Leifur og jakkafötin Sigríður Andersen skrifar 9. október 2012 06:00 Leifs heppna Eiríkssonar er minnst í Bandaríkjunum í dag, en um árabil hefur 9. október verið nefndur Dagur Leifs heppna þar í landi. Að þessu leyti hefur Leifi verið gert jafn hátt undir höfði og Kristófer Kólumbusi, sem drap niður fæti í Ameríku 500 árum síðar og á einnig sinn dag á hinu bandaríska dagatali. Þótt Leifur sé stundum ranglega talinn Norðmaður eða jafnvel sænskur vegna líkinda föðurnafnsins við sænskt símafélag vitum við betur. Það er ekki bara af sannleiksást sem Íslendingar halda því til haga að Leifur hafi verið íslenskur. Það er ekki síður vegna þess að það er auðvitað gaman að geta tengt okkar litla land við þessa miklu heimsálfu, ekki síst Bandaríkin, með tilvísun til landafundar. Ameríska-íslenska viðskiptaráðið mun gera þessum tengslum skil á morgunverðarfundi á Nordica hóteli í dag. Hvaða erindi átti Leifur annars til Ameríku? Er ekki trúlegt að hann hafi vænst þess að finna þar eitthvað sem ekki fannst fyrir á Grænlandi, Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndunum? Eitthvað sem gæti bætt kjör hans fólks? Trúlega varð honum ekki að ósk sinni því landafundur hans varð ekki öðrum samtíðarmönnum hans nein hvatning til ferðalaga vestur um haf næstu árhundruðin. Samskipti Íslands og Ameríku, einkum Bandaríkjanna og Kanada, urðu þó seinna varanleg. Þótt um tíma hafi varnarmálin verið mest áberandi í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna hafa viðskipti, menning og menntamál ávallt skipað þar ríkan sess. Bandarísk menning hefur auðvitað haft áhrif hvarvetna í heiminum en margir íslenskir listamenn hafa einnig náð að hasla sér völl á hinum víðfeðma markaði vestan hafs. Þá hafa íslenskir námsmenn jafnan átt greiðan aðgang að öllum þeim frábæru skólum sem finnast í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa í áratugi verið helsti áfangastaður íslenskra námsmanna í framhaldsnámi. Það skýtur hins vegar skökku við að enn skuli vera lagðir tollar á vörur frá Bandaríkjunum þegar þeir hafa verið afnumdir af innflutningi frá Evrópu og mörgum ríkjum utan Evrópu. Enn þá eru lagðir gríðarlegir tollar á bandarískan vörur, sem hamlar innflutningi þeirra til Íslands. Á bandarísk jakkaföt, og flestan annan fatnað, er lagður 15% tollur áður en hinum himinháa virðisaukaskatti er bætt við innflutningsverðið. Enginn tollur er hins vegar lagður á jakkaföt frá Evrópu, Kanada, Síle, Singapúr eða Króatíu, svo nefnd séu dæmi um lönd sem Ísland hefur gert fríverslunarsamning við. Það sama gildir með flestar aðrar vörur þótt tollurinn sé mishár. Með þessum hætti beinir ríkið fólki frá því að kaupa vörur frá Bandaríkjunum og kemur í veg fyrir að íslenskir neytendur njóti hindrunarlaust þess hagstæða verðs sem mikið vöruúrval og samkeppni á bandarískum markaði hefur getið af sér. Á sama tíma leggja stjórnvöld hér mikla áherslu á neytendavernd og samkeppni. Slíkt er auðvitað marklaust hjal á meðan vörur frá stærsta framleiðanda heims eru skattlagðar út af markaðinum í þágu aðallega evrópskra framleiðanda, allt á kostnað heimilanna í landinu. Ákvörðun um tolla er einhliða ákvörðun hvers ríkis. Afnám tolla er það líka og stjórnvöld eiga að taka Bandaríkin af svarta listanum. Íslenskir neytendur eiga það skilið og evrópskir framleiðendur hafa gott af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Leifs heppna Eiríkssonar er minnst í Bandaríkjunum í dag, en um árabil hefur 9. október verið nefndur Dagur Leifs heppna þar í landi. Að þessu leyti hefur Leifi verið gert jafn hátt undir höfði og Kristófer Kólumbusi, sem drap niður fæti í Ameríku 500 árum síðar og á einnig sinn dag á hinu bandaríska dagatali. Þótt Leifur sé stundum ranglega talinn Norðmaður eða jafnvel sænskur vegna líkinda föðurnafnsins við sænskt símafélag vitum við betur. Það er ekki bara af sannleiksást sem Íslendingar halda því til haga að Leifur hafi verið íslenskur. Það er ekki síður vegna þess að það er auðvitað gaman að geta tengt okkar litla land við þessa miklu heimsálfu, ekki síst Bandaríkin, með tilvísun til landafundar. Ameríska-íslenska viðskiptaráðið mun gera þessum tengslum skil á morgunverðarfundi á Nordica hóteli í dag. Hvaða erindi átti Leifur annars til Ameríku? Er ekki trúlegt að hann hafi vænst þess að finna þar eitthvað sem ekki fannst fyrir á Grænlandi, Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndunum? Eitthvað sem gæti bætt kjör hans fólks? Trúlega varð honum ekki að ósk sinni því landafundur hans varð ekki öðrum samtíðarmönnum hans nein hvatning til ferðalaga vestur um haf næstu árhundruðin. Samskipti Íslands og Ameríku, einkum Bandaríkjanna og Kanada, urðu þó seinna varanleg. Þótt um tíma hafi varnarmálin verið mest áberandi í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna hafa viðskipti, menning og menntamál ávallt skipað þar ríkan sess. Bandarísk menning hefur auðvitað haft áhrif hvarvetna í heiminum en margir íslenskir listamenn hafa einnig náð að hasla sér völl á hinum víðfeðma markaði vestan hafs. Þá hafa íslenskir námsmenn jafnan átt greiðan aðgang að öllum þeim frábæru skólum sem finnast í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa í áratugi verið helsti áfangastaður íslenskra námsmanna í framhaldsnámi. Það skýtur hins vegar skökku við að enn skuli vera lagðir tollar á vörur frá Bandaríkjunum þegar þeir hafa verið afnumdir af innflutningi frá Evrópu og mörgum ríkjum utan Evrópu. Enn þá eru lagðir gríðarlegir tollar á bandarískan vörur, sem hamlar innflutningi þeirra til Íslands. Á bandarísk jakkaföt, og flestan annan fatnað, er lagður 15% tollur áður en hinum himinháa virðisaukaskatti er bætt við innflutningsverðið. Enginn tollur er hins vegar lagður á jakkaföt frá Evrópu, Kanada, Síle, Singapúr eða Króatíu, svo nefnd séu dæmi um lönd sem Ísland hefur gert fríverslunarsamning við. Það sama gildir með flestar aðrar vörur þótt tollurinn sé mishár. Með þessum hætti beinir ríkið fólki frá því að kaupa vörur frá Bandaríkjunum og kemur í veg fyrir að íslenskir neytendur njóti hindrunarlaust þess hagstæða verðs sem mikið vöruúrval og samkeppni á bandarískum markaði hefur getið af sér. Á sama tíma leggja stjórnvöld hér mikla áherslu á neytendavernd og samkeppni. Slíkt er auðvitað marklaust hjal á meðan vörur frá stærsta framleiðanda heims eru skattlagðar út af markaðinum í þágu aðallega evrópskra framleiðanda, allt á kostnað heimilanna í landinu. Ákvörðun um tolla er einhliða ákvörðun hvers ríkis. Afnám tolla er það líka og stjórnvöld eiga að taka Bandaríkin af svarta listanum. Íslenskir neytendur eiga það skilið og evrópskir framleiðendur hafa gott af því.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun