Lars Lagerbäck: Urðum of bjartsýnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2012 07:00 Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson fagna marki Alfreðs sem innsiglaði sigurinn á Noregi. Mynd/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið vann frábæran sigur í Albaníu á föstudagskvöldið og strákarnir eru mættir til landsins þar sem þeir taka á móti Sviss í toppslag riðilsins á morgun. Svissneska liðið tapaði sínum fyrstu stigum í 1-1 jafntefli við Norðmenn á föstudaginn en situr í toppsæti riðilsins stigi á undan Íslandi. „Við stefnum á sigur eins og alltaf. Sviss er með gott lið en eins og við höfum spilað þá eigum við góða möguleika á að sigra leikinn. Ef undirbúningurinn gengur upp og við förum með rétt hugarfar inn á völlinn þá eigum við góða möguleika," sagði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins á blaðamannafundi í gær. Það hefur gengið illa að fylgja eftir sigurleikjum síðustu ár og gott dæmi um það er tap íslenska liðsins á Kýpur á dögunum nokkrum dögum eftir frábæran heimasigur á Norðmönnum. Það eru liðin níu ár síðan að íslenska liðið náði í stig í næsta leik á eftir sigurleik en það var þegar liðið náði markalausu jafntefli á móti Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 6. september 2003, 17 dögum eftir að liðið vann Færeyjar í Þórshöfn. Lars Lagerbäck náði ekki að breyta þessu í fyrstu tilraun. „Ég veit ekki hvort við höfum fyllst of miklu sjálfstrausti eftir leikinn gegn Noregi. Ég held að við urðum of bjartsýnir frekar. Sóknarmennirnir vörðust of framarlega og það var of mikið bil á milli manna í varnarleiknum. Ef leikaðferðin var röng er það mín sök. Við verðum að læra betur á alþjóðlegan fótbolta og að leika tvo leiki á fáum dögum. Ísland hefur oft átt í vandræðum með að leika á útivelli og við náum vonandi að læra að leika eins á útivelli og við gerum á heimavelli," sagði Lagerbäck í gær. „Ég hef ekki trú á að við þurfum að gera breytingar á liðinu vegna þess að það er stutt á milli leikja. Allir leikmenn ættu að vera klárir og sérstaklega þar sem við gáfum þeim sem byrjuðu leikinn í Albaníu aukadag í að hlaða batteríin. Leikmennirnir eru flestir vanir að leika tvo leiki á viku," sagði Lars Lagerbäck en besta byrjun íslenska landsliðsins frá upphafi ýtir undir bjartsýni á gott gengi í riðlinum. „Ef við sleppum vel við leikbönn þá eigum við góða möguleika í þessum riðli. Við söknum leikmanns eins og Kolbeins Sigþórssonar sem er einn efnilegasti framherji Evrópu og ef við náum góðum úrslitum gegn Sviss þá eigum við góða möguleika í framhaldinu ef allir verða heilir og leikfærir. Ég er bjartsýnn og vona að við getum keppt um sæti á HM. Ég veit ekki hversu raunhæft það er en mitt markmið breytist ekkert. Við förum í alla leiki til að vinna," sagði Lars að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann frábæran sigur í Albaníu á föstudagskvöldið og strákarnir eru mættir til landsins þar sem þeir taka á móti Sviss í toppslag riðilsins á morgun. Svissneska liðið tapaði sínum fyrstu stigum í 1-1 jafntefli við Norðmenn á föstudaginn en situr í toppsæti riðilsins stigi á undan Íslandi. „Við stefnum á sigur eins og alltaf. Sviss er með gott lið en eins og við höfum spilað þá eigum við góða möguleika á að sigra leikinn. Ef undirbúningurinn gengur upp og við förum með rétt hugarfar inn á völlinn þá eigum við góða möguleika," sagði Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins á blaðamannafundi í gær. Það hefur gengið illa að fylgja eftir sigurleikjum síðustu ár og gott dæmi um það er tap íslenska liðsins á Kýpur á dögunum nokkrum dögum eftir frábæran heimasigur á Norðmönnum. Það eru liðin níu ár síðan að íslenska liðið náði í stig í næsta leik á eftir sigurleik en það var þegar liðið náði markalausu jafntefli á móti Þjóðverjum á Laugardalsvellinum 6. september 2003, 17 dögum eftir að liðið vann Færeyjar í Þórshöfn. Lars Lagerbäck náði ekki að breyta þessu í fyrstu tilraun. „Ég veit ekki hvort við höfum fyllst of miklu sjálfstrausti eftir leikinn gegn Noregi. Ég held að við urðum of bjartsýnir frekar. Sóknarmennirnir vörðust of framarlega og það var of mikið bil á milli manna í varnarleiknum. Ef leikaðferðin var röng er það mín sök. Við verðum að læra betur á alþjóðlegan fótbolta og að leika tvo leiki á fáum dögum. Ísland hefur oft átt í vandræðum með að leika á útivelli og við náum vonandi að læra að leika eins á útivelli og við gerum á heimavelli," sagði Lagerbäck í gær. „Ég hef ekki trú á að við þurfum að gera breytingar á liðinu vegna þess að það er stutt á milli leikja. Allir leikmenn ættu að vera klárir og sérstaklega þar sem við gáfum þeim sem byrjuðu leikinn í Albaníu aukadag í að hlaða batteríin. Leikmennirnir eru flestir vanir að leika tvo leiki á viku," sagði Lars Lagerbäck en besta byrjun íslenska landsliðsins frá upphafi ýtir undir bjartsýni á gott gengi í riðlinum. „Ef við sleppum vel við leikbönn þá eigum við góða möguleika í þessum riðli. Við söknum leikmanns eins og Kolbeins Sigþórssonar sem er einn efnilegasti framherji Evrópu og ef við náum góðum úrslitum gegn Sviss þá eigum við góða möguleika í framhaldinu ef allir verða heilir og leikfærir. Ég er bjartsýnn og vona að við getum keppt um sæti á HM. Ég veit ekki hversu raunhæft það er en mitt markmið breytist ekkert. Við förum í alla leiki til að vinna," sagði Lars að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira