Margrét Lára: Ég hefði ekki viljað missa af þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2012 07:00 Stelpurnar fagna hér marki Katrínar Ómarsdóttur sem kom íslenska liðinu í 2-0 eftir aðeins tólf mínútna leik. Mynd/Stefán Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 69. landsliðsmark í gær er Ísland vann 3-2 sigur á Úkraínu og tryggði sér um leið þátttökurétt í úrslitakeppni EM í Svíþjóð næsta sumar. Margrét Lára hefur verið ein allra besta knattspyrnukona landsins og þótt víðar væri leitað um árabil en hún hefur þrátt fyrir það verið að glíma við erfið meiðsli í langan tíma. Hún fékk loks greiningu á meiðslum sínum í sumar en frestaði aðgerð til að geta tekið þátt í umspilsleikjunum gegn Úkraínu. „Ég hefði ekki viljað missa af þessu – það er alveg á hreinu," sagði skælbrosandi Margrét Lára eftir leikinn í gær. „Ég ætla mér nú að nýta tímann til að ná mér að fullu og vonandi tekst það. Ég vil vera 100 prósent næsta sumar." Hún óttast ekki bakslag og lítur jákvæðum augum á framtíðina. „Ég tel að aðgerðin muni hjálpa mér. Ef ekki bít ég bara í það súra epli. Ég ætla samt að halda áfram og er ég hvergi bangin. Þetta hefur verið erfitt í 4-5 ár en á svona stundum er manni alveg sama. Þetta er allt þess virði." Ísland spilaði með á EM 2009 sem haldið var í Finnlandi en þá töpuðu stelpurnar öllum sínum leikjum þrátt fyrir að hafa spilað vel á löngum köflum. „Við höfum verið að bíða eftir þessu augnabliki í fjögur ár og unnið að því síðustu tvö árin að ná þessu markmiði. Við höfum allar lagt á okkur mikla vinnu og því er það frábært að sjá uppskeru erfiðisins," segir hún. „Við verðum líka að átta okkur á því að við erum ekki stórþjóð. Við erum litla Ísland en samt komnar á EM. Við höfum slegið út þjóðir sem eru hærra skrifaðar en við og sýnir árangurinn hversu góður kvennaboltinn er á Íslandi. Við erum með frábært lið." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 69. landsliðsmark í gær er Ísland vann 3-2 sigur á Úkraínu og tryggði sér um leið þátttökurétt í úrslitakeppni EM í Svíþjóð næsta sumar. Margrét Lára hefur verið ein allra besta knattspyrnukona landsins og þótt víðar væri leitað um árabil en hún hefur þrátt fyrir það verið að glíma við erfið meiðsli í langan tíma. Hún fékk loks greiningu á meiðslum sínum í sumar en frestaði aðgerð til að geta tekið þátt í umspilsleikjunum gegn Úkraínu. „Ég hefði ekki viljað missa af þessu – það er alveg á hreinu," sagði skælbrosandi Margrét Lára eftir leikinn í gær. „Ég ætla mér nú að nýta tímann til að ná mér að fullu og vonandi tekst það. Ég vil vera 100 prósent næsta sumar." Hún óttast ekki bakslag og lítur jákvæðum augum á framtíðina. „Ég tel að aðgerðin muni hjálpa mér. Ef ekki bít ég bara í það súra epli. Ég ætla samt að halda áfram og er ég hvergi bangin. Þetta hefur verið erfitt í 4-5 ár en á svona stundum er manni alveg sama. Þetta er allt þess virði." Ísland spilaði með á EM 2009 sem haldið var í Finnlandi en þá töpuðu stelpurnar öllum sínum leikjum þrátt fyrir að hafa spilað vel á löngum köflum. „Við höfum verið að bíða eftir þessu augnabliki í fjögur ár og unnið að því síðustu tvö árin að ná þessu markmiði. Við höfum allar lagt á okkur mikla vinnu og því er það frábært að sjá uppskeru erfiðisins," segir hún. „Við verðum líka að átta okkur á því að við erum ekki stórþjóð. Við erum litla Ísland en samt komnar á EM. Við höfum slegið út þjóðir sem eru hærra skrifaðar en við og sýnir árangurinn hversu góður kvennaboltinn er á Íslandi. Við erum með frábært lið."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira