Mikilvægur dagur fyrir Álftnesinga og Garðbæinga 17. október 2012 06:00 Laugardagurinn 20. október er af tvennum sökum stór dagur fyrir okkur á Álftanesi og í Garðabæ. Þá býðst okkur að greiða atkvæði um tvennt sem varðar framtíð okkar. Annars vegar í þjóðaratkvæðagreiðslu um endurbætta stjórnarskrá og hins vegar í atkvæðagreiðslu um endursameiningu Álftaness og Garðabæjar eftir aðskilnað byggðanna á ofanverðri nítjándu öld. Sameiningin hefur verið vel undirbúin af hálfu beggja sveitarstjórna og annarra sem málið varðar. Eftir ítarlega hreingerningu á fjármálum Álftness geta sveitarfélögin nú sameinast á jafnræðisgrundvelli. Það er því ekki eftir neinu að bíða. Sameinað sveitarfélag verður með um 14 þúsund íbúa á víðfeðmu landsvæði með ríkulegri náttúru. Þessi sveitarfélög henta einkar vel til sameiningar. Í fyrsta lagi liggja þau hvort að öðru og eiga sér sameiginlega fortíð. Í öðru lagi verður fjölbreytni lands og náttúru meiri í hinu sameinaða landssvæði en er í þeim hvoru um sig; við strendur og fjörur Álftaness bætast hraun og eldvörp í Garðabæ. Í þriðja lagi verður aldurssamsetning íbúanna eðlileg eftir sameiningu, en börn eru óvenju stór hluti íbúa á Álftanesinu en aldraðir margir í Garðabæ. Og svo mætti lengi telja. Sameinað sveitarfélag getur veitt íbúunum nútímalega þjónustu hvort sem það er handa börnum eða öldruðum. Sveitarfélagið nýja getur með reisn tekið við þeim verkefnum sem efalaust verða færð frá ríkinu heim í héruðin. Í tillögunum nýju um stjórnarskrá er sérstaklega að því stefnt. Undirritaður sat í hreppsnefnd í þáverandi Bessastaðahreppi fyrir þremur áratugum. Þá var ég hikandi í sameiningarmálum. Reynslan af rekstrar- og stjórnunarvanda Álftaness hefur kennt mér, og vonandi sem flestum þeim sem voru sama sinnis, að við höfðum á röngu að standa. Hikið er horfið fyrir sannfæringu um að sameiningin verður báðum sveitarfélögunum til góðs, líka okkur á Álftanesi. Álftnesingar! Mætum öll á kjörstað í skólanum 20. október og greiðum atkvæði um tvö mál sem skipta framtíð okkar miklu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Laugardagurinn 20. október er af tvennum sökum stór dagur fyrir okkur á Álftanesi og í Garðabæ. Þá býðst okkur að greiða atkvæði um tvennt sem varðar framtíð okkar. Annars vegar í þjóðaratkvæðagreiðslu um endurbætta stjórnarskrá og hins vegar í atkvæðagreiðslu um endursameiningu Álftaness og Garðabæjar eftir aðskilnað byggðanna á ofanverðri nítjándu öld. Sameiningin hefur verið vel undirbúin af hálfu beggja sveitarstjórna og annarra sem málið varðar. Eftir ítarlega hreingerningu á fjármálum Álftness geta sveitarfélögin nú sameinast á jafnræðisgrundvelli. Það er því ekki eftir neinu að bíða. Sameinað sveitarfélag verður með um 14 þúsund íbúa á víðfeðmu landsvæði með ríkulegri náttúru. Þessi sveitarfélög henta einkar vel til sameiningar. Í fyrsta lagi liggja þau hvort að öðru og eiga sér sameiginlega fortíð. Í öðru lagi verður fjölbreytni lands og náttúru meiri í hinu sameinaða landssvæði en er í þeim hvoru um sig; við strendur og fjörur Álftaness bætast hraun og eldvörp í Garðabæ. Í þriðja lagi verður aldurssamsetning íbúanna eðlileg eftir sameiningu, en börn eru óvenju stór hluti íbúa á Álftanesinu en aldraðir margir í Garðabæ. Og svo mætti lengi telja. Sameinað sveitarfélag getur veitt íbúunum nútímalega þjónustu hvort sem það er handa börnum eða öldruðum. Sveitarfélagið nýja getur með reisn tekið við þeim verkefnum sem efalaust verða færð frá ríkinu heim í héruðin. Í tillögunum nýju um stjórnarskrá er sérstaklega að því stefnt. Undirritaður sat í hreppsnefnd í þáverandi Bessastaðahreppi fyrir þremur áratugum. Þá var ég hikandi í sameiningarmálum. Reynslan af rekstrar- og stjórnunarvanda Álftaness hefur kennt mér, og vonandi sem flestum þeim sem voru sama sinnis, að við höfðum á röngu að standa. Hikið er horfið fyrir sannfæringu um að sameiningin verður báðum sveitarfélögunum til góðs, líka okkur á Álftanesi. Álftnesingar! Mætum öll á kjörstað í skólanum 20. október og greiðum atkvæði um tvö mál sem skipta framtíð okkar miklu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar