Fellum tillögu stjórnlagaráðs Haukur Arnþórsson skrifar 11. október 2012 00:01 Ég hef ákveðið að greiða atkvæði gegn því að tillaga stjórnlagaráðs verði notuð sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 20. október 2012. Hér vil ég draga fram eitt grundvallaratriði af nokkrum sem hafa áhrif á afstöðu mína. Markalínur opinbers skipulagsNánast öll þjónusta opinbers valds miðar við staðbundin mörk. Þannig höfum við skólahverfi, sveitarfélög og umdæmi af öllu tagi, meðal annars kjördæmi. Skattheimta fer fram innan staðbundinna marka og sköttum er jafnan ráðstafað innan þeirra. Þótt netið geti veikt staðbundin mörk opinberrar þjónustu standa þessar staðreyndir enn óhaggaðar. Þýskaland er sambandsríki og opinber gjöld renna einkum til hvers ríkis og þjónusta er veitt innan þess. Danmörk (og hin norrænu ríkin hafa svipað fyrirkomulag) hefur 5 regioner og 76% alls skattfjár helst innan þeirra og eru notuð til þess að veita þjónustu þar. Kjördæmaskipulag tekur mið af þessum staðbundna grundvelli og eru kjördæmi (mis)smá og tengja fulltrúa við kjósendur á ákveðnum stað og við þá sameiginlegu hagsmuni sem þeir hafa, meðal annars við öflun og ráðstöfun skattfjár þeirra og uppbyggingu staðbundinnar þjónustu fyrir þá. Afdrifarík mistökHér á landi var fallið frá landshlutatengdu millistjórnsýslustigi undir miðja síðustu öld. Það hefur reynst afdrifaríkt fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar – og nú renna um ¾ hlutar alls opinbers fjár til hins miðlæga ríkisvalds (Reykjavíkur) og staðbundin yfirvöld (sveitarfélögin) eru veik og þjónusta þeirra lítil miðað við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þar sem tekjustofnar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru stærstir má reikna með því að allt að 90% af öllu skattfé sé ráðstafað af yfirvöldum á því svæði, á báðum stjórnsýslustigum. Sjónarmið borgríkisVið þessar séríslensku aðstæður eru margir höfuðborgarbúar farnir að líta svo á að þeir búi í borgríki, en ekki í ríki sem hefur vestræna uppbyggingu. Þeir telja því ekki að máli skipti að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins njóti vernda staðbundinna marka þannig að tekjur flytjist ekki frá upprunastað og til að þjónusta sé veitt nálægt íbúunum. Þessi hugsun endurspeglast í tillögum um veikingu eða niðurfellingu kjördæmaskipulags og raunar líka í lausnum stjórnsýslunnar; t.d. að hafa eitt sjúkrahús og eina ríkisstofnun á hverju sviði og að þær séu á höfuðborgarsvæðinu – í stað dreifðra lausna og þjónustu. Á sama tíma er höfuðborginni skipt í hverfi og byggð er upp staðbundin þjónusta innan þeirra – þannig að tvískinnungur höfuðborgarbúa er allsráðandi. Þegar fylgismenn tillagna stjórnlagaráðs segja að kjördæmi eigi að skipuleggja fyrir fatlaða, fyrir konur o.s.frv. í stað staðbundinna marka, þá hafa þeir yfirgefið grundvöll stjórnmálalegs veruleika í okkar heimshluta. Þá er ekki endilega samræðugrundvöllur milli stjórnsýslufræðinga og aktívistanna, sem ekki búa við skorður vestrænna hefða. Svo ríkar hefðir eru fyrir staðbundinni nálgun í stjórnmálum að nánast ekkert vestrænt ríki gengur gegn þeim. Víða eiga ríki eða fylki (millistjórnsýslustig) fulltrúa á þjóðþingum án tillits til íbúafjölda þeirra. Hættulegar tillögurEf tillögur stjórnlagaráðs um veikingu eða niðurfellingu kjördæmakerfis hér á landi verða að veruleika fellur eitt af síðustu varnarvígum vestrænnar uppbyggingar stjórnmála og stjórnsýslu í landinu. Það er einkennileg þróun í ljósi þess hvernig og hvar þjóðartekjur okkar verða til – og að landið allt felur í sér sóknarfæri á öllum sviðum, t.d. fyrir ferðamannaiðnaðinn á grundvelli staðbundinnar menningar, sem þá þarf að vera til staðar. Við búum í stóru og fallegu landi og við þurfum að endurskipuleggja opinberu kerfin þannig að þau styðji dreifða uppbyggingu í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ákveðið að greiða atkvæði gegn því að tillaga stjórnlagaráðs verði notuð sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár 20. október 2012. Hér vil ég draga fram eitt grundvallaratriði af nokkrum sem hafa áhrif á afstöðu mína. Markalínur opinbers skipulagsNánast öll þjónusta opinbers valds miðar við staðbundin mörk. Þannig höfum við skólahverfi, sveitarfélög og umdæmi af öllu tagi, meðal annars kjördæmi. Skattheimta fer fram innan staðbundinna marka og sköttum er jafnan ráðstafað innan þeirra. Þótt netið geti veikt staðbundin mörk opinberrar þjónustu standa þessar staðreyndir enn óhaggaðar. Þýskaland er sambandsríki og opinber gjöld renna einkum til hvers ríkis og þjónusta er veitt innan þess. Danmörk (og hin norrænu ríkin hafa svipað fyrirkomulag) hefur 5 regioner og 76% alls skattfjár helst innan þeirra og eru notuð til þess að veita þjónustu þar. Kjördæmaskipulag tekur mið af þessum staðbundna grundvelli og eru kjördæmi (mis)smá og tengja fulltrúa við kjósendur á ákveðnum stað og við þá sameiginlegu hagsmuni sem þeir hafa, meðal annars við öflun og ráðstöfun skattfjár þeirra og uppbyggingu staðbundinnar þjónustu fyrir þá. Afdrifarík mistökHér á landi var fallið frá landshlutatengdu millistjórnsýslustigi undir miðja síðustu öld. Það hefur reynst afdrifaríkt fyrir svæðin utan höfuðborgarinnar – og nú renna um ¾ hlutar alls opinbers fjár til hins miðlæga ríkisvalds (Reykjavíkur) og staðbundin yfirvöld (sveitarfélögin) eru veik og þjónusta þeirra lítil miðað við það sem gerist í nágrannaríkjunum. Þar sem tekjustofnar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru stærstir má reikna með því að allt að 90% af öllu skattfé sé ráðstafað af yfirvöldum á því svæði, á báðum stjórnsýslustigum. Sjónarmið borgríkisVið þessar séríslensku aðstæður eru margir höfuðborgarbúar farnir að líta svo á að þeir búi í borgríki, en ekki í ríki sem hefur vestræna uppbyggingu. Þeir telja því ekki að máli skipti að íbúar utan höfuðborgarsvæðisins njóti vernda staðbundinna marka þannig að tekjur flytjist ekki frá upprunastað og til að þjónusta sé veitt nálægt íbúunum. Þessi hugsun endurspeglast í tillögum um veikingu eða niðurfellingu kjördæmaskipulags og raunar líka í lausnum stjórnsýslunnar; t.d. að hafa eitt sjúkrahús og eina ríkisstofnun á hverju sviði og að þær séu á höfuðborgarsvæðinu – í stað dreifðra lausna og þjónustu. Á sama tíma er höfuðborginni skipt í hverfi og byggð er upp staðbundin þjónusta innan þeirra – þannig að tvískinnungur höfuðborgarbúa er allsráðandi. Þegar fylgismenn tillagna stjórnlagaráðs segja að kjördæmi eigi að skipuleggja fyrir fatlaða, fyrir konur o.s.frv. í stað staðbundinna marka, þá hafa þeir yfirgefið grundvöll stjórnmálalegs veruleika í okkar heimshluta. Þá er ekki endilega samræðugrundvöllur milli stjórnsýslufræðinga og aktívistanna, sem ekki búa við skorður vestrænna hefða. Svo ríkar hefðir eru fyrir staðbundinni nálgun í stjórnmálum að nánast ekkert vestrænt ríki gengur gegn þeim. Víða eiga ríki eða fylki (millistjórnsýslustig) fulltrúa á þjóðþingum án tillits til íbúafjölda þeirra. Hættulegar tillögurEf tillögur stjórnlagaráðs um veikingu eða niðurfellingu kjördæmakerfis hér á landi verða að veruleika fellur eitt af síðustu varnarvígum vestrænnar uppbyggingar stjórnmála og stjórnsýslu í landinu. Það er einkennileg þróun í ljósi þess hvernig og hvar þjóðartekjur okkar verða til – og að landið allt felur í sér sóknarfæri á öllum sviðum, t.d. fyrir ferðamannaiðnaðinn á grundvelli staðbundinnar menningar, sem þá þarf að vera til staðar. Við búum í stóru og fallegu landi og við þurfum að endurskipuleggja opinberu kerfin þannig að þau styðji dreifða uppbyggingu í því.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun