Hausverkur tveggja ráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 23. október 2012 06:00 Nú er ég hræddur um að ráðherrar fjár- og velferðarmála séu með dynjandi hausverk. Föstudaginn 12.10.12 sendi ég stutta ádrepu þar sem spurt var hvort ætlunin væri að berja höfðinu áfram við steininn og halda til streitu orðalagi í skýringartexta við fjárlagalið 08-206 í Fjárlögum 2013. Þegar þetta er skrifað hafa engin svör borist. Fyrir þá sem ekki vita þá fylgir nýjum fjárlögum skýringartexti þar sem sagt er berum orðum að hætta eigi með öllu niðurgreiðslu til fullorðinna vegna ákveðinnar tegundar af ADHD-lyfjum. Velferðarráðuneytið þykist reyndar draga í land en stendur þó fast á að þennan lið fjárlaga skuli lækka um allt að 220 milljónir. Gallinn við skýringartexta fjárlaga og annan rökstuðning frá ráðuneytunum er að flest gögn sem vísað er til segja allt aðra sögu. Í þeim kemur skýrt fram að þó mögulega megi spara um 200 milljónir með endurbótum á lyfjaávísunarkerfi lækna þá megi slíkar aðgerðir alls ekki bitna á meðferð til þeirra er á þurfa að halda. Enda hafi meðferðin sem slík fyrir löngu sannað gildi sitt fyrir alla aldurshópa. Í raun bendir allt til að líklega megi ná þessum niðurskurði fram með endurbótum á lyfseðlakerfinu einu og sér, enda væri þá horft til allra eftirritunarskyldra lyfja og misnotkunar fíkla á þeim. En nú sem fyrr virðast Guðbjartur Hannesson og Katrín Júlíusdóttir ætli að þverskallast við ábendingum, rétt eins og bergrisar í þvermóðskukasti sem berja höfðinu við stein frekar en að játa sök. Í skjóli óheppilegs orðalags skal haldið ótrautt áfram, sama hverjir og hversu margir liggja í valnum. Ef ekki tekst að telja ykkur hughvarf ítreka ég hér með þá ósk að þið svarið skrifum mínum og annarra hvað þetta málefni varðar og færið haldbær rök fyrir afstöðu ykkar. Sem fyrr er ónákvæmt orðalag afþakkað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú er ég hræddur um að ráðherrar fjár- og velferðarmála séu með dynjandi hausverk. Föstudaginn 12.10.12 sendi ég stutta ádrepu þar sem spurt var hvort ætlunin væri að berja höfðinu áfram við steininn og halda til streitu orðalagi í skýringartexta við fjárlagalið 08-206 í Fjárlögum 2013. Þegar þetta er skrifað hafa engin svör borist. Fyrir þá sem ekki vita þá fylgir nýjum fjárlögum skýringartexti þar sem sagt er berum orðum að hætta eigi með öllu niðurgreiðslu til fullorðinna vegna ákveðinnar tegundar af ADHD-lyfjum. Velferðarráðuneytið þykist reyndar draga í land en stendur þó fast á að þennan lið fjárlaga skuli lækka um allt að 220 milljónir. Gallinn við skýringartexta fjárlaga og annan rökstuðning frá ráðuneytunum er að flest gögn sem vísað er til segja allt aðra sögu. Í þeim kemur skýrt fram að þó mögulega megi spara um 200 milljónir með endurbótum á lyfjaávísunarkerfi lækna þá megi slíkar aðgerðir alls ekki bitna á meðferð til þeirra er á þurfa að halda. Enda hafi meðferðin sem slík fyrir löngu sannað gildi sitt fyrir alla aldurshópa. Í raun bendir allt til að líklega megi ná þessum niðurskurði fram með endurbótum á lyfseðlakerfinu einu og sér, enda væri þá horft til allra eftirritunarskyldra lyfja og misnotkunar fíkla á þeim. En nú sem fyrr virðast Guðbjartur Hannesson og Katrín Júlíusdóttir ætli að þverskallast við ábendingum, rétt eins og bergrisar í þvermóðskukasti sem berja höfðinu við stein frekar en að játa sök. Í skjóli óheppilegs orðalags skal haldið ótrautt áfram, sama hverjir og hversu margir liggja í valnum. Ef ekki tekst að telja ykkur hughvarf ítreka ég hér með þá ósk að þið svarið skrifum mínum og annarra hvað þetta málefni varðar og færið haldbær rök fyrir afstöðu ykkar. Sem fyrr er ónákvæmt orðalag afþakkað.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar