Ábendingum vegna nuddstofu rignir inn 24. október 2012 08:00 Lína Jia Alþýðusambandinu bárust ábendingar í gær frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu Jia, eiganda nuddstofa á höfuðborgarsvæðinu, um starfsemi hennar á stofunum. Nokkrir hringdu einnig inn til Fréttablaðsins eftir umfjöllun gærdagsins um rannsókn lögreglu á starfsemi konunnar vegna gruns um mansal. Mál tengd Línu og eiginmanni hennar hafa komið reglulega upp hjá ríkisstofnunum á undanförnum árum og hafa nokkur þeirra endað fyrir dómstólum, flest tengd fjársvikum og vafasamri atvinnustarfsemi. ASÍ var meðal þeirra sem komu að máli hennar árið 2006 þegar henni var gert að greiða kínverskum manni fimm milljónir króna í vangoldin laun. Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar ASÍ, segir ýmis klækjabrögð hafa verið í gangi í kringum málið. Nafni fyrirtækisins hafi meðal annars verið breytt og eiginmaður Línu verið gerður að forsvarsmanni þess. „Þau gerðu ýmislegt til að hylja slóð sína," segir Halldór. „Og viðskiptavinir þessarar nuddstofu lýstu því fyrir mér [í gær] að þeim hafi fundist margt athugavert við starfsemina. En því miður kom það ekki fram fyrr en þetta var orðið blaðamál." Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu, vann áður hjá Alþjóðahúsi og segir það algjörlega út úr kortinu að Lína hafi ekki verið ákærð fyrir mansal árið 2005, þegar hún var einungis ákærð fyrir skjalafals. „Það er alveg út í hött. Þetta var klárt mansalsmál frá fyrstu tíð samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum," segir hún. „En það vantaði upp á meðvitundina á þessum tíma. Við bentum á að það væri fullt af fólki sem væri í raun fórnarlömb mansals þó það hafi komið af fúsum og frjálsum vilja til landsins, eins og var í þessu tilviki forsenda þess að hún var ekki ákærð." Ekki náðist í Línu Jia í gær. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Alþýðusambandinu bárust ábendingar í gær frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu Jia, eiganda nuddstofa á höfuðborgarsvæðinu, um starfsemi hennar á stofunum. Nokkrir hringdu einnig inn til Fréttablaðsins eftir umfjöllun gærdagsins um rannsókn lögreglu á starfsemi konunnar vegna gruns um mansal. Mál tengd Línu og eiginmanni hennar hafa komið reglulega upp hjá ríkisstofnunum á undanförnum árum og hafa nokkur þeirra endað fyrir dómstólum, flest tengd fjársvikum og vafasamri atvinnustarfsemi. ASÍ var meðal þeirra sem komu að máli hennar árið 2006 þegar henni var gert að greiða kínverskum manni fimm milljónir króna í vangoldin laun. Halldór Grönvöld, aðstoðarframkvæmdastjóri og deildarstjóri félagsmáladeildar ASÍ, segir ýmis klækjabrögð hafa verið í gangi í kringum málið. Nafni fyrirtækisins hafi meðal annars verið breytt og eiginmaður Línu verið gerður að forsvarsmanni þess. „Þau gerðu ýmislegt til að hylja slóð sína," segir Halldór. „Og viðskiptavinir þessarar nuddstofu lýstu því fyrir mér [í gær] að þeim hafi fundist margt athugavert við starfsemina. En því miður kom það ekki fram fyrr en þetta var orðið blaðamál." Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu, vann áður hjá Alþjóðahúsi og segir það algjörlega út úr kortinu að Lína hafi ekki verið ákærð fyrir mansal árið 2005, þegar hún var einungis ákærð fyrir skjalafals. „Það er alveg út í hött. Þetta var klárt mansalsmál frá fyrstu tíð samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum," segir hún. „En það vantaði upp á meðvitundina á þessum tíma. Við bentum á að það væri fullt af fólki sem væri í raun fórnarlömb mansals þó það hafi komið af fúsum og frjálsum vilja til landsins, eins og var í þessu tilviki forsenda þess að hún var ekki ákærð." Ekki náðist í Línu Jia í gær. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira