Afbökun sannleikans Helga Katrín Tryggvadóttir og Jón Selmuson Guðmundsson skrifar 23. október 2012 06:00 Er hægt að fjalla um sína „upplifun" af atburði án þess að vera viðstaddur? Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, virðist vera fær um slíkt ef marka má erindi hans í Valhöll þann 16. október. Ýmis ummæli hans í því erindi vekja furðu, en ekki síst þau sem hann lét falla um „árásina" á Alþingi 8. desember 2008, þar sem um þrjátíu manns gerðu tilraun til að fara á þingpalla Alþingis. Níu úr þeim hópi voru í kjölfarið ákærð fyrir brot á 100. grein hegningarlaga (valdarán) og áttu yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Öll ákærðu voru sýknuð og telur Geir að almenningsálitið hafi haft áhrif á dómarana í málinu. Ummæli lögregluþjónsins bera þess merki að hann hafi litla trú á sjálfstæði dómstóla, nokkuð sem vekur athygli í ljósi þess að viðkomandi hefur um árabil unnið við það að færa fólk fram fyrir þá. Ef dómstólar sveigjast sem lauf í vindi sökum ábendinga almennings um að réttarhöldin væru pólitísk, hversu hæfir eru þeir þá í öðrum málum? Í öllu falli er um að ræða býsna alvarlega gagnrýni á íslenska dómstóla frá fyrrum háttsettum manni innan lögreglunnar. Varðandi dóminn sjálfan, þá getum við raunar fullyrt að í þessu máli hafi lögregluþjónninn rangt fyrir sér. Það var ekki almenningsálitinu að þakka að flestir sakborningar voru sýknaðir. Við undirrituð vorum viðstödd nær öll réttarhöldin og það sem við sáum ekki með eigin augum lásum við frá orði til orðs þar sem bloggað var úr réttarsalnum (www.rvk9.org). Augljóst er í málsgögnum að engin sönnunargögn eða áreiðanlegir vitnisburðir gáfu til kynna að hundraðasta grein hegningarlaga hefði verið brotin, né að það hefði staðið til. Hins vegar hlaut lögreglan áfellisdóm í málinu. Hún átti að miklu leyti sök á glundroðanum sem skapaðist í þinghúsinu þennan dag, þar sem hluti lögreglumannanna reyndi að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist upp stigann og á þingpallana, á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir niðurgöngu hópsins úr stiganum. Einu sakfellingarnar voru fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu og hindra hana í starfi en eins og fram kom í vitnaleiðslum voru þau fyrirmæli bæði óljós og misvísandi. Ákærðu voru sýknuð af öllum öðrum ákæruliðum. Framburður lögreglumannanna og þingvarða fyrir dómi var einnig misvísandi og óljós, rétt eins og skipanir þeirra umræddan dag. Samkvæmt vitnaleiðslum þá virtust þeir ekki einu sinni vita hver stjórnaði lögregluaðgerðinni. En hvaða máli skiptir það nú að Geir Jón tjái sig um sína „upplifun"? Hefur hann ekki rétt til að segja sína skoðun eins og aðrir? Alvarleikinn er sá að sem fyrrum yfirmaður í lögreglunni hefur hann töluvert meiri vigt í umræðunni en leikmaðurinn. Fyrir einhvern sem hefur kynnt sér málið til hlítar, lesið gögnin og hlustað á vitnaleiðslur í málinu (sem hann virðist ekki hafa gert) þá hljóma ásakanir Geirs sem argasta lygi. Og það sem verra er; lygi sem sett er fram í pólitískum tilgangi til þess að stjórnmálaflokkur hans nái til sín völdum. Eini tilgangur þeirra þrjátíu sem fóru inn í þinghúsið þennan dag var að koma skilaboðum áleiðis til þingsins. Ekkert þeirra var vopnað. Eitt þeirra bar á sér blaðsnepil með hættulegum orðum: „Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur". Hefðu nímenningarnir verið dæmdir fyrir aðför að Alþingi þá hefði verið um að ræða alvarlega aðför að réttindum okkar. Ef við lítum svo á að sannleikur sé vald þá má líkja afbökun á sannleikanum við valdarán. Hið raunverulega valdarán er að eiga sér stað núna, fyrir framan augun á okkur, þar sem lögregluforinginn og fylgismenn hans í Valhöll endurskrifa sannleikann til þess að koma sjálfum sér til valda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Er hægt að fjalla um sína „upplifun" af atburði án þess að vera viðstaddur? Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, virðist vera fær um slíkt ef marka má erindi hans í Valhöll þann 16. október. Ýmis ummæli hans í því erindi vekja furðu, en ekki síst þau sem hann lét falla um „árásina" á Alþingi 8. desember 2008, þar sem um þrjátíu manns gerðu tilraun til að fara á þingpalla Alþingis. Níu úr þeim hópi voru í kjölfarið ákærð fyrir brot á 100. grein hegningarlaga (valdarán) og áttu yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Öll ákærðu voru sýknuð og telur Geir að almenningsálitið hafi haft áhrif á dómarana í málinu. Ummæli lögregluþjónsins bera þess merki að hann hafi litla trú á sjálfstæði dómstóla, nokkuð sem vekur athygli í ljósi þess að viðkomandi hefur um árabil unnið við það að færa fólk fram fyrir þá. Ef dómstólar sveigjast sem lauf í vindi sökum ábendinga almennings um að réttarhöldin væru pólitísk, hversu hæfir eru þeir þá í öðrum málum? Í öllu falli er um að ræða býsna alvarlega gagnrýni á íslenska dómstóla frá fyrrum háttsettum manni innan lögreglunnar. Varðandi dóminn sjálfan, þá getum við raunar fullyrt að í þessu máli hafi lögregluþjónninn rangt fyrir sér. Það var ekki almenningsálitinu að þakka að flestir sakborningar voru sýknaðir. Við undirrituð vorum viðstödd nær öll réttarhöldin og það sem við sáum ekki með eigin augum lásum við frá orði til orðs þar sem bloggað var úr réttarsalnum (www.rvk9.org). Augljóst er í málsgögnum að engin sönnunargögn eða áreiðanlegir vitnisburðir gáfu til kynna að hundraðasta grein hegningarlaga hefði verið brotin, né að það hefði staðið til. Hins vegar hlaut lögreglan áfellisdóm í málinu. Hún átti að miklu leyti sök á glundroðanum sem skapaðist í þinghúsinu þennan dag, þar sem hluti lögreglumannanna reyndi að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist upp stigann og á þingpallana, á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir niðurgöngu hópsins úr stiganum. Einu sakfellingarnar voru fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu og hindra hana í starfi en eins og fram kom í vitnaleiðslum voru þau fyrirmæli bæði óljós og misvísandi. Ákærðu voru sýknuð af öllum öðrum ákæruliðum. Framburður lögreglumannanna og þingvarða fyrir dómi var einnig misvísandi og óljós, rétt eins og skipanir þeirra umræddan dag. Samkvæmt vitnaleiðslum þá virtust þeir ekki einu sinni vita hver stjórnaði lögregluaðgerðinni. En hvaða máli skiptir það nú að Geir Jón tjái sig um sína „upplifun"? Hefur hann ekki rétt til að segja sína skoðun eins og aðrir? Alvarleikinn er sá að sem fyrrum yfirmaður í lögreglunni hefur hann töluvert meiri vigt í umræðunni en leikmaðurinn. Fyrir einhvern sem hefur kynnt sér málið til hlítar, lesið gögnin og hlustað á vitnaleiðslur í málinu (sem hann virðist ekki hafa gert) þá hljóma ásakanir Geirs sem argasta lygi. Og það sem verra er; lygi sem sett er fram í pólitískum tilgangi til þess að stjórnmálaflokkur hans nái til sín völdum. Eini tilgangur þeirra þrjátíu sem fóru inn í þinghúsið þennan dag var að koma skilaboðum áleiðis til þingsins. Ekkert þeirra var vopnað. Eitt þeirra bar á sér blaðsnepil með hættulegum orðum: „Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur". Hefðu nímenningarnir verið dæmdir fyrir aðför að Alþingi þá hefði verið um að ræða alvarlega aðför að réttindum okkar. Ef við lítum svo á að sannleikur sé vald þá má líkja afbökun á sannleikanum við valdarán. Hið raunverulega valdarán er að eiga sér stað núna, fyrir framan augun á okkur, þar sem lögregluforinginn og fylgismenn hans í Valhöll endurskrifa sannleikann til þess að koma sjálfum sér til valda.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun