Vilt þú að krefjast megi þjóðaratkvæðagreiðslu? Þorkell Helgason skrifar 3. október 2012 06:00 Þetta er innihaldið í spurningu sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Orðrétt hljóðar hún svo: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?“ Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa ekki verið algengar á Íslandi, enda þótt forsetinn hafi frá lýðveldisstofnun haft vald til að fela þjóðinni að staðfesta eða fella lög frá Alþingi. Núverandi forseti varð fyrstur til að nýta þetta ákvæði eins og kunnugt er. Á hinn bóginn hefur lengi verið um það rætt að kjósendur sjálfir ættu að geta kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt hefur komið til álita að minnihluti þings gæti gripið til þessa úrræðis. Alþingi fól stjórnlagaráði sérstaklega að gera tillögu í þeim efnum. Allir þrír möguleikarnir voru ræddir, þ.e.a.s. að frumkvæði að þjóðaratkvæði gæti komið frá forseta Íslands, frá skilgreindum minnihluta Alþingis eða beint frá kjósendum sjálfum. Niðurstaðan varð sú að horfa einkum til síðasta möguleikans, frumkvæðis þjóðarinnar sjálfrar, en halda þó málsskotsrétti forsetans sem algerum neyðarhemli. Í 65. gr. frumvarps ráðsins er lagt til að 10% kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga frá Alþingi jafnframt því sem málskotsrétti forsetans er haldið (60. gr.). En þjóðaratkvæðagreiðsla er vandmeðfarið úrræði sem ekki má leggja við hégóma. Í 67. gr. frumvarps síns leggur stjórnlagaráð til að kjósendur geti ekki krafist atkvæðagreiðslu um viss fjárhags- og þjóðréttarmál. Jafnframt er mælt fyrir um setningu laga um alla málsmeðferð svo sem um vandvirkni og formfestu við undirskriftasafnanir. Í stjórnlagaráði var rætt um hvort hafa ætti skilyrði um þátttöku til að þjóðaratkvæðagreiðsla teldist gild. Gallinn við slík ákvæði er sá að þá getur það verið beittara vopn að sitja heima en mæta á kjörstað og taka afstöðu. Markmiðið um að fá fram berorða skoðun þjóðarinnar næðist þá ekki. Af þessum sökum hvarf stjórnlagaráð frá þáttökuskilyrðum enda eru engin slík ákvæði í gildandi stjórnarskrá. Benda má á lýðræðislegri leið. Hún gæti falist í því að þingmenn teldust taka ákvörðun fyrir þann hluta þjóðarinnar sem tekur ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Rök fyrir JÁ við spurningunniSpurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni er almennt orðuð; hún snýst um markmiðið sjálft, ekki um útfærslu stjórnlagaráðs. Henni má hnika til, ef þarf. Rökin fyrir því að svara með jáyrði eru m.a. þessi: Ÿ Allt vald í lýðræðisríkjum er komið frá fólkinu sjálfu. Það felur að jafnaði kjörnum fulltrúum að fara með vald sitt eftir umboði. En að sama skapi á þjóðin að geta kallað valdið aftur til sín, m.a. með því að vefengja lagasetningu fulltrúaþingsins. Ÿ Eindregin krafa kom fram á Þjóðfundinum 2010 um aukna aðkomu þjóðarinnar að ákvörðunum í mikilvægum málum. Ÿ Þróunin nær hvarvetna í kringum okkur er í áttina að hæfilegu blandi af fulltrúalýðræði og beinu lýðræði. Við höfum verið eftirbátar annarra. Ÿ Vilji þjóðarinnar til að geta úrskurðað í mikilvægum málum kom fram í góðri þátttöku í báðum þjóðaratkvæðagreiðslunum um Icesave-málið. Ÿ Beint lýðræði kallar á ábyrgð fólksins og vekur þannig áhuga þess á lýðræðinu. Ekki veitir af þegar traust á stjórnvöldum öllum er í lágmarki. Rök fyrir NEI við spurningunni Vissulega eru líka rök fyrir því að stíga varlega til jarðar í beinu lýðræði: Ÿ Sumir vitna til Kaliforníu þar sem atbeini kjósenda er sagður hafa stefnt ríkisfjármálunum í óefni (sem er reyndar þjóðsaga). Við þessu má sjá með því að leyfa ekki atkvæðagreiðslu um fjárhagsleg málefni og nokkur önnur viðkvæm mál. Þessi varnagli er í tillögum stjórnlagaráðs um frumkvæði almennings eins og fyrr segir. Ÿ Sagt er að auðvelt sé að æsa 10% þjóðarinnar upp gegn óvinsælli en óhjákvæmilegri lagasetningu þingsins. Spurningin sem lögð verður fyrir þjóðina í haust snýst ekki um þetta hlutfall. Þyki mönnum það of lágt er hægur vandi að hækka það í meðförum þingsins. Ÿ Sumir telja unnt að fá undirskriftir undir hvað sem er á Íslandi. Ekki er víst að þessi fullyrðing sé rétt. Alla vega hefur sumum reynst örðugt að safna meðmælendum í kosningum, t.d. við forsetakjör. Stjórnlagaráð velti vöngum yfir þessu atriði og leggur til að sett verði ströng ákvæði um undirskriftarsafnanir. ÁlyktunAllir valdhafar, líka þingmenn, starfa í umboði þjóðarinnar. Þegar hún telur þörf á kallar hún valdið til baka. Þannig eiga fulltrúaræðið og beina lýðræðið að geta styrkt hvort annað. Pistilhöfundur mælir því með jáyrði við spurningunni um það hvort kjósendur geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Þetta er innihaldið í spurningu sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Orðrétt hljóðar hún svo: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?“ Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa ekki verið algengar á Íslandi, enda þótt forsetinn hafi frá lýðveldisstofnun haft vald til að fela þjóðinni að staðfesta eða fella lög frá Alþingi. Núverandi forseti varð fyrstur til að nýta þetta ákvæði eins og kunnugt er. Á hinn bóginn hefur lengi verið um það rætt að kjósendur sjálfir ættu að geta kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt hefur komið til álita að minnihluti þings gæti gripið til þessa úrræðis. Alþingi fól stjórnlagaráði sérstaklega að gera tillögu í þeim efnum. Allir þrír möguleikarnir voru ræddir, þ.e.a.s. að frumkvæði að þjóðaratkvæði gæti komið frá forseta Íslands, frá skilgreindum minnihluta Alþingis eða beint frá kjósendum sjálfum. Niðurstaðan varð sú að horfa einkum til síðasta möguleikans, frumkvæðis þjóðarinnar sjálfrar, en halda þó málsskotsrétti forsetans sem algerum neyðarhemli. Í 65. gr. frumvarps ráðsins er lagt til að 10% kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga frá Alþingi jafnframt því sem málskotsrétti forsetans er haldið (60. gr.). En þjóðaratkvæðagreiðsla er vandmeðfarið úrræði sem ekki má leggja við hégóma. Í 67. gr. frumvarps síns leggur stjórnlagaráð til að kjósendur geti ekki krafist atkvæðagreiðslu um viss fjárhags- og þjóðréttarmál. Jafnframt er mælt fyrir um setningu laga um alla málsmeðferð svo sem um vandvirkni og formfestu við undirskriftasafnanir. Í stjórnlagaráði var rætt um hvort hafa ætti skilyrði um þátttöku til að þjóðaratkvæðagreiðsla teldist gild. Gallinn við slík ákvæði er sá að þá getur það verið beittara vopn að sitja heima en mæta á kjörstað og taka afstöðu. Markmiðið um að fá fram berorða skoðun þjóðarinnar næðist þá ekki. Af þessum sökum hvarf stjórnlagaráð frá þáttökuskilyrðum enda eru engin slík ákvæði í gildandi stjórnarskrá. Benda má á lýðræðislegri leið. Hún gæti falist í því að þingmenn teldust taka ákvörðun fyrir þann hluta þjóðarinnar sem tekur ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Rök fyrir JÁ við spurningunniSpurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni er almennt orðuð; hún snýst um markmiðið sjálft, ekki um útfærslu stjórnlagaráðs. Henni má hnika til, ef þarf. Rökin fyrir því að svara með jáyrði eru m.a. þessi: Ÿ Allt vald í lýðræðisríkjum er komið frá fólkinu sjálfu. Það felur að jafnaði kjörnum fulltrúum að fara með vald sitt eftir umboði. En að sama skapi á þjóðin að geta kallað valdið aftur til sín, m.a. með því að vefengja lagasetningu fulltrúaþingsins. Ÿ Eindregin krafa kom fram á Þjóðfundinum 2010 um aukna aðkomu þjóðarinnar að ákvörðunum í mikilvægum málum. Ÿ Þróunin nær hvarvetna í kringum okkur er í áttina að hæfilegu blandi af fulltrúalýðræði og beinu lýðræði. Við höfum verið eftirbátar annarra. Ÿ Vilji þjóðarinnar til að geta úrskurðað í mikilvægum málum kom fram í góðri þátttöku í báðum þjóðaratkvæðagreiðslunum um Icesave-málið. Ÿ Beint lýðræði kallar á ábyrgð fólksins og vekur þannig áhuga þess á lýðræðinu. Ekki veitir af þegar traust á stjórnvöldum öllum er í lágmarki. Rök fyrir NEI við spurningunni Vissulega eru líka rök fyrir því að stíga varlega til jarðar í beinu lýðræði: Ÿ Sumir vitna til Kaliforníu þar sem atbeini kjósenda er sagður hafa stefnt ríkisfjármálunum í óefni (sem er reyndar þjóðsaga). Við þessu má sjá með því að leyfa ekki atkvæðagreiðslu um fjárhagsleg málefni og nokkur önnur viðkvæm mál. Þessi varnagli er í tillögum stjórnlagaráðs um frumkvæði almennings eins og fyrr segir. Ÿ Sagt er að auðvelt sé að æsa 10% þjóðarinnar upp gegn óvinsælli en óhjákvæmilegri lagasetningu þingsins. Spurningin sem lögð verður fyrir þjóðina í haust snýst ekki um þetta hlutfall. Þyki mönnum það of lágt er hægur vandi að hækka það í meðförum þingsins. Ÿ Sumir telja unnt að fá undirskriftir undir hvað sem er á Íslandi. Ekki er víst að þessi fullyrðing sé rétt. Alla vega hefur sumum reynst örðugt að safna meðmælendum í kosningum, t.d. við forsetakjör. Stjórnlagaráð velti vöngum yfir þessu atriði og leggur til að sett verði ströng ákvæði um undirskriftarsafnanir. ÁlyktunAllir valdhafar, líka þingmenn, starfa í umboði þjóðarinnar. Þegar hún telur þörf á kallar hún valdið til baka. Þannig eiga fulltrúaræðið og beina lýðræðið að geta styrkt hvort annað. Pistilhöfundur mælir því með jáyrði við spurningunni um það hvort kjósendur geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun