Marklínutæknin tekur völdin Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. október 2012 06:00 FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, hefur ákveðið að taka í notkun tæknibúnað sem sker úr um hvort mark hafi verið skorað í knattspyrnuleikjum. Marklínutæknin verður fyrst notuð á heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Japan í desember. Einhver bið verður á því að íslenskir dómarar fái aðstoð við slíka úrskurði í leikjum hér á landi. „Til að byrja með verður þessi tækni aðeins notuð á stórmótum. Englendingarnir munu byrja í úrvalsdeildinni um leið og þeir verða tilbúnir. Það gæti alveg eins gerst í janúar ef allt gengur upp. Ég sé ekki að þetta verði tekið í notkun hér á landi á næstu árum. Kostnaðurinn er einfaldlega of mikill," segir Gylfi Orrason varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar KSÍ. „Það hefur legið í loftinu að þessi tækni yrði tekin í notkun – og ég tel að þetta sé aðeins upphafið á einhverju meira, hvort leikmaður hafi verið rangstæður eða ekki, svo eitthvað sé nefnt. Ég er sjálfur íhaldssamur hvað þessa hluti varðar og að mínu mati þarf að fara varlega í allar breytingar," bætti Gylfi við. FIFA leggur til 50 milljónir kr. fyrir hvern keppnisvöll Tvö fyrirtæki, GoalRef, og Hawk-Eye, hafa fengið formlegt leyfi frá FIFA til þess að þróa enn frekar marklínutæknina. Og eitt af skilyrðum FIFA er að bæði fyrirtækin leggi fram tryggingar þess efnis að ekki verði hægt að lögsækja FIFA ef útbúnaðurinn bilar eða kemst að rangri niðurstöðu. GoalRef er samvinnuverkefni hjá dönsku og þýsku fyrirtæki, en Hawk-Eye er breskt fyrirtæki sem er nú í eigu Sony. Hawk-Eye hefur verið notað lengi í tennisíþróttinni til þess að dæma hvort boltinn hafi verið inni á vellinum eða utan, og þessi tækni er einnig notuð í krikket, ruðningi, og NFL-deildinni í Bandaríkjunum. FIFA mun leggja til um 50 milljónir kr. á þeim völlum þar sem marktækniútbúnaðurinn verður settur upp. Heildarkostnaðurinn við framkvæmdina á hverjum velli liggur ekki fyrir. FIFA mun ekki gefa leyfi til sjónvarpsstöðva að sýna myndirnar sem notaðar verða til þess úrskurða hvort mark hafi verið skorað eða ekki. Þessi tækni verður til staðar þegar heimsmeistaramótið fer fram í Brasilíu árið 2014, og HM U21 árs karla, sem fram fer á næsta ári, verður fyrsta „stórmótið" þar sem þessi nýja tækni verður notuð. Í gegnum tíðina hafa fjölmörg atvik komið upp í stórleikjum þar sem dómarar hafa þurft að taka umdeildar ákvarðarnir og dæma hvort boltinn hafi farið yfir marklínuna eða ekki. Úrslitaleikur Englands og Þýskalands á HM árið 1966 er án efa eitt frægasta dæmið. Þar skaut enski landsliðsmaðurinn Geoff Hurst boltanum í þverslá þýska marksins og aserskur aðstoðardómari leiksins dæmdi að boltinn hefði farið inn fyrir marklínuna. Hurst kom Englendingum í 3-2 með þessu marki, sem jafnframt var þriðja mark hans, en leikurinn endaði 4-2. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira
FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, hefur ákveðið að taka í notkun tæknibúnað sem sker úr um hvort mark hafi verið skorað í knattspyrnuleikjum. Marklínutæknin verður fyrst notuð á heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fer í Japan í desember. Einhver bið verður á því að íslenskir dómarar fái aðstoð við slíka úrskurði í leikjum hér á landi. „Til að byrja með verður þessi tækni aðeins notuð á stórmótum. Englendingarnir munu byrja í úrvalsdeildinni um leið og þeir verða tilbúnir. Það gæti alveg eins gerst í janúar ef allt gengur upp. Ég sé ekki að þetta verði tekið í notkun hér á landi á næstu árum. Kostnaðurinn er einfaldlega of mikill," segir Gylfi Orrason varaformaður KSÍ og formaður dómaranefndar KSÍ. „Það hefur legið í loftinu að þessi tækni yrði tekin í notkun – og ég tel að þetta sé aðeins upphafið á einhverju meira, hvort leikmaður hafi verið rangstæður eða ekki, svo eitthvað sé nefnt. Ég er sjálfur íhaldssamur hvað þessa hluti varðar og að mínu mati þarf að fara varlega í allar breytingar," bætti Gylfi við. FIFA leggur til 50 milljónir kr. fyrir hvern keppnisvöll Tvö fyrirtæki, GoalRef, og Hawk-Eye, hafa fengið formlegt leyfi frá FIFA til þess að þróa enn frekar marklínutæknina. Og eitt af skilyrðum FIFA er að bæði fyrirtækin leggi fram tryggingar þess efnis að ekki verði hægt að lögsækja FIFA ef útbúnaðurinn bilar eða kemst að rangri niðurstöðu. GoalRef er samvinnuverkefni hjá dönsku og þýsku fyrirtæki, en Hawk-Eye er breskt fyrirtæki sem er nú í eigu Sony. Hawk-Eye hefur verið notað lengi í tennisíþróttinni til þess að dæma hvort boltinn hafi verið inni á vellinum eða utan, og þessi tækni er einnig notuð í krikket, ruðningi, og NFL-deildinni í Bandaríkjunum. FIFA mun leggja til um 50 milljónir kr. á þeim völlum þar sem marktækniútbúnaðurinn verður settur upp. Heildarkostnaðurinn við framkvæmdina á hverjum velli liggur ekki fyrir. FIFA mun ekki gefa leyfi til sjónvarpsstöðva að sýna myndirnar sem notaðar verða til þess úrskurða hvort mark hafi verið skorað eða ekki. Þessi tækni verður til staðar þegar heimsmeistaramótið fer fram í Brasilíu árið 2014, og HM U21 árs karla, sem fram fer á næsta ári, verður fyrsta „stórmótið" þar sem þessi nýja tækni verður notuð. Í gegnum tíðina hafa fjölmörg atvik komið upp í stórleikjum þar sem dómarar hafa þurft að taka umdeildar ákvarðarnir og dæma hvort boltinn hafi farið yfir marklínuna eða ekki. Úrslitaleikur Englands og Þýskalands á HM árið 1966 er án efa eitt frægasta dæmið. Þar skaut enski landsliðsmaðurinn Geoff Hurst boltanum í þverslá þýska marksins og aserskur aðstoðardómari leiksins dæmdi að boltinn hefði farið inn fyrir marklínuna. Hurst kom Englendingum í 3-2 með þessu marki, sem jafnframt var þriðja mark hans, en leikurinn endaði 4-2.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira