Þjóðhollusta Mörður Árnason skrifar 18. október 2012 06:00 Á 19. öld fólst þjóðhollusta í sjálfstæðisbaráttu, framfaratrú og Danahatri. Þeir tímar eru liðnir, sem betur fer! – en kannski getur hugtakið haft gildi ennþá á 21. öld: Að vera hollur þjóð sinni, vilja veg hennar sem mestan og þó einkum sem bestan, auðvitað án nokkurra illinda við annað fólk í heiminum. Mér sýnist einmitt þetta orð eiga vel við um þátttöku í atkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrögin laugardaginn 20. október. Eftir að yfir dundu fjárhagslegar, pólitískar og sálrænar hörmungar fyrir réttum fjórum árum hefur okkur þrátt fyrir allt tekist að vinna vel á nokkrum mikilsverðum sviðum. Eitt af þessu er stjórnarskrárverkið þar sem mikill meirihluti landsmanna ákvað að endurnýja fornfáleg og gölluð grunnlög sem eiga sinn þátt í aðdraganda hrunsins og eftirmálum. Þjóðfundur, almennt kjör stjórnlagafulltrúa, einróma niðurstaða ráðsins, vinna í þinginu og svo aftur út til þjóðarinnar – þegar menn líta yfir þetta og leggja til hliðar gleraugu gremjunnar og sjónauka yfirlætisins kemur í ljós merkileg lýðræðistilraun sem hefur fætt af sér margskonar umbótatillögur í frumvarpsdrögunum frá stjórnlagaráðinu. Erlendis er mjög spurt um þetta starf, svo sem þar sem ég hef starfað á Evrópuráðsþinginu í Strassborg, og þykir til fyrirmyndar. Nú erum við kvödd að kjörborðinu til að veita leiðsögn um framhaldið. Sjálfur tel ég að það eigi hiklaust að starfa áfram á grundvelli tillagnanna frá ráðinu. Ég fagna líka efnisspurningunum, alveg sérstaklega þeirri um þjóðareign Íslandsauðlinda. Aðrir hafa sína skoðun á þessum álitamálum, eins og gengur. Það sem skiptir mestu máli er að Íslendingar taki sem flestir þátt í að móta framtíð lands og fólks með því að taka nú afstöðu til stjórnarskrármálsins og greiða atkvæði hinn 20. október (eða fyrr, svo sem í Laugardalshöll 10–20 alla daga). Til þess hvet ég alla þjóðholla karla og konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Á 19. öld fólst þjóðhollusta í sjálfstæðisbaráttu, framfaratrú og Danahatri. Þeir tímar eru liðnir, sem betur fer! – en kannski getur hugtakið haft gildi ennþá á 21. öld: Að vera hollur þjóð sinni, vilja veg hennar sem mestan og þó einkum sem bestan, auðvitað án nokkurra illinda við annað fólk í heiminum. Mér sýnist einmitt þetta orð eiga vel við um þátttöku í atkvæðagreiðslunni um stjórnarskrárdrögin laugardaginn 20. október. Eftir að yfir dundu fjárhagslegar, pólitískar og sálrænar hörmungar fyrir réttum fjórum árum hefur okkur þrátt fyrir allt tekist að vinna vel á nokkrum mikilsverðum sviðum. Eitt af þessu er stjórnarskrárverkið þar sem mikill meirihluti landsmanna ákvað að endurnýja fornfáleg og gölluð grunnlög sem eiga sinn þátt í aðdraganda hrunsins og eftirmálum. Þjóðfundur, almennt kjör stjórnlagafulltrúa, einróma niðurstaða ráðsins, vinna í þinginu og svo aftur út til þjóðarinnar – þegar menn líta yfir þetta og leggja til hliðar gleraugu gremjunnar og sjónauka yfirlætisins kemur í ljós merkileg lýðræðistilraun sem hefur fætt af sér margskonar umbótatillögur í frumvarpsdrögunum frá stjórnlagaráðinu. Erlendis er mjög spurt um þetta starf, svo sem þar sem ég hef starfað á Evrópuráðsþinginu í Strassborg, og þykir til fyrirmyndar. Nú erum við kvödd að kjörborðinu til að veita leiðsögn um framhaldið. Sjálfur tel ég að það eigi hiklaust að starfa áfram á grundvelli tillagnanna frá ráðinu. Ég fagna líka efnisspurningunum, alveg sérstaklega þeirri um þjóðareign Íslandsauðlinda. Aðrir hafa sína skoðun á þessum álitamálum, eins og gengur. Það sem skiptir mestu máli er að Íslendingar taki sem flestir þátt í að móta framtíð lands og fólks með því að taka nú afstöðu til stjórnarskrármálsins og greiða atkvæði hinn 20. október (eða fyrr, svo sem í Laugardalshöll 10–20 alla daga). Til þess hvet ég alla þjóðholla karla og konur.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar