Skiptar skoðanir um stjórnarskrá Salvör Nordal og Ari Teitsson skrifar 16. október 2012 06:00 Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október hefur sem betur fer orðið veruleg umræða um frumvarp stjórnlagaráðs. Margir sem voru fulltrúar í stjórnlagaráði hafa látið til sín taka eins og eðlilegt er og gerir það hver og einn á eigin forsendum enda lauk stjórnlagaráð störfum á miðju sumri 2011. Skoðanir ráðsmanna á atkvæðagreiðslunni, einstökum spurningum og því hvað taki við eru augljóslega verulega skiptar. Pawel Bartoszek segist ekki munu greiða frumvarpinu atkvæði sitt nú vegna þess að það er ekki fullbúið en Þorvaldur Gylfason telur að í framhaldi af atkvæðagreiðslunni hafi Alþingi ekki heimild til að gera annað en minniháttar orðalagsbreytingar á frumvarpinu. Við lokaafgreiðslu í stjórnlagaráði sumarið 2011 greiddu sannarlega allir fulltrúar ráðsins atkvæði með frumvarpinu en engu að síður voru skoðanir skiptar um margt eins og hæglega má sjá í fundargerðum ráðsins t.d. um atkvæðagreiðslur um einstakar greinar. Í atkvæðaskýringum sumra fulltrúa kom m.a. fram að þeir litu ekki á frumvarpið sem endanlegt plagg heldur væntu þeir þess að Alþingi tæki það til ýtarlegrar umræðu og lögfræðilegrar greiningar. Nú stendur sú greining yfir en mun, því miður, ekki ljúka eða vera gerð opinber fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þótt tímasetning atkvæðagreiðslunnar og orðalag spurninga í kosningunum 20. október sé alls ekki hafin yfir gagnrýni, hafa fyrirhugaðar kosningar kallað fram mikla umræðu um stjórnarskrána. Innan stjórnlagaráðs voru skiptar skoðanir á því við starfslok hvernig best væri að Alþingi tæki á frumvarpinu og hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla væri tímabær. Það var ekki stjórnlagaráðs að ákveða heldur Alþingis sem samkvæmt gildandi stjórnarskrá ber allar skyldur til að virða réttar leikreglur. Alþingi Íslendinga ákvað atkvæðagreiðsluna og þær spurningar sem lagðar verða fyrir kjósendur um næstu helgi. Eftir kosningar kemur það í hlut Alþingis að túlka niðurstöður þeirra og ákveða næstu skref í málinu. Það er því fyrst og fremst skylda alþingismanna að skýra fyrir kjósendum nú í aðdraganda kosninga hvað þeir höfðu í huga með einstökum spurningum og hvernig þeir muni túlka svör við einstökum spurningum og samspil þeirra. Stjórnlagaráð ræður þar engu því þegar öllu er til skila haldið ber Alþingi ábyrgð á breytingum á stjórnarskránni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október hefur sem betur fer orðið veruleg umræða um frumvarp stjórnlagaráðs. Margir sem voru fulltrúar í stjórnlagaráði hafa látið til sín taka eins og eðlilegt er og gerir það hver og einn á eigin forsendum enda lauk stjórnlagaráð störfum á miðju sumri 2011. Skoðanir ráðsmanna á atkvæðagreiðslunni, einstökum spurningum og því hvað taki við eru augljóslega verulega skiptar. Pawel Bartoszek segist ekki munu greiða frumvarpinu atkvæði sitt nú vegna þess að það er ekki fullbúið en Þorvaldur Gylfason telur að í framhaldi af atkvæðagreiðslunni hafi Alþingi ekki heimild til að gera annað en minniháttar orðalagsbreytingar á frumvarpinu. Við lokaafgreiðslu í stjórnlagaráði sumarið 2011 greiddu sannarlega allir fulltrúar ráðsins atkvæði með frumvarpinu en engu að síður voru skoðanir skiptar um margt eins og hæglega má sjá í fundargerðum ráðsins t.d. um atkvæðagreiðslur um einstakar greinar. Í atkvæðaskýringum sumra fulltrúa kom m.a. fram að þeir litu ekki á frumvarpið sem endanlegt plagg heldur væntu þeir þess að Alþingi tæki það til ýtarlegrar umræðu og lögfræðilegrar greiningar. Nú stendur sú greining yfir en mun, því miður, ekki ljúka eða vera gerð opinber fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þótt tímasetning atkvæðagreiðslunnar og orðalag spurninga í kosningunum 20. október sé alls ekki hafin yfir gagnrýni, hafa fyrirhugaðar kosningar kallað fram mikla umræðu um stjórnarskrána. Innan stjórnlagaráðs voru skiptar skoðanir á því við starfslok hvernig best væri að Alþingi tæki á frumvarpinu og hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla væri tímabær. Það var ekki stjórnlagaráðs að ákveða heldur Alþingis sem samkvæmt gildandi stjórnarskrá ber allar skyldur til að virða réttar leikreglur. Alþingi Íslendinga ákvað atkvæðagreiðsluna og þær spurningar sem lagðar verða fyrir kjósendur um næstu helgi. Eftir kosningar kemur það í hlut Alþingis að túlka niðurstöður þeirra og ákveða næstu skref í málinu. Það er því fyrst og fremst skylda alþingismanna að skýra fyrir kjósendum nú í aðdraganda kosninga hvað þeir höfðu í huga með einstökum spurningum og hvernig þeir muni túlka svör við einstökum spurningum og samspil þeirra. Stjórnlagaráð ræður þar engu því þegar öllu er til skila haldið ber Alþingi ábyrgð á breytingum á stjórnarskránni.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar