Sameining Garðabæjar og Álftaness María Grétarsdóttir skrifar 11. október 2012 00:00 Bæjarstjórnir Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness samþykktu á fundum sínum haustið 2010 skipan samstarfsnefndar á grundvelli heimildar í 90. gr. þágildandi sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum. Hlutverk samstarfsnefndar var að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Nefndin samþykkti að leita til R3-Ráðgjafar ehf. (R3) um sérfræðiráðgjöf í undirbúningsvinnunni og liggur nú fyrir skýrsla sem við hvetjum alla Garðbæinga til að kynna sér og er birt á vefnum okkarval.is. Ef til sameiningar sveitarfélaganna kemur mun Garðabær yfirtaka sem nemur um 1,8 milljörðum króna umfram þær skuldir sem eru á íbúa í Garðabæ. Þetta þýðir að skuldir í sameinuðu sveitarfélagi verða um 130 þúsund krónum hærri á íbúa en nú er í Garðabæ, fara úr um 520 þúsund krónum á íbúa í um 650 þúsund krónur á íbúa, hækkun sem nemur um 25%. Ákjósanlegt hefði verið að leggja upp með jafnræði í skuldastöðu sveitarfélaganna en eftir samningaviðræður við lánardrottna Álftaness og ríkið er niðurstaðan þessi. Í skýrslu R3 kemur fram að hjá sveitarfélaginu Álftanesi séu málaferli í gangi vegna tveggja ágreiningsmála en engin í Garðabæ. Einnig kemur fram að ráðast þurfi í framkvæmdir í fráveitumálum á Álftanesi sem áætlað er að nemi allt að 270 milljónum króna. Gert er ráð fyrir sömu skattlagningu og þjónustu í sameinuðu sveitarfélagi og nú er í Garðabæ. Aftast í skýrslu R3 eru settar fram áætlaðar lykiltölur sem taka mið af sameiningu sveitarfélaganna og þær bornar saman við áætlaðar lykiltölur sveitarfélaganna án sameiningar. Áætlað er að hagræðing náist í rekstri sameinaðs sveitarfélags um 120 milljónir króna á ári en á móti komi kostnaðaraukning upp á 150 milljónir króna vegna jöfnunar á skattheimtu og endurgreiðslum sem nú eru í Garðabæ og Álftnesingar muni njóta í sameinuðu sveitarfélagi. Áætluð hagræðing gerir ráð fyrir að ráðist verði í verulega fækkun nefnda hjá sameinuðu sveitarfélagi. Á vefnum www.okkarval.is kemur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um fækkun nefnda þannig að slá þarf varnagla við þessari tölu. Gert er ráð fyrir að kostnaðaraukinn við bætta þjónustu/auknar niðurgreiðslur til Álftnesinga muni nema um 23 milljónum króna árlega og samræming á útsvarsprósentu minnkar tekjur frá íbúum Álftaness um 124 milljónir króna árlega. Útsvarstekjur á íbúa á árinu 2011 voru 392 þúsund krónur í Garðabæ en 375 þúsund krónur á Álftanesi eða um 4% lægri en í Garðabæ. Ef útsvarsprósenta Álftnesinga á árinu 2011 hefði verið sú sama og í Garðabæ, eða 13,66% í stað 15,20%, þá hefðu útsvarstekjurnar verið 15% lægri á íbúa á Álftanesi en í Garðabæ. Samkvæmt 11. gr. nýrra sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, skal fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn vera 11-15 talsins í sveitarfélögum með 10.000-49.999 íbúa. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í nýjum sveitarstjórnarlögum þarf þó ekki að koma til fjölgunar á fulltrúum í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags fyrr en við sveitarstjórnarkosningar 2018. Tekið er fram í skýrslu R3 að við sameiningu sveitarfélaganna sé hægt að ákveða að fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn við kosningar árið 2014 verði óbreyttur, eða sjö. Í næstu kosningum eða árið 2018 þarf þó fjöldi fulltrúa að vera kominn í 11-15 eins og að framan segir, algjörlega óháð því hvort til sameiningar komi eða ekki fyrir Garðabæ. Þess er getið í skýrslunni að rétt þyki ef til sameiningar komi að hafa sama fulltrúafjölda í nefndum líkt og nú er hjá Garðabæ þ.e. fimm fulltrúa, þó þannig að Fræðslunefnd verði sameinuð nefnd grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarskólamála sem í væru sjö fulltrúar til að tryggja sem mesta breidd sjónarmiða. Meðal kostnaðarhagræðingar sem lögð er til í skýrslunni er gert ráð fyrir verulegri fækkun nefnda í sameinuðu sveitarfélagi eða í sex. FÓLKIÐ- í bænum telur mikilvægt að ef til sameiningar kemur að ráðist verði í rekstrarhagræðingu að lágmarki eins og lagt er upp með í skýrslu R3 en samhliða verði þó gætt lýðræðis í stjórnskipuninni þannig að allir flokkar sem eiga bæjarfulltrúa, eigi fulltrúa í nefndum og ráðum bæjarins. FÓLKIÐ- í bænum hefur í sameiningarviðræðunum verið jákvætt í garð sameiningar en á sama tíma höfum við verið varkár og kallað eftir ítarlegum upplýsingum til að fá sem heildstæðasta mynd af stöðunni. Við hvetjum ykkur bæjarbúar til að huga vel að kostum og göllum sameiningar og mæta á kjörstað til að tjá hug ykkar til sameiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Bæjarstjórnir Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness samþykktu á fundum sínum haustið 2010 skipan samstarfsnefndar á grundvelli heimildar í 90. gr. þágildandi sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, með síðari breytingum. Hlutverk samstarfsnefndar var að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Nefndin samþykkti að leita til R3-Ráðgjafar ehf. (R3) um sérfræðiráðgjöf í undirbúningsvinnunni og liggur nú fyrir skýrsla sem við hvetjum alla Garðbæinga til að kynna sér og er birt á vefnum okkarval.is. Ef til sameiningar sveitarfélaganna kemur mun Garðabær yfirtaka sem nemur um 1,8 milljörðum króna umfram þær skuldir sem eru á íbúa í Garðabæ. Þetta þýðir að skuldir í sameinuðu sveitarfélagi verða um 130 þúsund krónum hærri á íbúa en nú er í Garðabæ, fara úr um 520 þúsund krónum á íbúa í um 650 þúsund krónur á íbúa, hækkun sem nemur um 25%. Ákjósanlegt hefði verið að leggja upp með jafnræði í skuldastöðu sveitarfélaganna en eftir samningaviðræður við lánardrottna Álftaness og ríkið er niðurstaðan þessi. Í skýrslu R3 kemur fram að hjá sveitarfélaginu Álftanesi séu málaferli í gangi vegna tveggja ágreiningsmála en engin í Garðabæ. Einnig kemur fram að ráðast þurfi í framkvæmdir í fráveitumálum á Álftanesi sem áætlað er að nemi allt að 270 milljónum króna. Gert er ráð fyrir sömu skattlagningu og þjónustu í sameinuðu sveitarfélagi og nú er í Garðabæ. Aftast í skýrslu R3 eru settar fram áætlaðar lykiltölur sem taka mið af sameiningu sveitarfélaganna og þær bornar saman við áætlaðar lykiltölur sveitarfélaganna án sameiningar. Áætlað er að hagræðing náist í rekstri sameinaðs sveitarfélags um 120 milljónir króna á ári en á móti komi kostnaðaraukning upp á 150 milljónir króna vegna jöfnunar á skattheimtu og endurgreiðslum sem nú eru í Garðabæ og Álftnesingar muni njóta í sameinuðu sveitarfélagi. Áætluð hagræðing gerir ráð fyrir að ráðist verði í verulega fækkun nefnda hjá sameinuðu sveitarfélagi. Á vefnum www.okkarval.is kemur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um fækkun nefnda þannig að slá þarf varnagla við þessari tölu. Gert er ráð fyrir að kostnaðaraukinn við bætta þjónustu/auknar niðurgreiðslur til Álftnesinga muni nema um 23 milljónum króna árlega og samræming á útsvarsprósentu minnkar tekjur frá íbúum Álftaness um 124 milljónir króna árlega. Útsvarstekjur á íbúa á árinu 2011 voru 392 þúsund krónur í Garðabæ en 375 þúsund krónur á Álftanesi eða um 4% lægri en í Garðabæ. Ef útsvarsprósenta Álftnesinga á árinu 2011 hefði verið sú sama og í Garðabæ, eða 13,66% í stað 15,20%, þá hefðu útsvarstekjurnar verið 15% lægri á íbúa á Álftanesi en í Garðabæ. Samkvæmt 11. gr. nýrra sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, skal fjöldi aðalmanna í sveitarstjórn vera 11-15 talsins í sveitarfélögum með 10.000-49.999 íbúa. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í nýjum sveitarstjórnarlögum þarf þó ekki að koma til fjölgunar á fulltrúum í sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags fyrr en við sveitarstjórnarkosningar 2018. Tekið er fram í skýrslu R3 að við sameiningu sveitarfélaganna sé hægt að ákveða að fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn við kosningar árið 2014 verði óbreyttur, eða sjö. Í næstu kosningum eða árið 2018 þarf þó fjöldi fulltrúa að vera kominn í 11-15 eins og að framan segir, algjörlega óháð því hvort til sameiningar komi eða ekki fyrir Garðabæ. Þess er getið í skýrslunni að rétt þyki ef til sameiningar komi að hafa sama fulltrúafjölda í nefndum líkt og nú er hjá Garðabæ þ.e. fimm fulltrúa, þó þannig að Fræðslunefnd verði sameinuð nefnd grunnskóla-, leikskóla- og tónlistarskólamála sem í væru sjö fulltrúar til að tryggja sem mesta breidd sjónarmiða. Meðal kostnaðarhagræðingar sem lögð er til í skýrslunni er gert ráð fyrir verulegri fækkun nefnda í sameinuðu sveitarfélagi eða í sex. FÓLKIÐ- í bænum telur mikilvægt að ef til sameiningar kemur að ráðist verði í rekstrarhagræðingu að lágmarki eins og lagt er upp með í skýrslu R3 en samhliða verði þó gætt lýðræðis í stjórnskipuninni þannig að allir flokkar sem eiga bæjarfulltrúa, eigi fulltrúa í nefndum og ráðum bæjarins. FÓLKIÐ- í bænum hefur í sameiningarviðræðunum verið jákvætt í garð sameiningar en á sama tíma höfum við verið varkár og kallað eftir ítarlegum upplýsingum til að fá sem heildstæðasta mynd af stöðunni. Við hvetjum ykkur bæjarbúar til að huga vel að kostum og göllum sameiningar og mæta á kjörstað til að tjá hug ykkar til sameiningar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun