Sighvatur getur sagt „nei“ án vandkvæða Reimar Pétursson skrifar 16. október 2012 06:00 Sighvatur Björgvinsson skrifar grein í Fréttablaðið 11. okt. 2012 um komandi ráðgefandi kosningar um stjórnarskrármál. Hann er skiljanlega í vanda með hvernig hann á að svara þeim óskýru spurningum sem stendur til að leggja fyrir þjóðina. Hann lýsir sig „ósammála sumum“ tillögum stjórnlagaráðs en „sammála öðrum“ og vill ekki að vinnu að baki tillögunum „verði hent út í hafsauga“. En þar sem hann sé ósammála sumum tillögunum geti hann ekki sagt „já“. Málið vandast hins vegar þegar hann segir að mín afstaða til málsins geri honum ókleift að segja „nei“ við tillögunum. Hann segir mig telja að „nei“ leiði til þess að „þá eigi að leggja tillögurnar til hliðar og ekki taka mark á þeim meir“. Sighvatur segist því standa frammi fyrir því að geta hvorki sagt „já“ eða „nei“. Upp virðist kominn óleysanlegur hnútur! Lausnin er hins vegar einföld. Í reynd er ástæðulaust að ætla minni afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs svona mikið hlutverk. Þótt ég sé á móti tillögum stjórnlagaráðs hef ég aldrei lagst gegn því að gerðar séu skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni með víðtækri sátt. Kjarni málsins er hins vegar sá að ég er ekki að leggja spurningarnar fyrir þjóðina heldur er það löggjafinn. Löggjafinn getur því unnið með tillögur stjórnlagaráðs með þeim hætti sem hann telur sæmandi eftir atkvæðagreiðsluna. Þá er vandi Sighvats leystur. Nú getur hann sagt „nei“ án vandkvæða. Hann getur svo talað við þingmenn eftir kosningarnar og unnið að framgangi þeirra tillagna stjórnlagaráðs sem honum finnast skynsamlegar. Þeir sem eru ósammála honum geta unnið að hinu gagnstæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sighvatur Björgvinsson skrifar grein í Fréttablaðið 11. okt. 2012 um komandi ráðgefandi kosningar um stjórnarskrármál. Hann er skiljanlega í vanda með hvernig hann á að svara þeim óskýru spurningum sem stendur til að leggja fyrir þjóðina. Hann lýsir sig „ósammála sumum“ tillögum stjórnlagaráðs en „sammála öðrum“ og vill ekki að vinnu að baki tillögunum „verði hent út í hafsauga“. En þar sem hann sé ósammála sumum tillögunum geti hann ekki sagt „já“. Málið vandast hins vegar þegar hann segir að mín afstaða til málsins geri honum ókleift að segja „nei“ við tillögunum. Hann segir mig telja að „nei“ leiði til þess að „þá eigi að leggja tillögurnar til hliðar og ekki taka mark á þeim meir“. Sighvatur segist því standa frammi fyrir því að geta hvorki sagt „já“ eða „nei“. Upp virðist kominn óleysanlegur hnútur! Lausnin er hins vegar einföld. Í reynd er ástæðulaust að ætla minni afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs svona mikið hlutverk. Þótt ég sé á móti tillögum stjórnlagaráðs hef ég aldrei lagst gegn því að gerðar séu skynsamlegar breytingar á stjórnarskránni með víðtækri sátt. Kjarni málsins er hins vegar sá að ég er ekki að leggja spurningarnar fyrir þjóðina heldur er það löggjafinn. Löggjafinn getur því unnið með tillögur stjórnlagaráðs með þeim hætti sem hann telur sæmandi eftir atkvæðagreiðsluna. Þá er vandi Sighvats leystur. Nú getur hann sagt „nei“ án vandkvæða. Hann getur svo talað við þingmenn eftir kosningarnar og unnið að framgangi þeirra tillagna stjórnlagaráðs sem honum finnast skynsamlegar. Þeir sem eru ósammála honum geta unnið að hinu gagnstæða.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun