"Hrapalleg mistök“ Bjarna Össur Skarphéðinsson skrifar 16. október 2012 06:00 Skákblinda heitir það, þegar menn leika hroðalega af sér á taflborðinu. Bjarni Benediktsson lék illa af sér fyrir hönd Íslands þegar hann lýsti yfir, að hann vildi slíta aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Tillaga hans gengur þvert á niðurstöðu nýlegrar skýrslu Seðlabankans, sem segir það svart á hvítu að Íslendingar þurfi að velja á milli tveggja kosta í gjaldmiðilsmálum: Halda krónunni í einhvers konar höftum, eða ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í bættum herklæðum. Í því ljósi er beinlínis skaðlegt hagsmunum Íslendinga að taka af landsmönnum þann möguleika að velja á milli þessara tveggja kosta. Það felst þó í stefnu Bjarna. Skýrsla Seðlabankans svipti burt þeirri goðsögn að krónan væri tæki til að jafna sveiflur. Niðurstaðan var þveröfug. Krónan sjálf er uppspretta sveiflna – segir skýrslan. Hún er sveifluvaki fremur en sveiflujafnari. Krónan leiðir beinlínis til hærri vaxta. Evran á hinn bóginn jafnar sveiflur, lækkar vexti, gæti lækkað viðskiptakostnað árlega um 5-15 milljarða króna og aukið vöruviðskipti um 65 – 179 milljarða króna á ári. Íslendingar munu hins vegar aldrei eiga þess kost að velja að njóta þessara ávinninga evrunnar ef stefna Bjarna Benediktssonar nær fram að ganga. Það væri því beinlínis í andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar að taka upp stefnu Bjarna um að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og taka þannig frá Íslendingum þann möguleika að Íslendingar gætu einhvern tíma í framtíðinni tekið upp evruna telji landsmenn það farsælast fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Einn farsælasti formaður og forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugi, Þorsteinn Pálsson, sagði að með þessu yrðu Bjarna á hrapallegustu mistök í utanríkispólitískum efnum, sem nokkur formaður Sjálfstæðisflokksins hefði nokkru sinni gert. Þyngri dóm er ekki hægt að fella. Rifja má upp, að landsfundur Sjálfstæðisflokksins felldi, ekki einu sinni heldur tvisvar, tillögu um að slíta viðræðum við ESB. Í hvaða umboði talar þá formaður Sjálfstæðisflokksins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Skákblinda heitir það, þegar menn leika hroðalega af sér á taflborðinu. Bjarni Benediktsson lék illa af sér fyrir hönd Íslands þegar hann lýsti yfir, að hann vildi slíta aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið. Tillaga hans gengur þvert á niðurstöðu nýlegrar skýrslu Seðlabankans, sem segir það svart á hvítu að Íslendingar þurfi að velja á milli tveggja kosta í gjaldmiðilsmálum: Halda krónunni í einhvers konar höftum, eða ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í bættum herklæðum. Í því ljósi er beinlínis skaðlegt hagsmunum Íslendinga að taka af landsmönnum þann möguleika að velja á milli þessara tveggja kosta. Það felst þó í stefnu Bjarna. Skýrsla Seðlabankans svipti burt þeirri goðsögn að krónan væri tæki til að jafna sveiflur. Niðurstaðan var þveröfug. Krónan sjálf er uppspretta sveiflna – segir skýrslan. Hún er sveifluvaki fremur en sveiflujafnari. Krónan leiðir beinlínis til hærri vaxta. Evran á hinn bóginn jafnar sveiflur, lækkar vexti, gæti lækkað viðskiptakostnað árlega um 5-15 milljarða króna og aukið vöruviðskipti um 65 – 179 milljarða króna á ári. Íslendingar munu hins vegar aldrei eiga þess kost að velja að njóta þessara ávinninga evrunnar ef stefna Bjarna Benediktssonar nær fram að ganga. Það væri því beinlínis í andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar að taka upp stefnu Bjarna um að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og taka þannig frá Íslendingum þann möguleika að Íslendingar gætu einhvern tíma í framtíðinni tekið upp evruna telji landsmenn það farsælast fyrir hagsmuni þjóðarinnar. Einn farsælasti formaður og forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugi, Þorsteinn Pálsson, sagði að með þessu yrðu Bjarna á hrapallegustu mistök í utanríkispólitískum efnum, sem nokkur formaður Sjálfstæðisflokksins hefði nokkru sinni gert. Þyngri dóm er ekki hægt að fella. Rifja má upp, að landsfundur Sjálfstæðisflokksins felldi, ekki einu sinni heldur tvisvar, tillögu um að slíta viðræðum við ESB. Í hvaða umboði talar þá formaður Sjálfstæðisflokksins?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun