjálfbærni inniheldur einnig hugtakið hagkvæmni. Umhverfisvernd á ekki að „kosta hvað sem er“. En það má heldur ekki líta fram hjá henni eins og gert er víða. Menn láta eins og óheft og mengandi orkunotkun skipti ekki máli í viðskiptum. Til þess að finna jafnvægi milli stórfelldra vöruflutninga á heimsvísu og neyslu heimafenginna vara verður að kalla fram breytt viðhorf gríðarlegs fjölda manna. Það verður að endurskoða hagræðingu og samþjöppun framleiðslunnar. Okkur vantar nútímaviðhorf til styttri meginflutningsleiða og notkunar vistvænna orkugjafa. Til þess að minnka orkunotkun í heild þarf að setja fram stefnu um nýtingu auðlinda í nærumhverfi og dreifa og endurskipuleggja innlenda framleiðslu í hverju landi um allan heim. Til alls þessa þarf ný viðmið um hagnað og sjálfsögð viðmið þar sem umhverfismál og orkunotkun eru reiknuð beint inn í hagfræðijöfnurnar. Um leið verður að breyta ýmsum alþjóðasamningum. Ísland á að vera í forystu hvað slíkt varðar. Af hverju er allt þetta brýnt? Spyrjið þá sem eiga allt sitt undir veðrinu eða búsetu við sjávarsíðuna, næstu fjóra til fimm áratugi. Spyrjið þá sem vita að tvöfalda verður matvælaframleiðslu heimsins á sama tíma. Verður þá ekki að treysta vel á heimafenginn bagga til hliðar við millilandaviðskipti?
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun